Heima er bezt - 01.09.1981, Qupperneq 27
DÆGUR
Fyrir 10 árum (sept. 1971) birtist í þættinum ljóðið Kveðja
eftir Benedikt Þorkelsson kennara sem kenndur var við
Kvíabekk í Ólafsfirði þótt þingeyingur væri, fæddur 15.
febr. 1850 á Belgsá í Fnjóskadal, dáinn 26. sept. 1931. Ljóð
þetta orti Benedikt í orðastað Vesturfara sem nauðbeygður
var að skiljast við unnustu og ættland. Vegna þessarar
ljóðabirtingar bárust þættinum mörg bréf frá fólki sem
þekkti Benedikt, Var augljóst að hann hefur verið sam-
ferðafóki minnisstæður fyrir kveðskap sinn, t.d. ritaði
Snorri Sigfússon, fyrrv. námsstjóri, um hann í Skólablaðið
1915 og segir frá öðru ljóði og atviki í ævisögunni Ferðinni
frá Brekku.
Nú hefur þættinum borist annað ljóð eftir Benedikt sem
mér finnst sjálfsagt að birta. Þetta er ljóðabréf til vinar hans
Guðmundar Stefánssonar bónda á Minnibrekku í Fljótum.
Náfrænku minni, Jónu, dóttur Guðmundar, þakka ég
sendinguna og vona að einhverjir hafi gaman af.
LJÓÐABRÉF
Virtum bundni, vinur minn,
vitur og lundarglaður,
þinn á fundinn flöktir minn
fálkinn þundar hraður.
Heilsan góða hann frá mér,
horfin móði og trega,
fram í ljóðum þylur þér,
þýða og bróðurlega.
Vantrú fyllir veraldarrann,
voðann gyllir lengi,
síst að hyllast sannleikann,
svíkur og villir mengi.
Trúin eyðist, þraut er þung,
þverrar heiður granna,
sorglega leiðist æskan ung
út á skeið lastanna.
Hótar skaða heims um bý,
holds munaðar sýki,
saurugu baðast öldin í
ólifnaðar dýki.
Kærleiks hlýja kólnar lind,
klækir nýir fæðast,
okur drýgist, safnast synd,
svik og lýgi glæðast.
Eigingirndin eðlisköld,
elst í lyndi og glæðist,
flesta blindar ýta öld,
ýmsum myndum klæðist.
öfund stríðust æsir geð,
ást og blíðu deyðir,
ýmsri níðings aðferð með,
æru lýða meiðir.
Flestir ljúga og hræsna hér,
heims að búa lögum,
manni að trúa óhætt er
öngvum nú á dögum.
Hvar mun næði að hitta og frið
hér á svæði tára?
Sjóli hæða legg oss lið,
lina mæðu sára.
Þá hefur Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir, Lundi, Skaga-
strönd, sent þulu til þáttarins og spyr um höfund. Því miður
get ég ekki leyst úr þeirri spurningu en kannske þekkja
lesendur hann. Ég er sammála Jónu um það að þetta er
falleg barnagæla, en hún gefur einnig sýn inn í veröld sem
var og það er líka gagnlegt og gott. Ég þakka Jónu Guð-
rúnu sendinguna.
AMMA RAULAR VIÐ BARN
Vilt þú ekkí, vinur litli, vera með i ferð
meðan sólin signir láð og sefur fuglamergð.
Við á bláum báruvængjum berumst út um lönd
létt og hratt á litla bátnum, leggjum svo að strönd.
Þar sem fjörugullið geymir gömul sögubrot
og á Ijóði og ævintýrum aldrei verður þrot.
Leiddu ömmu. litli vinur. löbbum svo af stað
yfir mó og mosaþembur, mýrar og forarsvað.
Við skulum finna lítinn bæ sem liggur móti sól,
göngumóðum gott er þar að gista og finna skjól.
Svanir fljúga sundum yfir, sóley gyllir hól,
þar I túni er lltil lind og lækur nokkuð fjær,
ekki finnst í öðrum sveitum önnur lind svo tær.
Heima er bezi 299