Heima er bezt - 01.09.1981, Síða 29
KRISTMUNDUR BJARNASON
BJÓ TIL PRENTUNAR
Jón Eyjólfsson var háseti hjá pabba. Við vorum fjórir. Sá
fjórði var Jón Bjarnason frá Suddu í Flókadal. Vorum við
Jón í litlum metum. Kom fyrir. þegar báturinn leið mjúk-
lega yfir bárufaldana. vel hlaðinn. og landsýn var góð. að
Jón stóð upp og hrópaði með írafári: ..Stöðvið þið bátinn.
Hann fer aftur á bak!“
Þessarar áttavitaskekkju gætti sérstaklega, þegar siglt var
framhjá Flösinni og hann farinn að fá viðunandi land-
kenningu.
Þegar farkosturinn nálgaðist Flösina úr langræði. ann-
aðhvort úr fiskiróðrum eða sunnan úr Reykjavík. var oft
kveðið:
Hestur Ægis hefur skrið.
hleypur dæilega.
Eykst ánægja og indælið
af því Skaginn blasir við.
Svoddan lagar sálina.
sorgarþras mun skána:
Drekka Skagaskálina
skal við Flasartána.
En vísan. sem Jón orti um nafna sinn. varreyndarenginn
lofsöngur:
Sonur Bjarna Suddu frá.
sem er gjarna á kreiki.
neistatjarna njótursá
nú er þarna á kreiki.
Og vísum hans um mig gat brugðið til beggja vona. Ég
var alltaf mjög sjóveikur, ældi grænu gori og kúgaðist svo,
að talið var, að blóðvottur eða blóðsviti kæmi í eyru mér.
Mun þjáning móður minnar vegna þessa, hafa valdið
mikiu um. að foreldrar mínir fluttust til Reykjavíkur og
reynt var að berja mig til bókar.
Jón Eyjólfsson lýsti sjómennsku minni meðal annars á
þessa leið:
Hann Jónmundur sækir sjó
sízt með geði linu.
Hausinn stöðugt hefur þó
hann á keipsnefinu.
Ein var sú ástríða. sem gagntók Akurnesinga á þessum
árum: sögulestur. Fólk var viðþolslaust, ef ekki voru
kveðnar rímur eða lesnar sögur á kvöldvökunum. Þetta
leiddi til þess, að við Jón urðum samvinnumenn. Hann orti
rímur. en ég skrifaði upp fyrir hann. Var Jón þekkt rímna-
skáld. kvað t.d. rímur af Héðni og Hlöðvi. Gætir mikið
sjóferða í sumum mansöngum hans:
Þessir allir helzt í hag
hafa fallegt áralag.
Ægir karl þótt auki jag
ég sit varla í landi í dag.
Heima er bezt 301