Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.07.1988, Blaðsíða 22
Borgargerði. Þar var áður lögferja yfir Fnjóská. Þegar hér var komið sögu, sneri ég mér til Sigurbjargar Snæbjarnardótt- ur frá Ártúni og ætlar hún að skýra mér frá ýmsum atburðum, sem gerð- ust eftir að ég fluttist burt úr föður- garði. Fer hér á eftir frásögn hennar: „Haustið 1946 fóru fram fjárskipti vegna mæðiveikivarna í Grýtubakka- hreppi. Þess vegna var slátrun hafin með fyrra móti, seinnipartinn í ágúst og fyrstu dagana í september. Þá fór að rigna dögum saman, vatnið helltist úr loftinu dag eftir dag og losaði um grjót og aur í fjöllunum, skriður féllu á mörgum bæjum á tún og engjar, stífl- uðu vatnsból o.fl. f þessum náttúru- hamförum féll skriða fram af Borgar- gerðisklöppunum og nyrsta hríslan slitnaði af rót og hvarf í aurinn. Sunnan við hana, á klettanefi, var svolítil reyniviðarhrísla, sem ekki sakaði og var hún þar enn, þegar ég flutti burt úr sveitinni. Utan og neðan við klappirnar voru skrýtnir bollar eða lautir, sem við krakkarnir kölluðum „skápa“. Þeir voru grasi vaxnir og þar óx eyrarrós, sem var mikið eftirlæti okkar, mjög falleg. Það var ekki þessi algenga eyr- arrós, sem vex villt víða hér um sveitir, heldur var hún stórgerð, talin ensk tegund, hvernig sem hún hefur komist þangað. Við snertum þarna hvorki strá né stein, þegar við fengum að fara „suður í klappir“, eins og við kölluð- um það. Við vorum sannfærð um að allt þetta ætti huldufólkið og gættum þess vel, að hreyfa ekki við neinu. En þegar skriðurnar féllu, breyttist margt þarna. Mikið af túninu í Ártúni fór undir aur og grjót, því skriðan rann alla leið niður í Kvísl, en það er hluti af Fnjóská, sem rann neðan við túnið okkar. Fleiri skemmdir urðu hjá okkur í Ártúni, t.d. týndist vatns- leiðslan, svo þrjár vikur fóru í að leita uppi endann á henni. f langan tíma urðum við að sækja vatn út í læk, sem heitir Gegnislækur og er hann milli Syðrigrundar og Ártúns. Piltarnir á heimilinu gengu á skíðum yfir skrið- una, því ekki var hægt að komast öðruvísi frá bænum. Vegurinn fór í sundur á löngum kafla, síminn slitn- aði og svarðarhraukarnir okkar týnd- ust í aurflóðinu. Það kom sér illa, því þá var eldað við svörð og tað, ekkert rafmagn var þá komið í Grýtubakka- hrepp. Þegar þessi ósköp byrjuðu, var langt liðið á dag og enginn gat hugsað til þess, að leggjast til hvíldar um kvöldið, því verið gat að fleiri skriður rynnu um nóttina og þá ef til vill lent á bæjarhúsunum. Var það þá tekið til bragðs, að við öll frá Ártúni og Syðri- grund fórum út í Lómatjörn og vorum þar um nóttina. Vatnsflaumurinn milli Ytri- og Syðrigrunda var svo ægilegur, að móðir mín, Jóhanna, sem var orðin gömul kona, óð upp í hné við að komast yfir og Jón Laxdal, bóndi í Nesi, bar gamla manninn, Jón Sigurgeirsson á Syðrigrund, á bakinu yfir versta lækinn. Lítið var sofið um nóttina á Lóma- tjörn, þó allt væri gert fyrir okkur. Við vorum mjög kvíðafull. Hvernig myndi verða umhorfs í Ártúni, er við kæm- um heim? En það fór betur en á horfðist, því þegar við sáum heim morguninn eftir, sögðu synir okkar: „Jú, bærinn stendur ennþá,“ og allir voru fegnir. Mikill tími og erfiði fór í að hreinsa og laga til eftir þessi skriðuföll og á 238 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.