Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.07.1988, Blaðsíða 14
taka það fram, að ég var umsjónarmaður bekkjarins og sat því út við glugga, til þess að geta fylgst með loftræsting- unni. Morguninn eftir var Ingólfur uppi, öldungis ólesinn og auðvitað sár yfir þessum hrekk meistara. Ég fylgdist mjög nákvæmlega með framvindu yfirheyrslunnar og langaði ákaflega mikið til þess að hann kallaði á mig, þar sem ég hafði ekki treyst fyrirheitinu of vel og hafði þar að auki áhuga á efninu. Þess vegna tók ég tjaldið frá glugg- anum og horfði út eins og þar væri eitthvað, sem vekti athygli mína fremur en námsefnið. Lengi vel gerðist ekkert. Þá kallar hann allt i einu: „Kröyer, getið þér sagt mér þetta?“ „Jú, jú,“ ég stóð á fætur og svaraði að bragði. Stefáni brá nokkuð við þessi óvæntu viðbrögð og mér þótti satt að segja ekkert að því að láta þennan krók koma á móti bragði. XVI Með séra Matthíasi Séra Matthías Jochumsson kom oft upp í skóla. Eitt sinn varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi, að drekka með honum kaffi hjá skólameistarahjónunum; já, við Haraldur heitinn Jónasson á Völlum í Hólmi í Skagafirði. Hann var um- sjónarmaður á suðurvistum. Eitt sinn um veturinn í asa- hláku og suðvestan hvassviðri hafði gamli skáldjöfurinn verið uppi í skóla lengi dags. Þegar við Haraldur komum niður um kvöldið til að tilkynna, að allir væru í skólanum, þá segir Stefán, að séra Matthías sé hjá sér og að hann þori ekki að sleppa honum einum niður brekkuna. Spyr hann okkur, hvort við viljum ekki fylgja honum niður að Sigur- hæðum. Það var auðvitað sjálfsagt og eftir kaffidrykkjuna leiddum við öldunginn báðir á milli okkar og hann þagnaði ekki allan tímann, heldur fór bókstaflega á kostum. Fyndnin rann upp úr honum, svo við Haraldur skemmtum okkur konunglega. Já, þetta var skemmtun, sem átti við okkur strákana, en séra Matthías vissi áreiðanlega, hvað við átti hverju sinni. Hann var snillingur í mannlegum samskiptum, þar fór saman vit og næm tilfinning fyrir aðstæðum og viðmælendum. Hann kom oft til Stefáns skólameistara og Stefáni þótti áreiðanlega mjög vænt um séra Matthías. Einhvern tíma barst það í tal, að séra Matt- hías væri mikill matmaður og kynni vel að meta góðan mat. Stefán sagði okkur þá sögu, að á laugardegi hafi gamli maðurinn komið til Kristínar tengdadóttur sinnar. Það var rétt fyrir hádegismatinn og hún býður honum inn og segir: „Ja, tengdapabbi, ég held þér þyki nú ekki mikið varið í að borða hjá okkur, því ég er bara með velling og súrt slátur.“ Jú, jú, hann segir ekki mikið í fyrstu, heldur situr og raular fyrir munni sér eins og honum var tamt. En eftir nokkra stund stendur hann á fætur og segir: „Kannski ég annars labbi upp til hans Stefáns skólameistara.“ Þá var karlinn svo heppinn, að það voru baunir og ket hjá meistara. Já, Stefáni þótti gaman að segja svona smávegis eftir honum. Þá man ég eftir, að séra Matthías kom með skólabrag, sem sunginn var í fyrsta skipti þetta vor. Þegar hann afhenti kvæðið rauk Stefán á hann og kyssti hann fyrir gjöfina. Anna Jónína Jóakimsdóltir fyrrum húsfreyja i Svínárnesi, móðir Jóhanns. Hún var á 93. árinu, þeyar þessi mynd var tekin. XVII Guðmundur á Sandi og íhaldið Annars komu ekki svo margir í heimsókn í skólann. Ég man eftir Guðmundi Friðjónssyni á Sandi. Þá leit Stefán inn i bekkinn. Við vorum í tíma hjá séra Jónasi á Hrafna- gili, annað hvort í sögu eða íslensku. Stefán opnar hurðina og segir: „Þið eruð boðnir á fyrirlestur hjá Guðmundi á Sandi í kvöld niðri í Samkomuhúsi.“ Svo lokar hann hurðinni og fer, en þá segir séra Jónas hægt: „Jæja, piltar mínir, nú á að fara að setja ykkur inn í stórpólitíkina." Svo fórum við náttúrlega á fyrirlesturinn og að sjálfsögðu höfðum við ýmislegt við þann fyrirlestur að athuga. Þótti okkur skáldið í meira lagi skrítið í tilvitnunum sínum. Guðmundur var hreinræktaður íhaldsmaður og var nátt- úrlega að tala um pólitík i þetta sinn. Þá komst hann m.a. að þeirri niðurstöðu, að það væri líkt með tilurð íhaldsins og þegar Guð hefði skapað skottið á refinn. Það hefði skaparinn gert til þess að hann kollhlypi sig ekki. Eins væri það hliðstætt dæmi í nútímanum, þegar tæknin væri komin til skjalanna, þá væru lestarvagnarnir tengdir aftan í eim- reiðina og legðust allir á eitt, þegar þyrfti að hægja ferðina eða bremsa. Við settumst niður nokkuð margir á eftir, til þess að skrifa þakkarbréf til Guðmundar fyrir rausnarlegt boð hans og þá fræðslu, sem hann hefði veitt okkur. Hins vegar hefði það komið á óvart þetta með skottið á refnum 230 Heimaer bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.