Heima er bezt - 01.09.1990, Side 6
Messað um borð í Skagfirðingi á sjómannadaginn 1990, f. v.:
Björn Jónasson, skipstjóri á Drangey, Kristján Helgason, sr.
Hjálmar Jónsson.
honum hreinum en því húsnæði sem tilheyrir nútímanum.
Annað sem sneri að búskapnum var að hætti nútímans.
Mér finnst dýrmætt að hafa kynnst sveitalífinu. Um tíma
var ég að hugsa um að fara í bændaskóla og búa síðan
í sveit. Þó var eins og sjórinn væri alltaf að toga í mig.
Það er erfitt að lýsa því. Leikirnir í bænum áttu sér stað
í fjörunni, maður dorgaði á bryggjunum og sniglaðist
kringum kallana sem voru að dútla við bátana sína.
Byrjaði sjómennskuna á varðskipi
Ég var f5 ára gamall þegar ég fór á sjóinn. Ég byrjaði
á varðskipinu Ægi. fO. júní 1970 sigldum við úr höfn.
Skipherrann var sá mikilhæfi foringi Guðmundur Kjærne-
sted. Hann hafði mikil áhrif á mann. Menn báru virðingu
fyrir frábærum hæfileikum hans, kaldri rósemi og rök-
hyggju, hvernig sem á stóð. Hann var svo öruggur sem
stjórnandi. Þjóðin veit það svo ég fer ekkert út í það
frekar. Við lentum heldurekki í neinum sérstökum mann-
raunum þessi tvö ár, sem ég var um borð. Stundum kom
hjálparbeiðni og þá var haldið til björgunarstarfa. Hluti
af starfanum var þjónusta við landsmenn í útkjálkasveit-
um og víðar, enda er Gæslan fyrst og fremst þjónusta
og hagsmunagæsla fyrir þjóðina. Eitt af því sem mér
fannst til fyrirmyndar var það að nýliðar um borð og í
sjómennsku fóru fyrst á tíu daga námskeið í splæsningu,
hnýtingum og ýmsum undirstöðuatriðum sjómennskunn-
ar, þ.e.a.s. þeim sem hægt er að læra fyrirfram.
En hvort ég hafi lent í einhverju spennandi við gæslu-
störfin. Það má kannski nefna það að þegar 50 mílna
stríðið stóð sem hæst fór ég jólatúr á varðskipi með Þresti
Sigtryggssyni. Hann var með klippurnar til taks en vand-
inn var sá að komast nógu nærri áður en Bretarnir sæu
og næðu að hífa. Einhverju sinni vorum við að lóna fyrir
austan og leituðum færis þegar fragtskip átti leið hjá.
Þröstur samdi við skipstjórann að sigla yfir þar sem
flotinn var að veiðum. Þegar þeir sáu hann koma inn
á radarinn á fullri ferð hífðu þeir upp. En flutningaskipið
sigldi sína leið ósköp sakleysislega þarna í náttmyrkrinu.
Nú, þetta var þá fragtari, hugsuðu þeir, og létu trollið
fara á nýjan leik í okkar nýju landhelgi. Þá sigldum við
af stað sömu leiðina. Bretarnir sáu siglingaljósin og hugs-
uðu með sér að þarna væri annað fragtskip enda bentu
siglingaljósin til þess. Þannig náðum við að komast að
flotanum og klippa. Þröstur segir frá þessu í bókinni
„Spaugsami spörfuglinn.“ En í þessari aðgerð stóð ég
aftur á og hélt á Ijósi. Við breyttum nefnilega siglingaljós-
unum, - höfðum þau eins og á friðsömum fragtskipum.
Þetta var ágætis ferð og skipherrann eldklár, skemmti-
legur og útsjónarsamur.
Fiskveiðar vítt um höf
Eftir þetta tók við sjómennska á fiskibátum. Ég var í
Norðursjónum á síðustu árunum sem Islendingar voru við
síldveiðar þar. Það var skorpuvinna eins og sjómennskan
er oft, stundum rólegt og langdregið, stundum mikið að
gera.
Aðspurður um skemmtileg atvik segir Kristján frá því
að þeir hafi, eftir langa útivist, komið til Færeyja. Hann
heldur áfram: Við höfðum keypt okkur tvo bjórkassa á
svörtum markaði, alveg fokdýra. Um það var ekki mikið
hugsað. Þar kom að okkur langaði að kíkja á bæjarlífið,
þótt hábjartur dagur væri. Ilát undir bjórflöskurnar var
ekki handbært svo við settum þær í sængurver og héldum
með þennan jólasveinapoka inn í miðbæ höfuðstaðar Fær-
eyinga. Sjálfsagt var einhver sláttur á okkur. A.m.k. man
ég eftir komu okkar í hljóðfæraverslun. Einhver úr hópn-
um tók til við að reyna hljóðfærin. Það vakti ekki mikla
lukku hjá stúlkunni sem afgreiddi í búðinni. Innan tíðar
var lögreglan komin, vekjandi óskipta athygli með Ijósa-
gangi og sírenuvæli. Menn tóku til fótanna og ég með
pokann góða, sem ég vildi ekki skilja við mig baráttu-
laust. Uti stukku allir yfir garðhlið og tóku strikið til
skips. Ég var þungfærari með pokaskrattann, rak tærnar
í girðinguna og kútveltist, þannig að þeir náðu mér og
35 tonn í einu hali. Bærilegt það!
274 Heimaerbezt