Heima er bezt - 01.09.1981, Page 31
drumbur. Hún kallaði hann Krúsa. en mér fannst hann
kunna því illa og vildi láta Guddu vera innilegri við sig.
Hún var fremur orðhvöt og lét stundum fjúka óþvegið. Oft
voru þau saman í bandi og samdi ekki sem bezt. Krúsa
hætti til að flækja reipin, þegar hann lagði niður. Hrifsaði
hun þau þá stundum af honum. Og alltaf brýndi hún hann
á. að hann væri ógurlegur silakeppur að draga í hagldirnar.
kvaðst því eiga hjá honum óteljandi kaffibolla. brenni-
vínsstaup, sykur og brauð og meira að segja peninga sökum
seinlætis hans. Þau bundu hverja sátu saman. Hann herti.
en hún lá á. Þegar hann hafði troðið sátuna og tíðlega oltið
af henni. stundum fyrir milligöngu Guddu. settist hann, er
hann tók að reyra. spyrnti í, hnykkti á og rembdist.
..Mikill þó bölvaður erkisens sóði geturðu verið. Krúsi!"
hvein í Guddu. ..Dembirðu ekki sitjandanum á þér á kaf
ofan í forarpollinn. Þarftu endilega að hlassast á helvízkan
rassinn. þótt þú sisist við að toga í töglin? Hana-nú.“ hélt
hún áfram. „veltum sátunni við. Ég er búin að gera að.
Fáðu mér taglið. hertu afgjörðina!"
Oft var það, þegar búið var að taka utan af sátunni og
hún lá þarna í beinum sáturöðunum. svo að ekki þurfti
annað en teyma lestina á milli. að Gudda sparn við henni
og mælti með fyrirlitningu:
„Hún er eins og hnúðurböllur hjá þér. þessi. Krúsi minn.
Mikill afdæmingur er það með þig svona gamlan mann að
geta aldrei hnuðlað saman þolanlegri sátu.“
„Ósköp og skelfing er að heyra orðbragðið í fraukunni."
sagði Markús. „Og ekki get ég talið mig gamlan mann.“
En þetta var hótfyndni í Guddu. Markús batt prýðilega
og sátur hans fóru vel á klakk, sila- og hagldahlutföll eins
og bezt mátti verða. Þetta kom sér vel fyrir mig. bæði þegar
ég var að láta upp og komast heim með átta hesta lest eða
stærri á misjöfnum vegi.
En nú voru þau Markús og Gudda ekki að binda. Pilt-
arnir slógu. en stúlkurnar rökuðu forblauta Ijána. Ég bar
ofan af. Énn rigndi eins og helt væri úr fötu.
Það var ekki orðin sjón að sjá nýju strigafötin mín, sem
ég hafði verið svo hreykinn af í vor. Þau voru orðin slitin.
blökk, bætt og þvættulin eins og hrátt steinbítsroð, og vall
vatnið og seytlaði inn og út um þau. Fangaklessurnar bar
ég á hrífuskaftsbroti. krapakaldar og leirbornar. Alltaf
kvað við:
„Mundi, Mundi. hérna er fang. Hertu þig nú!“ Ég
þrammaði með föngin. stiklaði á þúfnakollunum. Það var
þá. sem ósköpin dundu yfir.
Gudda var mesti áflogagepill. átti alltaf í bríaríi. svona
síkát og glettin. Við höfðum oft tekizt á og gekk á ýmsu.
Hún var harðleikin og sást ekki fvrir. þegar sá gállinn var á
henni. og stundum fékk hún hinar stúlkurnar til liðs við sig.
Þar sem hún stóð þarna holdvot. fannst henni. að hún
þyrfti endilega að gera eitthvað til að hressa sig og aðra. —
og það varð þá að bitna á Markúsi.
„Krúsi!“ kallaði hún.
„Hvað viltu?“ anzaði Markús. sem ævinlega lét það eftir
henni að svara. þótt hún nefndi hann Krúsa.
„Ég ætla að veðja við þig.“ sagði Gudda og setti stút á
munninn.
„Það er lítill tími til veðmála núna.“ kvað Krúsi. „Um
hvað og hverju ætlarðu að veðja?“
„Ég skal veðja um, að þú færð ekki koss hjá mér í dag,“
sagði Gudda og gerðist ærið tillát til augnanna.
„Ég þykist fara nærri um það.“
„Ég skal veðja, að þú getur ekki borið eins stór föng og
hann Mundi,“ sagði Gudda ögrandi.
„Svei skít. Auðvitað yrði mér það leikur einn. en ég yrði
þá eins og hundur af sundi dreginn.“
„Þú ert meiri skræfan. Ekki vorkennirðu blessuðu barn-
inu. Krúsi.“
Nú stóðst Krúsi ekki mátið og lagði frá sér orfið, gekk til
mín og sagði stuttaralega:
„Lánaðu mér prikið þitt. Mundi!“
„Þú verður þá að lána mér orfið þitt.“
En ekki var við það komandi, svo að ég neitaði honum
því um prikið.
Krúsi gekk til Guddu og skipaði henni að saxa fang.
Hann skyldi sýna. að hann gæti borið stærðarföng priklaus.
Hann var lengi að draga upp fangið og fór sér að engu
óðslega. Svo rogaðist hann af stað. Þegar hann kom að pytti
einum: rak hann fótinn í þúfnakoll og valt af honum og
niður í pyttinn. Orðbragð hans er ekki eftir hafandi, þegar
hann brölti upp úr, en mikið var Guddu skemmt.
Ekki skil ég enn þann dag I dag, hvernig við fórum að því
að sofna fuglsblundinn eftir miðdegismatinn í slíku for-
aðsveðri.
10.
Afturgangan
Enn sú úrhellisrigning dag eftir dag. Allt flaut í vatni.
allir lækir. allar sprænur byltust áfram. kolmórauðar.
Fjöllin fóru á kaf upp í skýjaþykknið og þokubólstrana.
það sá vart á tærnar á þeim.
Ég var löngu hættur að sitja hjá ánum. Nú smalaði ég
eldsnemma á hverjum morgni. mokaði fjósið. drakk
mjólkina úr flöskum mínum kvölds og morgna og var orð-
inn talsvert góður ræðumaður. Ég vann svo með fólkinu
allan daginn á engjunum, bar ofan af. rakaði og fór á milli
með votaband. Smalaði á kvöldin. rak svo ærnar út fyrir
beitarhús og kom ekki heim. fyrr en skuggsýnt var orðið.
Ég hafði hálfgerðan beyg af beitarhúsunum. Þetta voru
þrjú. löng og stæðileg hús. Þar höfðu bændurnir hátt á
annað hundrað sauði á vetrum. Heygarður. axlarhár. var
meðfram göflum eða að baki allra húsanna. og var þangað
reitt heyið handa sauðunum.
Framhald.
Heimaerbezt 303