Heima er bezt - 02.10.1988, Síða 26
BARNA OG UNGLEVGABÆKUR
MAGNEA FRÁ KLEIFUM:
HANNA MARÍA OG PABBI
Hér kemur þriðja bókin um hana Hönnu
Maríu, ekki síður skemmtileg en hinar tvær
fyrri.
Bók 310 HEB-verð kr. 300,00
MAGNEA FRÁ KLEIFUM:
HANNA MARÍA OG VIKTOR
VERÐA VINIR
Tvíburasystkinin Viktoría og Viktor úr
Reykjavík dvelja ennþá sumarlangt í Koti og
allir krakkarnir lenda í ýmsum ævintýrum og
jafnvel mannraunum. Og nú skeður það
skrýtna, að Hanna María og Viktor verða
perluvinir, en það hefði ekki þótt trúlegt þegar
þau hittust fyrst. En allt er gott sem endar
vel.
Bók 336 HEB-verð kr. 300,00
MAGNEA FRÁ KLEIFUM:
HANNA MARÍA OG
LEYNDARMÁLIÐ
Petta erfimmta bókin um ærslabelginn Hönnu
Maríu, sem ennþá er heima í Koti hjá afa sín-
um og ömmu, enda þótt hún sé nú óðum að
stækka og fari sjálfsagt að fljúga burt úr
hreiðrinu áður en varir. En nú koma nýjar
persónur til sögunnar, þau systkinin Björk og
Baddi, sem Hanna María hefur boðið til sum-
ardvalar hjá afa og ömmu. Þeir Baddi og
Sverrir verða strax vinir og svo koma þau
Viktor og Viktoría í heimsókn. En Hanna
María á leyndarmál sem upplýsist íbókarlok.
Bók 400 HEB-verð kr. 300,00
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR:
JÓA GUNNA
Ævintýri litlu, brúnu bjöllunnar.
Skemmtileg saga fyrir krakka upp að tíu ára
aldri. 86 bls.
Bók 219 HEB-verð kr. 250,00
ÓMAR BERG:
PRINSINN OG RÓSIN
Gullfalleg ævintýrabók í stóru broti með
mörgum óviðjafnanlegum vatnslitamyndum
eftirlistakonuna Barböru Árnason. -23 bls.
Bók 195 HEB-verð kr. 250,00
ESTRID OTT:
SISKÓ Á FLÆKINGI
Þetta er áreiðanlega sú besta af barna- og ung-
lingabókunum, sem Estrid Ott hefur skrifað,
og þá er ekki lítið sagt. 205 bls.
Bók 261 HEB-verð kr. 300,00
LEIF HALSE:
STRÁKARNIR í STÓRADAL
Mjög skemmtileg, litprentuð myndasaga í
stóru broti með sex litprentuðum teikningum
á hverri blaðsíðu. ívar Pettersen teiknaði
myndirnar. Sigurður Gunnarsson íslenskaði
textann. - 16 bls. Falleg bók fyrir yngstu les-
endurna.
Bók 249 (ób.) HEB-verð kr. 60,00
INGEBRIGT DAVIK:
ÆVINTÝRI í
MARARÞARARBORG
Inn í þessa fjörugu barnasögu eru fléttaðir
margir skemmtilegir söngvar, sem allir krakk-
ar hafa gaman af. Og það er enginn annar
en Kristján frá Djúpalæk sem hefur þýtt sögu-
na og Ijóðin af sinni alkunnu smekkvísi. - Út
er komin SG-stereo hljómplata (SG-079) og
á henni eru allir söngvarnir fluttir. Flytjandi
er Helgi Skúlason en hljómsveitarstjóri er Jón
Sigurðsson. Teikning á kápu er eftir Hilmar
Helgason teiknara.
Bók 337 HEB-verð kr. 250,00
RAGNAR ÞORSTEINSSON:
FLÖSKUSKEYTIÐ
,, . . . Þessi saga er mjög skemmtilega rituð.
Félagarnir lenda í ýmsum ævintýrum, sumum
næsta furðulegum, þó ekki svo, að með ólík-
indum verði að teljast . . . siglinga- og sjávar-
lýsingar Ragnars eiga ekki marga sína líka á
íslensku máli.“
- Guðmundur Gíslason Hagalín.
Bók 369 HEB-verð kr. 300,00
GESTUR HANSON:
STRÁKUR Á
KÚSKINNSSKÓM
Afbragðsgóð og skemmtileg barnabók.
Bók 41 HEB-verð kr. 300,00
GESTUR HANSON:
IMBÚLIMBIMM
Mjög skemmtileg barnabók 122 bls. Jafnt fyrir
stelpur og stráka.
Bók 191 HEB-verð kr. 200,00
H RIDER HAGGARD:
NÁMUR SALÓMONS
KONUNGS
Þessi heimsfræga saga um leitina að auðæfum
Salómons konungs, sem falin voru í landi
Kukuananna langt inni í Mið-Afríku. Mynd-
skreytt. 229 bls.
Bók 217 HEB-verð kr. 300,00
HJÖRTUR GÍSLASON:
BARDAGINN VIÐ
BREKKU-BLEIK
Glóblesi og Hrímfaxi eru ungir stóðhestar. I
sumardýrð á öræfunum leikur lífið við þá. Að
vísu heyja þeir bardaga, því að báðir vildu
vera höfðingjar stóðsins, og Hrímfaxi hverfur
burt, yfirunninn. - Teikningar eftir Halldór
Pétursson.
Bók 193 HEB-verð kr. 250,00
HJÖRTUR GÍSLASON:
SALÓMON SVARTI
4. útgáfa.
Halldór Pétursson teiknaði myndirnar.
Bókaforlagið gefur nú þessa óhemjuvinsælu
barnabók út í 4. prentun, en fyrst kom hún
út árið 1960. Salómon svarti vann strax hug
og hjörtu allra, enda er svarti, hornótti lamb-
hrúturinn ekki einungis ráðagóður og röskur,
heldur með skemmtilegri einstaklingum. 117
bls.
Bók 82 HEB-verð kr. 300,00
HJÖRTUR GÍSLASON:
SALÓMON SVARTI OG
BJARTUR
3. útgáfa.
Halldór Pétursson teiknaði myndirnar.
Þetta er önnur bókin um lambhrútinn Saló-
mon svarta og kom fyrst út 1961, en hefur
síðan glatt hugi og hjörtu lesenda víða. Saló-
mon svarti lendir nú í enn fleiri ævintýrum og
óborganlegum uppákomum. Sögurnar um
Salómon svarta hafa nú birst á 5 tungumálum
og alls staðar verið aufúsugestir, því þær eru
ekki aðeins rammílenskar, heldur um leið al-
þjóðlegar barnabókmenntir af bestu gerð.
Bók 88 HEB-verð kr. 300,00
FOSLIE og SLAATTO:
BÖRNí ARGENTÍNU
Besta leiðin til að kynnast þessari þjóð er
e.t.v. að skoða hlutina með augum barnsins.
Við lærum að þekkja landafræði, náttúrufræði
og fleira tengt Argentínu í fylgd barna. Auð-
velt og létt leshefti fyrir unglinga.
Bók 298 (ób.) HEB-verð kr. 50,00
INGER og KJELD FRANKLID:
BÖRN í ÍSRAEL
Þetta er létt og fróðlegt leshefti, þar sem sagt
er frá leik og störfum barna í ísrael. Bókin
skýrir að nokkru frá baráttu þessarar hetju-
legu þjóðar fyrir tilverurétti sínum.
Bók 251 (ób.) HEB-verð kr. 50,00
26 Bókaskrá