Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1988, Síða 9

Heima er bezt - 02.10.1988, Síða 9
ENLHJRMINMNGAR INDRIÐI G. PORSTEINSSON: ÁFRAM VEGINN Sagan um Stefán Islandi. Hér kemur fjöldi manns viö sögu, stíll Indriða er leikandi léttur og frásögn Stefáns fjörug og skemmtileg. Bók 344 HEB-verð kr. 500,00 GUNNAR BJARNASON: LÍKABÖNG HRINGIR I þessari bók segir Gunnar Bjarnason frá ýms- um afskiptum sínum af málefnum landbúnað- arins. Fyrst og fremst er þetta þó sagan um eins vetrar skólastjóradvöl hans á Hólum í Hjaltadal, forsögu þess og eftirmála. Á meðan Gunnar var skólastjóri Bændaskólans á Hól- um voru geysilega mikil blaðaskrif um störf hans þar, jafnvel svo jaðraði við rógsherferð. Endaði það með því að hann var hrakinn frá störfum af flokksbróður sínum, Ingólfi Jónssyni frá Hellu, þáverandi landbúnaðar- ráðherra. Fleiri háttsettir menn koma hér við sögu og í þessari bók jafnar Gunnar reikning- ana. Hafi einhver haldið að Gunnar ætlaði að láta þessi mál liggja í þagnargildi, þá þekkir sá hinn sami ekki Gunnar Bjarnason. í krafti mælsku sinnar og samvisku svarar Gunnar fyr- ir sig svo um munar. Bók 421 HEB-verð kr. 400,00 GUÐLAUG BENEDIKTSDÓTTIR: SKJÓLSTÆÐINGAR Dulrænar frásagnir. Enginn sem þekkir Guðlaugu Benediktsdóttur efast um, að allt er rétt og sannleikanum samkvæmt, sem hún segir frá, því að yfir varir hennar kemur aldrei ósatt orð. Dulrænir hæfi- leikar Guðlaugar eru furðulegir. Bók 278 HEB-verð kr. 300,00 ÁRNI JAKOBSSON frá Víðaseli: Á VÖLTUM FÓTUM Sjálfsævisaga. Þetta er sjálfsævisaga fatlaðs, fátæks alþýðu- manns, hetjusaga, sögð af karlmennskuró og yfirlætisleysi. Kjarkurinn bilaði aldrei. Bók 186 HEB-verð kr. 300,00 BJÖRN HARALDSSON: LÍFSFLETIR Hér er saga glæsileika og gáfna, mótlætis og hryggðar, baráttu og sigra. Þcssi bók færir okkur svo sannarlega heim sanninn um það að manneskjan getur orðið stærst og sterkust í mótlæti. Bókin fjallar um Árna Björnsson tónskáld og starf hans fyrir og eftir fólskulega árás sem á hann var gerð árið 1952. Bók 403 HEB-verð kr. 400,00 VILHJÁLMUR S. VILHJÁLMSSON: HEIM TIL ÍSLANDS Endurminningar hjónanna Elísabetar Helga- dóttur og Thor J. Brand. Þetta er síðasta bókin, sem Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson skrifaði, en hjónin Elísabet Helga- dóttir og Thor J. Brand fluttust hingað frá Vesturheimi og voru um skeið húsráðendur á Þingvöllum. Frú Elísabet er fædd og uppalin í Kanada en Thor ólst upp á Austfjörðum, fluttist vestur um haf rúmlega tvítugur og dvaldist þar í aldarfjórðung við margvísleg störf, allt frá Klettafjöllum norður að Hudson- flóa, en starfaði þó lengst í Winnipeg við bygg- ingaframkvæmdir. Frásögnin í bók þessari er einkar lipur og geðþekk. Prýdd mörgum myndum. Bók 390 HEB-verð kr. 250,00 GUÐMUNDUR JÓNSSON, garðyrkjumaður: HEYRT OG SÉÐ ERLENDIS Höfundur stundaði garðyrkjustörf í Dan- mörku um margra ára skeið, og segir frá fjölmörgum atvikum, sem komu fyrir hann. Hann er kunnur fyrir ritstörf á seinni árum. 132 bls. Bók 27 HEB-verð kr. 150,00 STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöðum: HLAÐIR í HÖRGÁRDAL Þetta er þjóðháttalýsing frá fyrstu áratugum þessarar aldar. Höfundurinn, Steindór Stein- dórsson fyrrverandi skólameistari, rekur þar daglegt líf á norðlensku sveitaheimili, þar sem mætast hættir og viðhorf tveggja alda. Bók þessi hefur fengið mjög lofsamlega dóma þeirra sem um hana hafa fjallað í fjölmiðlum og hefur henni einna helst verið líkt við Þjóð- hætti sr. Jónasar Jónassonar, enda skyld þeirri bók um efnisval og efnismeðferð. Bók 410 HEB-verð kr. 300,00 ERLINGUR DAVÍÐSSON, ritstjóri: NÓI BÁTASMIÐUR Kristján Nói Kristjánsson var í daglegu tali nefndur Nói bátasmiður. Nói bátasmiður hef- ur smíðað fleytur af mörgum stærðum og gerðum, allt frá jullum og skektum, árabátum, trillum og mótorbátum, upp í 140 tonna fiski- skip. Þessir bátar og skip bera höfundi sínum það vitni, að haíin sé dverghagur smiður, og að honum sé sú gáfa gefin við smíði báta, sem hvorki verður að fullu kennd né heldur lærð, en listagyðjan ein gefur eftirlætisbörnum sín- um í vöggugjöf. Erlingi Davíðssyni, ritstjóra, hefur tekist einkar vel að skrá sögu þessa sér- kennilega manns. Bók 397 HEB-verð kr. 400,00 Bókaskrá 9

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.