Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1990, Síða 16

Heima er bezt - 01.09.1990, Síða 16
Oft hefur verið að því vikið við ritstjóra Heima er bezt, að það geti varla talist þjóðlegt heimilisrit meðan ekki sé í því að finna fastan vísnaþátt. Mér er fullljóst, að þessi gagnrýni er rétt og sanngjörn, því að enn yrkja margir sér til hugar- hægðar og öðrum til skemmtunar eða áminningar. Það að yrkja er þjóðargaman. Þetta er önnur hendingin. Vísu þessa setti ég saman; svona verður endingin. Þegar ég afréð að hefja vísnaþátt hér í ritinu, varð mér hugsað til þessarar stöku eftir Jakob Pétursson frá Hrana- stöðum. Jakob var um árabil ritstjóri vikublaðsins íslend- ings á Akureyri, þjóðkunnur hagyrðingur og minnilega málhagur. Hann orti löngum undir nafninu Peli. Þessi sér- stæða vísa lýsir vel kímnigáfu Jakobs og er ábending um það, að þjóðargamanið getur verið misjafnlega innihalds- ríkt. En mikilsverð sannindi felast í fyrsta vísuorðinu eða braglínunni. að „það að yrkja er þjóðargaman“, og því kaus ég það vísuorð Jakobs að vfirskrift þáttar, sem von- andi festist hér í sessi. Ýmis skáld hafa leikið sér á líkan hátt og Jakob í fyrr- greindri vísu. m.a. þjóðskáldið. Tómas Guðmundsson. sem orti: Hárin mér á höfði rísa, er hugsa ég um kærleik þinn. Þetta er annars ágæt vísa, einkum seinni parturinn. Alkunn er sú íþrótt að yrkja vísnagátur og hafa ýmsir náð langt í þeirri list. Tveir menn koma mér þegar í huga, séra Sveinn Víkingur og Kristján Benediktsson á Akureyri. Hafa vísnagátur þeirra verið gefnar út og orðið mörgum skemmtileg dægrastytting. Fyrir nokkru hitti ég séra Erlend Sigmundsson fyrrum prest og prófast á Seyðisfirði og síðar biskupsritara. Fund- um okkar bar saman á Löngumýri í Skagafirði, en séra Erlendur er Skagfirðingur og fæddur í Gröf á Höfðaströnd. Mér var kunnugt um að Erlendur er skáld gott og hafa ljóð hans birst í blöðum og tímaritum. Hitt vissi ég ekki. að hann er snjall hagyrðingur og leika honum ýmsir hættir á tungu. Meðal annars yrkir hann sléttubandavísur af mikilli íþrótt. Að þessu sinni birstast hér nokkrar vísnagátur úr miklu safni séra Erlendar. Trúði hann mér fyrir því, að hann ætti a.m.k. hundrað vísur af því tagi í handriti, sem að líkindum verða gefnar út, áður en langt um líður. En hér á eftir fara þær gátur hans, sem hann heimilaði birtingu á í HEB: 1. Hann skal byrgja í tæka tíð. Trú og náð þar gefast þótti. Æðstur goða ár og síð andans visku til hans sótti. 2. Af því tíðum teygað var. Tóna stríða frá sér gefur. Yxni prýðir ef það bar. Óvin síðu í það hefur. 3. Syngur við eyra sónn þess hár. Sálmur byrjar á því. Æ það girnist klerkur klár. Komast engir hjá því. 4. Þetta er orð sem þýðir val. Þrástagað er kjósa skal. Bág eru þau ef brestur allt og bankans lán með nauðung falt. 5. Afurð sauða er það góð. Ofur válegt samt er flestu. Minnir þig á fjöru og flóð. Ferleg nemans óhöpp mestu. 284 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.