Heima er bezt - 01.06.1984, Blaðsíða 31
Til þess að færa nú meiri líkur fyrir
þeim skoðunum mínum, sem fram
komu hér á undan, þá ætla ég enn að
tilfæra tvær frásagnir, sem nútíma
sjáendur hafa sjálfir látið mér í té.
SÝNIR MATTHÍASAR
Við Þorsteinn Guðjónsson áttum eitt
sinn tal við mann ættaðan frá Hellis-
sandi, að nafni Matthías. Sagði hann
okkur margt athyglisvert af sýnum
sínum, sem flestar voru í vökuástandi.
Samkvæmt skilningi mínum má rekja
þær flestar til sambanda við verur á
öðrum hnöttum.
Mjög mikið og náið samband
sagðist Matthías hafa haft við huldu-
fólk, að því hann ætlar. Huldumeyjar
sagði hann hafa komið upp í rúm til
sín og samrekkt sér, og hafi þær verið
fullkomlega raunverulegar viðkomu
eða mennskar. Sagði hann, að þetta
hafi oftast gerst, er hann var háttaður
en ekki að fullu sofnaður, að því hann
telur og bendir þetta til mjög náinnar
samskynjunar við einhvern annan,
sem raunverulega hefir fengið konu í
rúm til sín.
Stundum sagðist Matthías hafa séð
eins og tvöfalt landslag, þegar hann
var úti staddur, og er það sérstaklega
eftirtektarvert. Sagðist hann þannig
hafa séð fjöllin og annað landslag
þarna á Snæfellsnesinu, ásamt því að
annað landslag og honum ókunnugt
hafi borið fyrir hann, og taldi hann
það vera álfaheim. Liggur mjög ljóst
fyrir, að þarna er um að ræða lands-
lag, sem fjarlægur sýngjafi hefir verið
að horfa á, en vegna þess, að Matthías
er vakandi að nokkru, sér hann einnig
umhverfi sitt, en þó nokkru óljósar en
venjulega. Hefði hann lokað augum,
mundi hann aðeins hafa séð sam-
bandssýnir og þá ef til vill skýrar en
ella.
Tröll taldi Matthías sig hafa séð og
talað við nokkrum sinnum. Var það
einkum upp við kletta nokkra í ná-
grenni Hellissands. Sagði hann þau
vera 4 til 5 álnir að hæð eða um 3
metra, og voru þau afar fallegt fólk,
vel vaxið, bjart yfirlitum og norrænt á
svip. Eitt sinn, er hann var á leið heim
til sín frá þessum klettum, segir hann
að slegist hafi í fylgd með sér tröll-
kona ærið há og mikil, en fagurvaxin
og fríð ásýndum. Gekk hún á hlið við
hann mikinn hluta leiðarinnar og tal-
aði eitthvað án þess þó hann greindi
orðaskil. Þetta var um kvöld og niða-
myrkur, en þó gat hann séð stúlku
þessa svo vel sem um hábjartan dag,
og lýsti hann fyrir okkur klæðnaði
hennar og öðru útliti. Er þar enn ein
sönnun þess að hér hafi verið um
fjarskynjun að ræða, og er ekki um að
villast, að það fjarsamband hefir þá
verið við íbúa annars hnattar. Slíkt
fólk sem þetta er ekki tii á þessari jörð,
ekki svo gjörvulegt og varla svo frítt.
Þá sagði Matthías okkur frá því, að
eitt sinn, er hann var staddur uppi á
fjalli einu nálægt Hellissandi, sá hann
hjört, en slíkt dýr hafði hann ekki áð-
ur séð, nema á mynd. Sá hann hjört
þennan nærri sér, og var hann fagur á
að líta og hafði gullhorn, að honum
virtist, og hefir þar auðvitað ekki verið
um að ræða neitt dýr á Snæfellsnesi.
Eitt sinn sagðist Matthías hafa farið
gangandi alllanga ferð frá Hellissandi
út á nesið. Lagði hann af stað undir
kvöld, en kom heim aftur síðari hluta
leiðarinnar heim bar svo undarlega
til, að hann sá sól allhátt yfir sjávar-
fletinum, og virtist honum hún standa
þar kyrr. Virtist honum sól þessi í líkri
hæð og sól hafði verið um það leyti,
sem hann lagði af stað í ferðina
heiman frá sér. Þótti honum undar-
legt, að sólin hefði staðið þarna kyrr
allan tímann, sem hann var í ferðinni,
líklega um 8 klukkustundir. Því tók
Matthías eftir, að sólin var að þessu
sinni miklu rauðari en venjulega, og
er það í góðu samræmi við, að þarna
hafi raunverulega verið um að ræða
sýn frá jarðstjörnu með bundinn
möndulsnúning og fylgjandi rauðri
sól.
Annars minnir þetta nokkuð á frá-
sögn Jósúabókar af því, er sólin beið
heilan dag, meðan ísraelsmenn háðu
orrustu við óvini sína, og er líklegt, að
sú saga sé að einhverju leyti tilorðin
fyrir slíkt samband sem þetta. Vegna
samstillingar hermannanna undir
stjórn Jósúa er vel hugsanlegt, að
skapast hafi samband við skylda en
lengra komna íbúa annars hnattar, og
að það samband hafi gert ísraels-
mönnum sigurinn auðunnari um leið
og það gaf þeim sýn til sólar á líkan
hátt og Matthías hlaut þarna á heim-
leið sinni.
Vegna þess, að hin hugséða eða
fjarskynjaða sól fyllti svo mjög skynj-
un og huga Matthíasar, tók hann ekki
eftir hvarfi þeirrar, sem þessari jörð
lýsir og hann áður hafði séð eigin
augum.
Og meðan á orrustunni stóð, er
hugsanlegt, að ísraelsmönnum hafi
farið eitthvað líkt.
*Öldulengd: Röðin er háð öldulengd
Ijósgeislanna: rauðir geislar hafa
lengsta öldulengd, en bláir skemmsta.
Litrófið nœr yfir hinn sýnilega hluta
rafrófsins, sem er miklu umfangsmeira.
Rafróf: safn allra tegunda af raföldum,
raðað eftir tíðni eða bylgjulengd í eina
samfellu. Minnsta tíðni hafa útvarps-
bylgjur, síðan koma Ijósbylgjur, en
mesta tíðni hafa háorkubylgjur (rönt-
gengeislar og gammageislar). (Úr
Stjörnufræði og rúmfræði eftir Þorstein
Sæmundsson).
Heimaerbezt 211