Heima er bezt - 01.06.1984, Blaðsíða 34
ÞÓRIR
FRIÐGEIRSSON,
Landamótsseli:
Fyrsta
kaupstaðarferðin
min
Fyrsta kaupstaðarferðin á
öðrum áratug aldarinnar
— hún var á við fyrstu ut-
anlandsferðina hjá börn-
um nútímans. Fjölskylda
Þóris bjó í Landamótsseli í
Kinn, S.-Þing., á þessum
tíma, en fluttist síðar að
Þóroddsstöðum. Þórir býr
nú á Húsavík. Það er birta
og kímni yfir þessari
bernskuminningu hans.
Þá var hann loksins runninn upp hinn
langþráði dagur, sem ég hafði hlakk-
að svo mikið til síðan ákveðið var að
ég skyldi fá að fara í kaupstaðinn með
pabba, þegar hann færi ullarferðina
til Akureyrar. Ég vaknaði fyrir allar
aldir morguninn þann og hafði enga
lyst á morgunmatnum fyrir ferða-
hrolli. Ullarferðina fór pabbi í félagi
við Árna bróður sinn, bónda á Finns-
stöðum, og hafði hvor þeirra tvo hesta
undir ullarklyfjum.
Vel gaf okkur ferðaveðrið, lognblíð
hlýindi og nokkurt sólfar. Fyrsti hluti
leiðarinnar var mér velkunnur, eða
inn fyrir Stórutjarnir í Ljósavatns-
skarði, þangað höfðum við Einar
bróðir minn gengið undanfarin haust
með mömmu í kynnisferð til frænd-
fólksins. Nú var svipur Skarðsins allur
annar en verið hafði á þeim haust-
dögum, birkiskógurinn í Krosshlíð
var nú búinn sínu grænasta skarti.
Hvergi gáraðist flötur Ljósavatnsins
og hvassbrýnd fjöllin sunnan Skarðs-
ins spegluðust svo skýrt í vatnsfletin-
um, að naumast varð greint hvað var
vatn og hvað var land. Þegar lengra
kom inn í Ljósavatnsskarðið var ég að
kanna ókunna stigu. Fagrar voru
iðjagrænar skógarhlíðarnar á hægri
hönd með gneipum klettabrúnum,
sem bar við bláa heiðríkjuna. Og ris-
mikill virtist mér Hálshnjúkur, þar
sem hann gnæfði við himin á vinstri
hönd. Það þótti mér með miklum
ólíkindum, þegar pabbi sagði mér, að
ofan af hnjúknum hefði Ólafur
Bjarnason frá Krókum brunað á
skíðum og staðið alla brekkuna. Slíkt
fannst mér ganga göldrum næst.
Sporadrjúgir voru Hálsmelarnir,
samt vannst sú leið þó hægt væri farið,
aðeins fót fyrir fót. Þegar melunum
hallaði niður til Fnjóskár opnaðist sýn
suður Fnjóskadalinn og hið næsta
austan árinnar blasti Vaglaskógur við,
en niðri í árgilinu gat að líta það feg-
ursta og mesta mannvirki, er ég þá
hafði augum Iitið: steinbogabrúna á
Fnjóská. I orðvana undrun og aðdá-
un starði ég á brúna, þessi stóri og
glæsilegi steinbogi svo sem sveif
þarna í loftinu og virtist þyngdarlög-
málið verða að engu.
Þegar við komum niður að brúar-
sporðinum lét Árni frændi þau orð
falla, að raunar vildi hann nú helzt
alltaf ganga yfir þessa brú, þó sat
hann á hesti sínum yfir hana í þetta
sinn.
Og nú lögðum við á brattann.
bratta Vaðlaheiðar. Það marraði í sil-
unum á ullarklyfjunum, þegar klár-
arnir strituðu upp brekkuna og þeir
svitnuðu undir burðinum. Vaðlaheið-
in fannst mér löng og leið, gróðurinn
var allur annar og fáskrúðugri en ég
hafði séð á Fljótsheiðinni. En útsýn af
heiðinni bæði suður til afdala
Fnjóskadals, sem blánuðu í fjarlægð-
inni, og norður til Flateyjardalsheið-
arinnar var stórfenglega fögur og
heillandi.
Þegar við tókum að nálgast vestur-
brún heiðarinnar komu hæstu tindar í
fjallgarðinum vestan Eyjafjarðar í
ljós, smátt og smátt reis fjallgarðurinn
upp fyrir heiðarbrúnina. Öll voru þau
fjöll miklu hvassbrýndari og hrika-
legri, en þingeysku heiðarnar þar sem
þau blánuðu í fjarskanum með fannir
í skálum og á tindum. Og nú sá niður í
Eyjafjörðinn bláskyggðan þar sem
Hrísey svam í miðjum firði. Þarna
handan fjarðarins var fyrirheitna
landið, sjálf draumaborgin Akureyri.
Ógnarlegur fjöldi húsa virtist mér þar
samanhnepptur á litlum bletti, og víst
var gaman að virða kaupstaðinn fyrir
sér þarna af heiðarbrúninni. Hvað
mundi þá verða er inn í bæinn kæmi?
Áfram bar ferð okkar, og var nú létt-
ara fyrir fæti hestanna niður Bröttu-
brekku og heiðarhöllin niður að
Varðgjá. Þangað fórum við heim og
föluðu þeir bræður, pabbi og Árni,
ferju þaðan vestur yfir fjörðinn. Á
leiðinni frá Varðgjá brekkuspöl niður
að fjörunni sá ég í fyrsta sinn þrílita
fjólu, sem greri þar í flekkjum í
mólendinu. Ég varð sem bergnuminn
i-af fegurð blómsins og þótti mér þá
sem ég hefði ekkert jafn fagurt blóm
augum litið.
í fjörunni voru ullarklyfjarnar ofan
teknar, reiðingum og hnökkum sprett
af hestunum, sem urðu frelsinu fegnir,
veltu sér í sandinum, risu á fætur
hristu sig og frísuðu, en gripu síðan
með góðri lyst í vallendisgróðurinn
ofan fjöruborðsins. Þeir voru síðan
faldir umsjá Varðgjármanna.
Nú var báti hrundið á flot, ullin
borin um borð og við þremenning-
arnir klöngruðumst upp í bátinn, en
ferjumaðurinn ýtti frá landi. Þetta var
í fyrsta skipti, sem ég flaut á fjöl og því
alveg ný reynsla fyrir mig, ofurlítið
kitlandi tilfinning og ekki með öllu
laus við ótta fór um mig, þegar bátur-
inn valt, sem þó var smávægilegt, því
sama blíðan var á og verið hafði allan
daginn, sjór spegilsléttur. Bátsferðin
tók skamma stund, lent var við
Höepfnersbryggju því ull sína ætluðu
bræðurnir að leggja inn í reikning hjá
Höepfnersverzlun. Ullarpokunum
var skotið upp á bryggjuna og ég
klifraði á eftir. Jæja, þá var ég stiginn
á land í þeim mikla stað Akureyri.
Hvað mundi nú Akureyri svo hafa að
sýna af lystisemdum og merkilegum
hlutum?
214 Heimaerbezt