Heima er bezt - 01.07.1988, Blaðsíða 5
Ljót er þessi Látraströnd,
leiti, hólar, skriður,
þar sem kletta bröttu bönd
beljar særinn viður.
Faðir minn var alis ekki sáttur við þessa kuldalegu mynd,
sem skáldkonan hafði forðum dregið upp af heimabyggð
hans og þess vegna orti hann eftirfarandi vísu:
Ljót þó þyki Látraströnd
og löður kletta viður,
drótt þar styður Drottins hönd,
dáðríki og friður.
Þorsieinn Gíslason bóndi á Svínárnesi ogAnna Jóakimsdóttir, for-
eldrar Jóhanns.
II
Foreldrar mínir
Nú eru liðin meira en 93 ár síðan ég fæddist þar, á
Svínárnesi. Það var þann 21. janúar 1895. Ég ólst þar upp
og varð þar síðar bóndi. Móðir mín, Anna Jónína Jóa-
kimsdóttir, var fædd og uppalin í Fjörðum. Faðir hennar
var Jóakim Jóakimsson bóndi á Kussungsstöðum í Flval-
vatnsfirði. Þeir feðgar, Jóakimar tveir, bjuggu þar hvor
fram af öðrum frá árinu 1835 ti! 1875. Á Kussungsstöðum
er einkar frítt útsýni m.a. til tveggja grösugra dala og yfir rís
tindurinn Darri. Þarna var oft stærst bú í Fjörðum og eins
og þú manst orti Látra-Björg:
Fagurt er í Fjörðum,
þá frelsarinn gefur veðrið blítt,
hey er grænt í görðum,
grös og heilagfiski nýtt.
Móðir mín og Guðlaugur bróðir hennar, sem bóndi var á
Bárðartjörn, kunnu góð skil á staðháttum og mannlífi þessa
sérstæða byggðarlags við nyrsta haf þar sem andstæður
sumars og vetrar voru oft í samræmi við vísu Bjargar, sem
endar svo:
En þá vetur að þeim tekur sveigja,
stað ég engan verri veit
um veraldar reit,
menn og dýr þar deyja.
Og þó lýstu þau afleiðingum vetrar aldrei með svo
sterkum orðum, enda lifðu þau þar betri tíma. Og ég átti
eftir að kynnast Fjörðum eins og síðar mun að vikið.
Faðir minn, Þorsteinn Gíslason, var fæddur á Svínárnesi
1866 og tók þar við búi eftir móður sína, þegar ég var eins
árs 1896, og bjó þar til 1920, er ég tók við jörðinni, en
hann andaðist árið 1924. Faðir hans hét Gísli Jónasson og
var fæddur í Hvammi í Höfðahverfi árið 1839 og ólst þar
upp. Hann lærði skipasmíðar í Kaupmannahöfn og fékkst
við húsa- og kirkjubyggingar og skipasmíði. Smíðaði hann
eitt af fyrstu þilskipum við Eyjafjörð, hákarlaskipið Úlf.
Gísli afi minn hóf búskap á Svínárnesi árið 1865. Kona
hans hét Rakel Jóhanna Jóhannsdóttir, dóttir Jóhanns
bónda Kröyers á Munkaþverá.
III
Bæjaröðin utan frá Látrum
inn að Grenivík
— Ef við stöldrum aðeins við og svipumst um á Látra-
strönd, Jóhann, hvað voru þá margir bæir í byggð á
bernskudögum þínum?
— Já, við skulum rifja það upp og byrja þá nyrst. Þar eru
Látur, sem var landmikil jörð og eins og ríki fyrir sig og
einangrað að landvegum. Þeir sem lesið hafa Virka daga,
ævisögu Sæmundar Sæmundssonar eftir Hagaljn, ættu að
þekkja nokkuð til staðarins. Þarna var forðum eitt af höf-
uðsetrum útgerðar hér við Eyjafjörð. Nei, það var ekki
auðvelt að komast þangað á landi, þvi skammt norðan við
Grímsnes, sem er næsti bær innar á ströndinni. ganga
miklir klettar í sjó fram og er leiðin undir þeim ófær, nema
þegar lágsjávað er og brimlaust. Leið fyrir hesta út að
Látrum er um svonefndar Látrakleifar, sem eru a.m.k.
fjögur hundruð metra yfir sjó þarna uppi í fjallinu og síðan
þurfti að halda niður Eilífsdal og þá tekur við allbreitt
undirlendi með sjónum. Á því miðju stendur bærinn á
Gísli Jónasson, föðurafi Jóhanns, og kona hans Rakel
Jóhanna Jóhannsdóttir (hún nefndi sig aldrei Kröyer).
Heimaerbezt 221