Heima er bezt - 01.07.1988, Blaðsíða 17
A Skersvíkinni.
fékk sér síðar mótorbát sjálfur. En upphaf útgerðarinnar
var það, að Gísli og Þorsteinn höfðu báðir verið hand-
færaveiðimenn á skútum og kynntust þar, en Þorsteinn var
þá ennþá heimilisfastur á Viðivöllum í Fnjóskadal. Svo fór
að þá félagana langaði til að hefja sjálfstæða útgerð saman.
Byrjuðu þeir þá heima með einn árabát, sem pabbi smið-
aði. Þetta var sexróinn bátur og reru þeir á honum sumarið
1906. Síðar fóru þeir að gera út í stærri stíl í félagi við þá
bræður, Magnús og Friðrik. Árið 1907 byggðu þeir sér
sjóhús í Þorgeirsfirði. Þar var bæði íbúðarhús og salthús.
Þarna ytra voru reyndar tvær útgerðir, en hina ráku Jör-
undur Jörundsson í Hrísey, faðir Guðmundar stórútgerð-
armanns, og Ármann Sigurðsson.
Við útgerð Gísla og félaga voru a.m.k. 10 karlmenn og 4
til 5 stúlkur. Venjulega voru beitinga- eða línustúlkur fjórar
og svo ein matráðskona. Ella systir var ráðskona þetta
sumar, en áður María Guðjónsdóttir kona Þorsteins og
móðir Garðars. Húsið var talsvert stór timburbygging. Á
neðri hæð var eldhús og svefn- og matskáli; borð eftir
honum endilöngum, en kojur báðum megin við það. Tvö
herbergi voru uppi í risinu. Þar bjuggu stúlkurnar í öðru, en
Gísli og Jónas mágur minn frá Selárbakka höfðu hitt. Þetta
var kjarninn í byggingunni, hæð með porti og talsverðu risi,
Þegar ólendandi var á Látraströnd var farið inn á Akurlœk á
Grenivík. þar sem höfnin ogfrystihús Kaldbaks eru nú.
Jóhann Þ. Kröyer.
Myndin var tekin,
þegarhann
stóð á fertugu.
en svo var salthús öðru megin, en hinum megin beitinga-
skúr. Hús Jörundarútgerðar var hins vegar fullar tvær
hæðir, en risið lítið. Ibúðin var þá uppi, en beiting og söltun
niðri.
Þessar byggingar stóðu til 1917. Svo þetta sumar, er ég
var formaður ytra, var það næst síðasta, sem húsin stóðu
þar. Þau voru rifin, þegar Gísli og Magnús slitu útgerðar-
félaginu, og flutt heim í Svínárnes og reist þar á klöppunum
niður við sjóinn.
— Var þetta stór bátur, sem þú stýrðir?
— Hann var 9 tonn og við vorum þrír á honum.
— Átti sjómennskan vel við þig?
— Nei, nei! Sjómennskan átti aldrei vel við mig. Ég var
að vísu aldrei sjóveikur, nema þá allra fyrst, en ég var aldrei
samur á sjónum og í landi, hafði enga almennilega matar-
lyst og naut min alls ekki. Síðar var ég eitt sumar til sjós eftir
að ég fór að búa, og var þá með Jónasi Jóhannssyni frá
Selárbakka, eiginmanni Ellu systur minnar. Það var sum-
arið 1922 og stóðum við þá þrír að útgerð stærri mótor-
bátsins, Gísli föðurbróðir minn, Jónas og ég. Var ákveðið,
að ég fengi mér kaupamann við búið. Jónas var formað-
ur, en ég reri með. Þriðji maðurinn og Gísli voru í landi.
Þetta var síðasta sumarið, sem ég var við sjó, og síðasta árið,
sem mótorbáturinn var við lýði, því um vorið í maí sleit
hann upp af legufærum í norðvestan hvelli og rak á land og
brotnaði. Þar með var útgerðinni lokið.
Hér nemum við Jóhann Kröyer staðar að þessu sinni.
Kom á daginn fljótlega eftir að við tókum tal saman, að
hann hafði frá svo mörgu að segja af langri ævi, að
ómögulegt verður að koma því fyrir í stuttu spjalli. Svo vel
vill til, að þetta hefti Heima er bezt, júlí og ágúst, er stærra
en önnur tölublöð á árinu. Þess vegna er hægt að hafa
forsíðuviðtal í lengra lagi. En óhjákvæmilegt er eigi að
síður að skipta því og þess vegna verður framhald að bíða
næstu blaða.
Heima er bezt 233