Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.07.1988, Blaðsíða 8
hún skírð, en er alltaf kölluð Jonna. Gísli fyrrum bæjar- verkstjóri á Siglufirði er yngstur okkar systkina, sautján og hálfu ári yngri en ég, fæddur 1911. — Og þú hefur snemma hugsað þér að búa á Látra- strönd? — Já, ég ætlaði mér að verða bóndi, elskaði hverja þúfu á þessum stað og hugðist gera mikla hluti í Svínárnesi. Maður sér það betur núna, að möguleikar voru engir og fráleitt að ætla sér að stunda búskap við þau skilyrði. — Var þó ekki jafnan mannmargt í Svínárnesi? — Þar var alltaf mannmargt heimili, enda útvegur bæði til sjós og lands. Þá var og margt af eldra fólki — í mörg ár voru móðurforeldrar mínir í Svínárnesi og Rakel amma mín einnig. — Var langlífi í ætt þinni? — Sennilega nokkuð. Annars var faðir minn skammlíf- ur, lést aðeins 54 ára, en móðir mín varð hér um bil níutíu og fimm ára. Systir mín elsta er nú 95 ára og ég 93, Ingiveig var komin yfir áttrætt, þegar hún lést; Jonna er nú 84 ára og Gísli 77 ára. En ég man að öðru leyti ekki eftir neinu sérstöku langlífi í ættum mínum. — Nú hefi ég heyrt, að fólk hafi sóttst eftir að komast út á Látraströnd. — Það skorti ekki mat þar. Ég undrast oft núna, hvað hægt var að lifa af landgæðunum þarna. Oft man ég eftir tuttugu manns í heimili í Svínárnesi og lengst af var yfirleitt aldrei færra en 14 til 15 manns. Ekki þó kannski yfir allt árið, en langtímum saman, á vertíðum. Enda voru hjall- amir alltaf fullir af fiski, hörðum, signum og söltuðum. Það var alltaf fiskur til matar, kjötið var sjaldhafnarfæða og gott þótti, ef maður fékk kjöt um helgar. Eftir þessu sóttist fólk; rétt er það, að aldrei var erfitt að fá það til starfa á Látra- strönd. VI Sykurtoppur og lampaglös Samgangur á milli bæja var mikill, en oft var erfitt að komast leiðar sinnar á vetrum, þegar svellalög voru yfir öllu. Þá var beinlínis hættulegt að fara um þessa sæbröttu strönd öðruvísi en á mannbroddum, sem ekki voru þá alltaf til. Aldrei man ég þó eftir alvarlegum slysum á mönnum af þessum sökum. En stundum munaði þó mjóu. eins og þegar kaupamaður í Hringsdal var á ferð í Kleifunum, sem svo voru nefndar á milli Hjalla og Hringsdals. Hann missti fótanna, fór af stað og dúndraði niður, alla leið ofan í fjöru. Maðurinn var með stóran sykurtopp í poka á bakinu, en hann var óneitanlega dálítið mulinn þegar niður kom; og eitthvað bar hann af lampaglösum, sem ekki reyndust nothæf eftir þessa ferð. Hann hafði komið með varninginn innan af Kljáströnd; bundið vöruna í fetil, sem svo var nefndur. Ég hygg að sykurtoppurinn hafi bjargað honum frá bráðum bana. Hann lá á bakinu meðan hann rann. Þetta hefur verið á milli 50 og 100 metra fall niður í fjöruna. Snarbrött, já, nærri því lóðrétt brekka, svellbunkar og hjarnfannir alla leið niður og hvergi hægt að fóta sig. VII Lánaður til að skrifa skiptiskýrslur — Verslunin hefur þá verið á Kljáströnd, en ekki í Grenivík? — Höfðabræður versluðu þá á Kljáströnd og síðan var engin verslun fyrr en kom inn á Akureyri. Kaupfélag Svalbarðseyrar var ekki með opna sölubúð að jafnaði, því það var þá pöntunarfélag. Þá var það með svokallaðar — Já, mörgum hefur sýnst Látraströnd óárennileg og lítt fallin til húskapar. — Jóhann Kröyer rifjar upp liðna tíð. 224 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.