Heima er bezt - 01.06.1984, Blaðsíða 9
mjög gott að búa í Saltvík, en við vorum leiguliðar og
fengum jörðina ekki keypta. Lentum líka í niðurskurðinum
vegna mæðiveikinnar meðan við bjuggum þar.
Foreldrar Teits voru farnir að heilsu þegar hér var komið
sögu og enginn þriggja bræðra hans, sem voru lausir og
liðugir, vildi taka við jörðinni. Og sökum þess að við áttum
ekki kost á Saltvík, sem við hefðum þó eflaust keypt, ef
unnt hefði verið, og vegna þess að Björn á Brún kom og
bauð okkur jörðina, þá fluttum við nú hingað suðureftir.
Gömlu hjónin bjuggu svo hér hjá okkur til dauðadags.
Björn átti við erfiða vanheilsu að stríða á efri árum.
— Þið eruð líka með fjölda ungbarna á sama tíma, er þetta
ekki það sem kallast „þungt heimili“?
— Ég veit það ekki, við vorum bæði heilsuhraust og
unnum mikið, ekki síst Teitur, enda alltaf lagt áherslu á að
vera efnalega sjálfstæð. Við höfum aldrei tekið víxil, en
einu sinni tekið skyndilán. Þá vorum við nýflutt í Saltvík og
áttum ekki útvarp. Á næsta bæ var þá verið að skipta um
útvarp og bóndinn bauð okkur á góðum kjörum gamla
útvarpið. Gömul kona sem þá bjó hjá okkur um tíma
bauðst til að lána okkur peninga, því við áttum ekki fyrir
því. Og þar með þáðum við eina skyndilánið sem við höf-
um tekið um dagana. Hins vegar höfum við auðvitað eins
og aðrir tekið lán út á byggingar og annað. Til gamans má
geta þess, að af upphaflega 40 ára láninu sem tekið hafði
verið til að reisa þetta íbúðarhús 194S var ársgreiðslan 1983
samtals níu krónur og fimmtíu aurar. Við höfðum líka tekið
Frá vinstri:
Helga Jósepsdóttir,
Laugabrekku, Elín
Aradóttir, Brún, og
Málfríður Sigurðar-
dóttir, Jaðri. Þœr
voru saman í stjórn
Kvenfélags Reyk-
dœla.
önnur lán hjá Stofnlánadeildinni og Búnaðarbankanum
fyrir fjósi og fleiri framkvæmdum, og var hluti eins þeirra
verðtryggður. Teitur var leiður á því að skuldin hækkaði ár
frá ári og hafði á orði fyrir síðustu áramót, að það væri best
að losa sig við þetta í einu lagi. Og það gerði hann, greiddi
öll lán upp að fullu, svo við erum skuldlaus í dag. Refa-
húsin og fleira sem fjölskyldan hefur byggt á seinni árum
hefir verið framkvæmt án þess að taka lán.
— Refir já, hafið þið fjölbreyttan bústofn núna?
— Nei, þetta er nú lítið refabú, 40 fullorðin dýr og 230
hvolpar sem fjölskyldan á í félagi og til skamms tíma
höfðum við 10 hænur, þangað til Ari sonur okkar, ráðu-
nauturinn, útskýrði það rækilega fyrir mér, að það borgaði
sig ekki.
Við lögðum talsvert í aukna ræktun á sínum tíma, þótt
hún sé að sumu leyti örðug hér, og fjölguðum kúnum, því
að hér er betra að búa með kýr en sauðfé. Og íslenska
þjóðfélagið hefur alltaf borgað betur fyrir afurðir kúnna en
sauðkindanna og gerir það enn í dag.
— Hvaða hugmyndir höfðuð þið um framtíð barnanna?
— Við ætluðumst til að þau tækju landspróf, vissum að
þau gætu það öll, en síðan réðu þau sjálf framhaldinu. Og
þá vildum við stækka búið, svo þau gætu verið hér heima ef
þau vildu. Yngsti sonur okkar vann t.d. heima öll sín sumur
þar til hann fór að gegna læknisstörfum. Þetta var nú að
nokkru leyti ástæðan fyrir því að við fórum út í svona
mikinn búskap, milli 30 og 40 mjólkurkýr og um 200 fjár.
Þannig var staðan þegar kvótinn kom. Síðan höfðum við
líka haft 40 geldneyti í fjósi.
En núna má ekki stækka búið og bændur eiga fárra kosta
völ. Ari sonur okkar er mjög spenntur fyrir að koma upp
einhverjum aukabúgreinum. Hann hefur farið utan tvær
ferðir til að kynna sér loðdýrarækt. En ég held að það sé
mikill sannleikur í því sem Teitur bóndi minn hefur sagt, að
það ættu ekki aðrir að fara út í þessa loðdýrarækt en þeir
sem hefðu sýnt, að þeir gætu búið. Loðdýraræktin er afar
viðkvæm búgrein og þarf við hana natni og reglusemi.
Við flytjum hingað 1951, og Teitur lendir í félagsmálum
fljótlega upp úr því, nærri því strax í hreppsnefnd, svo í
Samband norðlenskra kvenna
var stofnaö að frumkvæði Halldóru Bjarnadóttur í júní 1914 og átti því 70 ára
afmæli í júní 1984.
Meðal málefna sem samhandið hefur látið til sín taka eru þessi:
Náttúruvernd, umhverfismál, ullariðnaður, heimilisiðnaður, heimilisfræði,
húsmæðraskólarnir, uppeldismál, neytendasamtök, jafnréttismál, bindindis-
mál, fíkniefnaneysla, mál aldraðra, tryggingakerfið, heilbrigðisþjónusta, fjöl-
miðlar, tannlækningar, garðrækt, rafvæðing, símamál og fleira og fleira.
Innan sambandsins eru nú um 2500 félagskonur, en sambandið mynda öll
kvenfélög á Norðurlandi.
Elín Aradóttir hefur verið formaður þess frá 1976. Aðrar í stjórn eru:
Sigríður Hafstað, Tjörn, Svarfaðardal, ritari og Guðbjörg Bjarnadóttir
Revkjalín, Holtagötu 7, Akureyri, gjaldkeri.
Elín Aradóttir og Sigríður Hafstað við
kistu Halldóru Bjarnadóttur í Akureyr-
arkirkju í desember 1981.
Heima er bezt 189