Heima er bezt - 01.06.1984, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.06.1984, Blaðsíða 14
Vörðumar standa í klaka Um Pétur á Gautlöndum geymist ein sögn er gerir hans minningu heiða og afrek sem gnœfir á auðnum vors lands mun öldin á daginn fram leiða. Hann fóryfir heiði einn fárviðrisdag í frosti og stórhríðargarði, með hetjunnar kjarki og karlmennsku þrótt hann klakann af vörðunum barði. Hann vissi að hverjum sem villtur þar fór válegur dauði var búinn, því skyldi hann ótrauður varða þeim veg þótt vœri hann kaldur og lúinn. Ogsérhverja vörðu hann vandlega ber úr vetrarins mjallhvíta dróma, hann átti þá hreysti og hjartað þannyl sem heiðinni enn gefur Ijóma. h í stormi og kólgu þarf karlmennsku til að koma sér heilum til byggða, en til þess að annast þá annarra hag þarf örlœti fagurra dyggða. En mannkostir þessir þeir láta svo lágt og lítið og smátt á sér bera, því koma þeir sjaldan með kórónu fram sem kraftaverk tímanna gera. Hver einasti maður er leitandi líf á leið sem er erfítt að rata og týni hann vörðu á veginum þeim er velferð hans allri að glata. Og sífellt er einhver í samfylgd með oss er sóma og heiður má verja. Hver vill þá koma í kolsvörtum byl og klakann af vörðunum berja? Pjóð mín er líka t fjallgönguför og fölskvuð er oft hennar gata, og allsstaðar kostar það átök og kjark um ótroðnar slóðir að rata. En aldrei var henni þó ógnað sem nú í átökum framandi þjóða. Hver vill nú koma og lýsa henni leið og líf sitt og karlmennsku bjóða? Já, hver vill nú koma í kólgu og byl og klakann af vörðunum brjóta fá vanþökk að launum hjá vegblindum lýð og valdhafans fordœming hljóta? Ó, ísland, ó þjóð mín með þúsund ár hver þorir núyfir þér vaka? Já, dugið nú hetjur á verðinum vel, vörðurnar standa í klaka. Já, víst muntu eiga á verðinum menn sem vaka þér trúlega yfir og enginn skal tapa á þér traustinu enn því tunga ogþjóðerni lifir. Þrotlaust mun standa hver þegn fram í hel sem þorir að berjast og vaka. Já, dugið nú hetjur á verðinum vel, vörðurnar standa í klaka. Heima er bezt komst yfir þetta táknræna og ágæta kvæði nýlega, en upplýsingar vantar um höfundinn. Eru þeir sem kannast við ljóðið góðfúslega beðnir um að koma öllum fróðleik um það til blaðsins. Þótt fóik viti ekki hver orti, getur komið að gagni að vita hvar og hvenær það hljómaði eða var lesið. 194 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.