Heima er bezt - 01.09.1981, Side 28
Hún hefur aldrei annað séð en opinn himinninn
af því hafa augu hennar undrafagurt skyn,
mennirnir brugga meinleg ráð í myrkrinu. litli vin.
Þar á litla ióðan hreiður, lynginu græna í.
og á háum hamrastalli hrafninn ber við ský.
Örn og valur yfir sveima, ekki er lömbum þá
tryggt að hlaupa mömmu sinni frá.
Urðar kött og refinn rauða rekast stundum á.
Nú eru kýrnar komnar út og kálfar taka á sprett,
ærnar eru upp á heiði eða suður víð rétt,
inn á mýri hrossahópur hleypur upp með leik,
brúnieit hryssa og gamli Gráni, þau eru bara spræk.
aftast röltir einhver klár með annarlegum kæk.
Bóndinn hvassan brýnir ljá og byrjar svo að slá,
húsmóðirin hleypur út því hún á mikla ljá.
Röskar stúlkur rembast við að rifja stóran flekk,
telpuhnokki trítlar um og tekur rök í sekk.
allir vinna virkum höndum. völpur lófinn fékk.
Ertu búinn, litli vinur, litiil fótur sár.
Við höfum gengíð lengi, lengi, líklega fleiri ár.
Við skulum stöðva og staldra við, nú komið er kveld,
bráðum sjáum við bæjarþilin blika í sólareld,
þar er alltaf opið hús og skortir ekki mat,
fram i búri á borði stendur brauð, smjör og fat,
mjóik í könnu, skyr í skál, hér skortir ekki neitt.
Við skulum borða barnið mitt, því við erum orðin þreytt.
Amma laugar lítinn dreng og leggur hann í sæng,
signir hann og syngur um sói og englavæng.
Náttdögg reifar bióm á bala. blikar stjarna í geim.
Við þurfum ekki að fara lengra. við erum komin heim.
Helgi Valíýsson rithöfundur þýddi söngijóð kórrétt og
hafa mörg þeirra birst á þessum síðum, því skömmu fyrir
andlát sitt sendi hann mér syrpu og leyfi til birtingar. Ekki
veit ég um tildrög þeirrar þýðingar hans sem hér fer á
eftir, en grun hef ég um það að hún sé eitthvað á vegum
Karlakórsins Geysis, því neðanmáls er ritað: „Þýtt fyrir
Ingimund Árnason og konsul Inbjör (lagsins vegna).“ Og
hafi Geysismenn einhverntíma sungið þennan texta nafa
þeir áreiðanlega ekki þurft að berja hann að laginu.
KVEÐJA
Þótt myrkur feli þín fyrstu spor,
þú framandi ieitar þá skjóis til vor,
og ver þú oss góður gestur.
Þeim vildum vér rétta vinarhönd,
er veginn kannar um óþekkt lönd,
en birtuna og ljósið brestur.
Senn dvínar nóttin og dimman flýr,
og dagur ijómar í austri nýr,
svo bjart er um brautir allar.
Greindu þá markið sem gnæfir hæst,
og gakk þann veginn sem liggur næst
til sannleikans háu hallar.
Að lokum kemur svo þýðing eftir Steingrím Thor-
steinsson á litiu söngljóði úr dönsku. Stafsetning skáldsins
er látin halda sér, en hann byrjaði ávailt hendingu á stór-
um staf.
NÚ SÆL KOMIÐ SMÁBLÓM Á VENGI
Nú sæl komið smáblóm á vengi,
Sólvakin, rauð, gul og blá,
Hve sárt yðar saknaði’ eg lengi,
Er snjórinn hvíldi yður á.
Nú ljómið með litaskraut vænt,
Þar gras breiðir grænt
Sitt indæla skrúð yfir engi,
Eja, Eja, Eja,
Nú sæl komið smáblóm á vengi.
Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. — Kær kveðja.
Svífur að hausti...
Framhaldaf bls. 274.
andi orku í jarðvarma og fallvötnum.
Hún er óumdeildur þjóðarauður, sem
hagnýta þarf. En til hvers er að beisla
orkuna, ef engin verkefni eru fyrir
hana, En þau verkefni verða ekki
fengin nema með stóriðju. Þetta eru
staðreyndir, sem vér verðum að horf-
ast í augu við, ef vér ætlum að halda
áfram að lifa mannsæmandi lífi í
landi voru. Enginn neitar því að mörg
eru ljónin á veginum. Stóriðjan skap-
ar vanda í umhverfismálum, hún
krefst þess einnig að vér hljótum að fá
erlent fjármagn til landsins, auk
margs annars. Af þeim sökum megum
vér ekki hrapa að neinu og undirbúa
allar framkvæmdir vandlega. En eng-
ir þessir erfiðleikar eru svo stórkost-
legir, að ekki megi sigrast á þeim. En
oss dugar engin rómantík í þeim mál-
um, engar úrtölur né ótti við hið
ókomna. Hér stöndum vér gagnvart
ísköldum veruleikanum, þetta verð-
um vér að fá og að þessu skal stefnt og
unnið. En til þess að sigrast á örðug-
ieikunum þarf allt í senn: þekkingu,
kjark, vilja og vit. Ef vér beitum því
öllu af fullum skilningi og drengskap,
óttast ég ekki um úrslitin, né það, að
sú bylting, sem framundan er, verði
ekki jafnfarsælleg og veiðibylting
sjávarútvegsins og ræktunarbylting
landbúnaðarins hefir orðið á liðnum
áratugum. En munum einnig að hika
er sama og tapa.
St. Std
300 Heimaerhe:I