Heima er bezt - 01.09.1990, Side 18
SÖGULEG LJÓSMYND XXXII
ANING A SKEMMTIFÖR
Guðrún E. Jónsdóttir frá Reykjahlíð sendi HEB þessa
skemmtilegu ljósmynd, sem tekin var í ágúst árið 1916. Sýnir
hún vel húsakynni á bernskuheimili hcnnar í Reykjahlíð við
Mývatn á öðrum áratug þessarar aldar. Myndin er af heima-
fólki og gestum, með hús og blómagarð í baksýn. í>á fylgir
hér einnig nafnalisti, sem Guðrún tók saman, en hún kvaðst
ekki muna nöfn tveggja manna á myndinni, en telur að þeir
gætu verið synir Gudjohnsens verslunarstjóra á Húsavík.
B.G.
1. Stefanía Þorgrímsdóttir, vinnukona, síðar húsfreyja í Garði.
2. Kristín Guðmundsdóttir, kaupakona.
3. Þorsteinn Jónsson, bóndi, Reykjahlíð.
4. Sigurður Einarsson, bóndi, Reykjahlíð.
5. Jón Pétursson, Reykjahlíð, faðir nr. 3.
6. Hannes Jónsson, Reykjahlíð.
7. Jón Einarsson, bóndi, Reykjahlíð.
8. Hólmfríður Jóhannesdóttir, húsfr., Reykjahlíð, kona nr. 7.
9. Pétur Jónsson, Reykjahlíð.
10. Aðalheiður Jónsdóttir, kaupakona.
11. Kristjana Jóhannesd., vinnukona, síðar húsfr. í Alftagerði.
12. Jónas Einarsson, síðar bóndi í Alftagerði.
13. Stefán Stefánsson, bóndi Ytri-Neslöndum.
14. Jónasína Þorsteinsdóttir, Reykjahlíð.
15. María Einarsdóttir, Reykjahlíð.
16. Sigríður Einarsdóttir, Reykjahlíð.
17. Guðný Helgadóttir, Húsavík.
18. Sigurður Bjarklind, Húsavík.
19. ?-, Húsavík.
20. Olafur Sigurðsson, fóstursonur nr. 25.
21. Jón Pétur Þorsteinsson, Reykjahlíð.
22. Bjarni Benediktsson, Húsavík.
23. Regína Benediktsdóttir, Thoroddsen, Húsavík.
24. Guðrún Einarsdóttir, húsfreyja Reykjahlíð, kona nr. 3.
25. Illugi Einarsson, Reykjahlíð.
26. Oskar Illugason, Reykjahlíð.
27. Þuríður Sigurðardóttir, Reykjahlíð.
28. Þórdt's Asgeirsdóttir, Húsavík.
29. Laufey Sigurðardóttir, Reykjahlíð.
30. Einar Friðriksson, bóndi Reykjahlíð.
31. Guðrún Jónsdóttir, Húsfreyja, Reykjahlíð.
32. Svava Sigurðardóttir, Reykjahlíð.
33. Einar Þorsteinsson, Reykjahlíð.
34. Illugi Jónsson, Reykjahlíð.
35. Kristjana Hallgrímsdóttir, húsfreyja, Reykjahlíð, kona nr. 25.
36. Valgeir Illugason, Reykjahlíð.
37. Snæbjörn Jónsson, Reykjahlíð.
38. Guðrún Jónsdóttir, Reykjahlíð.
39. Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (Hulda), Húsavík.
40. Elísabet Gudjohnsen, Húsavík.
41. Theodóra Thoroddsen.
42. Lúðvík ?, verslunarmaður, Húsavík.
43. ?-,Húsavík.
Lengst til hægri sést aðeins á hendi Guðmundar Thoroddsen,
sem var einn af gestunum og var þá læknir á Húsavík. Það
vantar á myndina eina húsfreyju í Reykjahlíð, Jónasínu Jóns-
dóttur, eiginkonu nr. 4. Myndina tóku Sigríður Ingvarsdóttir
og Þórarinn Stefánsson. Sigríður var lengi myndasmiður á
Húsavík og Þórarinn bóksali. Ég held að ég muni það rétt
að þetta var eiginlega þeirra brúðkaupsferð, þar sem margir
góðir Húsvíkingar fylgdu þeim. Á föstudegi var farið um
Reykjaheiði í Ásbyrgi og Hljóðakletta og gist í hlöðu á
Svínadal um nóttina. Á laugardag lá leiðin um Hólmatungur,
Dettifoss og Mývatnsöræfi að Reykjahlíð. Eftir morgunmat
og myndatöku á sunnudag var farið til Skútustaða þar sem
séra Hermann gaf þau saman Sigríði og Þórarinn. Síðan var
haldið til Grenjaðarstaðar og gist þar síðustu nóttina.
Guðrún E. Jónsdóttir frá Reykjahlíð.
286 Heima er bezt