Heima er bezt - 01.06.1984, Blaðsíða 42

Heima er bezt - 01.06.1984, Blaðsíða 42
Poiana Brasow. Á þessum stað dvaldi ferðafólkið eina viku og ætlaði að njóta suðrænnar sólar yfir páskana, en lenti í ökkla- djúpum snjó. m% f’ mörgum, sem farið höfum til messu á páskum áratugum saman. Hins vegar komumst við fljótlega inn í aðra kirkju, sem var þarna skammt frá, fremur litla, orþódoksa kirkju. Vorum við þar töluvert langa stund. Þar sáum við, hvernig barns- skírn fer fram og er hún mjög með öðrum hætti en í lútherskum sið. Ekki fór þarna fram nein helgiat- höfn, sem líkja mætti við messu hjá okkur, en ýmsar trúarathafnir sáum við, og voru þær mjög ólíkar þeim, sem hjá okkur tíðkast. Höfðum við raunar áður séð siði þessa suma, bæði í Búkarest og Sibiu. Kirkjan var öll mjög skreytt og mikið um alls konar helgimyndir, en ákaflega dimm og loftlaus. Mun hið vonda loft stafa af hinum mikla fjölda kerta, sem sífellt loga í kirkjunni, En sérhver einstaklingur, sem þangað kemur, kaupir sér kerti og heldur á því meðan hann dvelur þar, en skilur síð- an eftir á vissum stað, ef það er ekki útbrunnið, þegar hann fer. Næstum allir kirkjugestir standa meðan trúarathafnir fara fram, og raunar alltaf meðan dvalið er í þess- um kirkjum. Aðeins örfá sæti eru meðfram hliðarveggjum, og sat þar gamalt fólk, nær eingöngu konur. Sannast vissulega í mörgu hið forn- kveðna, að sinn er siður í landi hverju. Frá kirkjunni gengum við í gamalt safn, sem þar var skammt frá, og komið fyrir í fremur litlu, gömlu húsi á tveimur hæðum. Þarna hafði fyrsti rúmenski barna- skólinn verið stofnaður og sáum við þar hin frumstæðu skólaborð og kennslutæki, sem þá voru notuð. Fyrstu prentsmiðju Rúmeníu hafði líka verið komið fyrir í þessu litla safnhúsi, á efri hæðinni, og því fyrsta bók Rúmeníu prentuð þar. Keyptum við þar nokkur blöð úr þeirri bók. Prentverkið eða prentsmiðjan, sem er að sjálfsögðu harla frumstæð, er þarna til sýnis og fengum við að sjá, hvernig hún var notuð. Sitt hvað fleira var þarna að sjá, einkum gömul handrit og skjöl. Hér er því um merkilegt og sögufrægt safn að ræða. Þaðan fórum við aftur til stóru kirkjunnar, — Svörtu kirkjunnar, sem fyrr var nefnd, og komumst nú inn, en þá var messan afstaðin og misstum við því alveg af páskamessunni, eins og fyrr greinir. Við dvöldum þarna nokkra stund og fengum upplýsingar um kirkjuna í stórum dráttum. Hún er sögð stærsta kirkja Rúmeníu, byggð í gotneskum stíl. Byrjað var á smíði hennar árið 1385 og lokið 1477. Hún stórskemmdist í eldi árið 1689 og hlaut þá nafnið Svarta kirkjan, af því að veggir hennir dökknuðu þá mjög. Þetta er mjög mikil bygging og um margt stórathyglisverð, en þó miklu tilkomuminni en dómkirkjan í Þrándheimi, svo að kunnugt dæmi sé nefnt til samanburðar, Orgel kirkj- unnar er sagt eitt hið allra stærsta í Evrópu, með 400 pípum, 76 registrum (registers) og 4 nótnaborðum, og hljómur þess talinn undra fagur. Leikið er á hljóðfæri þetta vissa stund, ákveðna daga í viku, og nota margir ferðamenn sér það. Fögur tónlist er flestum til mikillar ánægju og hug- svölunar. Undir suðurvegg kirkjunnar er minnismerki af prestinum Jóhannesi Honterus, sem er brautryðjandi Lút- herstrúar í þessum landshluta og stofnaði fyrstu prentsmiðjuna í Tran- silvaníu árið 1535, þá er ég gat um fyrr. Hefur það þá verið svo til alveg á sama tíma og Jón biskup Arason stofnaði prentverk sitt á Hólum. Töluvert safn kirkjulegra muna og gamalla teppa með listrænum skreyt- ingum er í kjallara kirkjunnar, en ekki gátum við skoðað það. Því næst gengum við um borgina nokkra stund, virtum fyrir okkur gamlar og nýjar byggingar og litum meira að segja í búðir, því að þótt furðulegt væri, voru margar verslanir opnar á páskadag í þessu landi. Síðan fengum við okkur tesopa í einu allra stærsta og fullkomnasta hóteli Rúmeníu Hótel Carpati. Þarna vorum við róleg drjúga stund og skoðuðum þessa miklu höll, sem er frábærlega vönduð og ekkert virðist hafa verið til sparað. Að þessu loknu höfðum við stutta viðdvöl í borginni og héldum með strætisvagni upp til hótels okkar. En þangað áttum við að vera komin til miðdegisverðar klukkan 14. Ég hef áður sagt, að veður var svalt allan fyrri partinn og engan veginn ánægjulegt, þoka á fjöllum og þung- búið loft. Voru það öllum að sjálf- sögðu mikil vonbrigði, þar sem ferð þessi var fyrst og fremst farin til að njóta sólar á suðlægum slóðum í páskaleyfi, — og til að lengja íslenskt sumar. Um klukkan 4 til 5, er menn höfðu notið miðdagshvíldar og hugðust kynnast nánar hinu fagra umhverfi, var veðrið sýnu verra en fyrr, þar sem nú var farið að snjóa í logni, eins og við segjum oft heima, og þokan, grá og grettin, byrgði að mestu alla útsýn. Við fórum þó flest út til að kynnast 222 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.