Heima er bezt - 01.09.1981, Page 35

Heima er bezt - 01.09.1981, Page 35
Myndirnar á þessari síðu eru teknar í Innbænum á Akureyri. Síðastliðin ár hefur það fœrst i vöxt aðgömul hús séu gerð upp og endurnýjuð. Sú tíð er von- andi liðin, þegar gömul hús voru rifin niður þegar þau fóru að láta á sjá. Svo virðist sem hugsunarháltur manna sé að breytast gagnvart þessum gömlu húsum og nú sé meira gert af því að fœra þau til upp- runalegs horfs um leið og þau eru endurnýjuð. í stað þess að t.d. „augnstinga" þau með því að taka gluggapóstana úr og setja heilar rúður í staðinn, er nú hugað meira að heildarsvip húsanna. Stórar rúður, eins og i steinsteypukössum nútímans, eiga einfaldlega ekki við þegar um gömul hús er að rœða. Fyrir nokkrum árum þótti hálfgerð skömm að því að eiga heima í gömlu húsi, enginn var maður með mönnum ef hann ekki gat byggt nýtl hús yfir sig og sína, helst stórt og voldugt. Þeir sem b/uggu i gömlu hús- unum voru taldir hálfgerðir aumingjar. Það g/eðilega við hinn nýja hugsunarhátt er, að það er unga fólkið sem vill búa i gömlu húsunum, það er orðið þreytt á steinsteypukössunum og á vissan hátt vill það endur- nýja tengslin við liðna tið. Ef við gefum okkur tíma til að skoða gömul hús, þá sjáum við fljótt hve vel og fallega þau eru yfirleitt byggð. Þau eru bvggð af mönnum sem lögðu sál sína i verkið og töldu ekki eftir tíma sinn, aðalatriðið var að gera hlutina vel. Og þó mörg þessara húsa séu nú hálf hrör- leg, þá kemur yfirleitt i l/ós, þegar þau eru endurnýjuð, að máttarviðirþeirra eru ófúnir og í fullu gildi. Gömul hús geta bœði gefið bœjum fallegt yfirbragð og Ijótt. Sé þeim vel við haldið eru þau bœjarprýði, en séu þau látin grotna niður eru þau öll- um til vanvirðu. — G.M. fíF.TNT T Tengslin við liðna tíð endurnýjuð MARK! Heima er bezt 307

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.