Heima er bezt - 01.09.1990, Blaðsíða 23
svift“ á Hamri í Kaldrananeshreppi (nefndur Kaldaðar-
neshreppur í prentun manntalsins). Tæpri öld síðar var
aðeins ein Steinríður á landinu. Þorgeirsdóttir. 27 ára. á
Gullberastöðum í Lundarrevkjadal. Með henni hverfur
mér þetta svipreista nafn.
Stígur er fornt norrænt nafn, miklu algengara og eldra í
Danmörku heldur en í Noregi, segir Lind. enda mun það
austurnorrænt að upphafi og barst síðan til Noregs og ís-
lands. Hingað á það að hafa verið komið um 1300. og voru
16 á landinu öllu 1703. Á 19. öld voru fáir. alltaf innan við
10. Einn var í Strandasýslu 1801. Stígur Jónsson. 12 ára. í
Hvítuhlíð í Óspakseyrarsókn.
Nafnið lifir dágóðu lífi og kenrur fyrir í mörgum ár-
göngum um okkar daga. Þeir segja að það hafi merkt
göngumaður. En því ekki sá senr reistur er og myndarlegur?
Sunnefa, áður Sunnifa, er komið úr gamalli ensku. Fvrri
hlutinn er sun = sól. en hinn síðari sama og gift, þ.e. gjöf.
Sunnefa er .,só!argjöf“. og ekki bót að því að skrifa það með
vaffi. Líklega eru það áhrif frá nafninu Eva, og sennilega
einnig að e er komið fyrir /.
Nafnið var miklu algengara í Noregi en á íslandi. „sent
ock sállsynt pá Island“. segir Lind. Heilög Sunnifa var í
Noregi urn 1000, talin þangað flúin af írlandi kristin kon-
ungsdóttir.
Árið 1703 báru 15 íslenskar konur nafnið Sunnefa
(Sunnifa), en hefur síðan heldur fækkað. Árið 1845 voru
tíu. þar af ein í Strandasýslu. Sunnefa Jónsdóttir. 53 ára.
Norðurfirði í Árneshreppi. Nú sýnist mér nafnið í sókn
hérlendis allra síðustu áratugi, skírðar svo fimm 1985.
Sörin eða Sören barst til íslands á 19. öld. og voru hér
fjórir 1801. Nú erseinni gerðin oftast höfð. Þetta nafn hefur
ummvndast úr latínu Severinus, en severus merkir alvarleg-
ur. Severinus var dýrlingur. kenndur við Köln. messudagur
23. okóber. Árið 1845 báru sex íslendingar nafn þetta, þar
af einn Strandamaður. niðursetningur af erlendunr upp-
runa. en fæddur á íslandi. Nafnið lifir bærilegu lífi hér á
landi þann dag í dag.
Teitur er fornt norrænt nafn og merkir glaður, skylt
fornháþýsku zeiz = viðmótsþýður. Upphaflegri merking
er þó taíin bjartur. og rótskylt er þetta tír = frægð, goðs-
heitinu Tvr og lýsingarorðinu tcer. Teitur var rnikið nafn í
ætt Haukdæla.
Nafn þetta var nokkuð algengt hér á öldum áður. alls 67
árið 1703. en fór um hríð nokkuð fækkandi. einkum hlut-
fallslega. Sjö menn báru þetta nafn í Strandasýslu 1703. en
þar týndist það um hríð á 18. öldinni.
Nafnið er í sókn í stuttnefnabylgju síðustu áratuga. sjö
skírðir Teitur 1985 til dæmis.
Valgeir er að líkindum ung samsetning. Engin gömul
dæmi finnast um það. hvað þá forn. Árið 1845 var einn
maður með þessu nafni, Valgeir Magnússon. átta ára. í
Arnkötludal í Tröllatungusókn í Strandasýslu. Hann átti
enn engan nafna 1855. En svo sáu menn hvað þetta var gott
nafn = „hinn ágæti geir“, og 1910 heitir 51 íslenskur karl
nafninu, og hefur fjölgað jafnt og þétt síðan. Nafnið er í
talsverðri náð síðustu áratugi.
Venedía Jóhannesardóttir, 34 ára, er skráð á Melum í
Árneshreppi í Strandasýslu 1845. Ekki finn ég nöfnu
hennar hér, hvorki fyrr né síðar, né heldur veit ég hvernig
svo framandi nafni hefur skolað á land svo langt í norðri,
en margt hétu skúturnar.
Nú má vera að nafnið þýði ekki annað en „sú frá Fen-
eyjum“, en Danir kalla þann stað Venedig. En fleira kemur
til. I enskum bókum er Venelia sagt vera latínun á velska
nafninu Gwvneth. Kona að nafni Venetia var fræg í Eng-
landi af fegurð sinni.
Þórðhjörn hét einn Strandamaður 1801. Hann var
ófeðraður, en Guðrúnarson. Sú Guðrún var Eggertsdóttir.
og engar vísbendingar um tilkomu nafnsins sem á sér enga
hliðstæðu. Þórðbjörn Guðrúnarson átti heima á Þorpi í
Fellssókn, fæddur 1799.
Niðurstöður
1) Nöfn Strandamanna 1703-1845 voru að miklum hluta
af germönskum uppruna, flest norræn og höfðu fylgt
þjóðinni frá»öndverðu. Þó lækkaði hlutfall germanskra
nafna á tímabilinu, úr 84.5% í 70% meðal kvenna og úr
87.8% í 70.6% meðal karla.
2) Allan tímann voru Guðrún og Jón langalgengust nöfn
og héldu vel velli. Sigríður efldist á kostnað Ingibjargar,
og Guðmundur skákaði Bjarna.
3) Strandamenn voru sjálfstæðir gagnvart nágrönnum
sínum. Miklu minna var þar um skrautleg og skrýtileg
nöfn en meðal Isfirðinga, og nöfn af framandi toga, sem
voru afar vinsæl orðin með Húnvetningum 1845, voru
þá enn ekki í hávegum höfð á Ströndum. Dæmi af því
tagi eru Anna, Jóhanna, Lilja, María, Rósa, Jóhann,
Jóhannes. Jónas, Kristján og Stefán.
4) Fátt var um ættarnöfn, og um fleirnefni voru Stranda-
menn undir landsmeðaltali um miðja 19. öld.
5) Á Ströndum varðveittust betur en víða annarstaðar
nokkur gömul nöfn og gild. svo sem Áskell, Hafur,
Hallkell, Hreggviður, Kolþerna, Oddhildur og Steinríður.
6) Fátt var meðal Strandamanna um framandi nöfn sem
okkur kunna að þvkja skrýtin. Þó koma fyrir Asarías.
Lalíla, Pantaleon og Venedía.
7) Nýjar nafngiftir Strandamanna voru í betra lagi en
margur sá óskapnaður sem upp skaut á landi hér á 19.
öld. Mér sýnist að Strandamenn hafi búið til nöfnin
Magndís, Magnlaug, Rósmundur, Sigurbjört, Valgeir og
Þórðbjörn.
8) Að öllu samanlögðu voru Strandamenn nafnsparir og
nafnvandir 1703-Í845.
Heima er bezt 291