Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1990, Side 10

Heima er bezt - 01.09.1990, Side 10
þegar við nú ljúkum því er framundan næsta ferð á miðin. Kristján er ekkert bjartsýnn á að vel veiðist. Þó þykist ég sjá á svipnum að hann hefur fullan hug á að fylla skipið og það fljótt. Skipstjórar eru ekki margorðir áður en lagt er úr höfn. A leiðinni út fjörðinn er kannski loks tekin ákvörðun um hvert haldið skuli. Skipstjóri veit sem er að velferð og afkoma margra byggist á því að vel takist til. Hann þekkir ábyrgð sína, veit það full vel að ákveðnar væntingar eru gerðar til hans. Skipstjórar verða þó að halda rósemi sinni. Ekkert er verra til árangurs en æsingur og vanstilling. Á hafnarbakkanum veifa eiginkonur skipverja í kveðjuskyni. Þær sjá um rekstur heimilisins, annast upp- eldi barnanna og taka daglegar ákvarðanir mikið til einar, enda þótt farsíminn hjálpi nokkuð upp á sakir hvað samráð varðar. Sjómannsfjölskyldan þarf að aðlagast sín- um sérstöku aðstæðum. Um annað er ekki að ræða. Siglt er út með vissum söknuði, en fljótlega víkur sú tilfinning fyrir verkefninu, sem bíður og svo tilhlökkun eftir því að sigla inn aftur, - eftir vel heppnaða og giftusama ferð. Kristján hugsar um fjölskyldulífið og segir: Eðlilega verða fjarvistir leiðinlegar á köflum. Svo er aftur hátíð í bæ þegar heim er komið. Við hjónin höfum líklega verið meira samvistum en gengur og gerist í stéttinni. Dóra hefur verið kokkur um borð á sumrin og eins hefur hún farið með mér í siglingar. Störf hennar hafa líka hjálpað okkur til þess að taka lengri frí í landi saman. Eg lít með ánægju yfir farinn veg. Áfallalaus sjómennska og slysa- laus er mikils virði. Ég er þakklátur fyrir það. Þótt heima sé best er ég ánægður með samfélagið og starfsfélaga mína um borð. Ég tel mig hafa verið mjög heppinn með skip og skipshöfn. Við kveðjum Kristján skipstjóra og óskum honum og skipshöfninni velfarnaðar í veiðiferðinni sem nú hefst. sjálfum þeim og byggðarlaginu til hagsbóta. Skagfirðingur SK 4 á siglingu. 1. og 2. stýrimaður fylgjast með lóðningum á fisksjá af sýnilegri velþóknun, f.v.: Gunnar Steingrímsson (2. stýrimaður) og Gísli Eymarsson (1. stýrimaður). Dóra leysir kokkinn afí sumarleyfi. verður maður auðvitað að treysta á sjálfan sig. Þótt upp- lýsingar séu góðar verður skipstjórinn að vera sjálfstæður og öruggur í ákvörðunum fyrir sig og sína. Maður kynnist mörgum og á orðið ágæta félaga á öðrum skipum flotans. Gegnum talstöðina og símann þekkjast menn vel, þótt þeir hafi kannski aldrei sést. Það getur svo verið skondið að hitta þessa sömu menn, t.d. á árshátíðum eða fundum tengdum starfinu. Menn hafa kannski gert sér fyrirfram hugmyndir um útlit manna eftir röddinni að dæma. Svo verða menn steinhissa þegar þeir hittast. Til veiða á ný Það er komið að lokum þessa spjalls okkar Kristjáns, skipstjóra á Skagfirðingi. Þegar það hófst var hann ný- kominn inn úr veiðiferð. Við gerðum hlé á rabbinu og 278 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.