Heima er bezt - 01.06.1984, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.06.1984, Blaðsíða 25
Um höfund greinarinnar, dr. S. L. TUXEN Dr. S. L. Tuxen fæddist í Kaup- mannahöfn 8. ágúst 1908. For- eldrar hans voru dr. phil. Poul Tuxen prófessor við Hafnarhá- skóla (d. 1955) og kona hans Anne Margrethe Mollerup (d. 1928). Dr. Tuxen kvæntist Jytte, f. Ahlmann Lorentzen, kennara í hússtjórnarfræðum, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust mörg börn. — Þess má geta svo sem til gamans, að forfaðir Tuxen- ættarinnar var Tycho Brahe (1546-1601), sem byltingu olli á sviði stjörnufræðinnar. Dr. Tuxen lauk meistaraprófi í dýrafræði 1933, starfaði síðan að rannsóknum við Dýrasafnið í Höfn (Zoologisk Museum). Sér- grein hans var skordýrafræði. Doktorsritgerð hans fjallaði um dýralíf í íslenzkum laugum og hverum og nágrenni (The hot springs oílceland, 1944). Dr. Tuxen var meðal færustu manna í sérgrein sinni. Fulltrúi var hann í fastanefnd alþjóða samtaka skordýrafræðinga 1951- 1972, forseti þeirra frá 1964, síðar heiðursfélagi. Hann vann að rannsóknum um allar jarðir, m.a. á íslandi (fimm sinnum) og í Braslilíu (sjábókina: Etsted ved Amazonas, 1972). Gistiprófessor var hann við University of California 1966-1967 og fyrirles- ari við háskóla í öllum heimsálf- um. Hann var heiðursfélagi ým- issa stofnana og samtaka víða um heim, svo sem Academia Brasileira de Ciencias; Academia Italiana di Entomologia, sams konar stofnunar í Moskvu og enn víðar. Hann gaf út fjölda vísindarita, auk bóka og bæklinga sagnfræði- legs efnis öðrum þræði, ritstýrði m.a. hinu mikla ritsafni um dýra- fræðiíslands, TheZoology oflce- land, síðan 1937 til dauðadags. Dr. Tuxen tók sérstöku ást- fóstri við íslenzka menningu. Hann kom fyrst til íslands í rannsóknarleiðangur 1932 og dvaldist á Mælifelli í Skagafirði í þrjár vikur; árið eftir í þrjá mánuði og 1937 í fimm mánuði. Oftar kom hann til landsins, síðast 1973. Dr. Tuxen var mikill tungu- málagarpur, íslenzku nam hann svo vel, að hann gat skjótt lesið og skilið málið til hlítar og var sæmilega mæltur á það, en ritaði þó öllu betur, legði hann sig fram. Eina grein a.m.k. ritaði hann á íslenzku, endurminningar frá ,,Skagafjarðarárum“ sínum (Vís- indamaður í sveit 1932-1937; Skagfirðingabók 1975). Þrátt fyrir meiri kynni af öðrum þjóðum en almennt gerist eða kannski vegna þeirra, taldi hann sig um- fram allt Skagfirðing! Hann fylgdist vel með öllu, sem gerðist þar í héraði, en á ferðum sínum hafði hann kynnzt fjölda skagfirzkra heimila. Raunar mátti segja, að hann væri gagnkunn- ugur norðanlands og sunnan. Fjalllendinu, sem skilur að norð- lenzkar og sunnlenzkar byggðir var hann þrautkunnugur. Áhugi dr. Tuxens beindist ann- ars að sundurleitustu efnum; hann lét sér fátt mannlegt óvið- komandi. Oft þótti mér furðu sæta, hve víða hann var heima. Þjóðminja- og þjóðháttafræði átti rík ítök í honum, og nokkuð skrif- aði hann um þjóðháttafræðileg efni. Hann var kunnur safnari þjóðlegra menja, átti og mikið safn muna, er borizt höfðu honum hvaðanæva. Hann safnaði t.a.m. skóm af gamalli gerð frá öllum heimshornum, átti þ.á.m. allar gerðir af ízlenzkum skóm, sem notaðar voru hér á 19. öld. Safn hans á þessu sviði var, að sögn, eitt hið mesta í Evrópu. Það er nú varðveitt í Nationalmuseet í Höfn. Safn hans af náttúrufræði- legum ritum var og mikið að vöxtunum og sérstætt. Það er nú einnig komið á safn. Auk sér- fræðirita átti hann mikið bóka- safn á ýmsum þjóðtungum, svo sem skáldsögur og ljóðabækur og íslenzkar bækur skipuðu þar virðulegan sess. Dr. Tuxen var mikill listunn- andi, þótti fær tónlistarmaður, píanóleikari, og lék lengi í kvartett, sem skipaður var mönnum úr fjölskyldunni, naum- ast hefur hann þó leikið opin- berlega. Hann var einnig liðtækur teiknari. Hann átti ættir að rekja til þeirra, sem stund lögðu á þess- ar listgreinar. Eftir að dr. Tuxen lét opinber- lega af störfum, naut hann sem fyrr allrar aðstöðu í Dýrasafninu. Hann var sískrifandi um sund- urleitustu efni og þess á milli voru þau hjón á ferðalögum í fjar- lægum heimshlutum, oft á lítt þekktum stöðum, þar sem komizt varð í nánari snertingu við frum- stæða menningu. Síðasta árið, sem hann lifði, lagði hann mikið kapp á að kynnast sem gerst ýmsum þjóðháttum, sem tengd- ust á einhvern veg fræðigrein hans. Síðasta bréf, sem fór okkar á milli, fjallaði um slík efni. Dr. Tuxen varð riddari af ís- lenzku fálkaorðunni 26. apríl 1974. Þau hjón voru í sumarhúsi á eyjunni Als við Suður-Jótland, er dauða hans bar skyndilega að, hinn 15. júní 1983. Kristmundur Bjarnason. Heimaerbezt 205

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.