Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1990, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.09.1990, Blaðsíða 33
sögur, og kenndi honum dálítið í íslenzku. Hann var mað- ur vel að sér um flesta hluti, svo hann átti fáa sína líka, á sínum aldri. hann var 22 ára. Kaupmaður og kona hans höfðu mjög gaman af sögum fornmanna, og oft sat ég hjá þeim og sagði þeim frá ýmsu, þegar við fórum snemma úr búð á kvöldin. Þá sátu allir á bekkjum í kokkhúsinu, og þar var oft hlegið dátt. Bóndi nokkur þar í næsta húsi, bað mig að koma til sín öllum þeim stundum, sem ég gæti, og kom ég þar oft. Einu sinni sem oftar kom ég þar og hitti svo á. að þar var þá komin kvenmaður, sem ég hafði ei fyrr séð, en bóndi sagði mér, að faðir hennar kynni kvæði, sem kallað væri Grettiskvæði, og mörg önnur, og væri mikill fræðimaður, og sagði að hann byggi þar skammt frá þorpinu, og héti Tómas-Pétur, en mig langaði til að heyra þetta færeyska Grettiskvæði. Ég fór að tala við stúlku þessa, þó mér þætti hún brúnaþung, og bað hana bera kveðju mína til föðurins og segja honum, að mig langi til að heyra Grettiskvæði. Nokkru seinna hitti ég þennan mann í dansi, því mér var sagt frá honum, hann bauð mér heim til sín, og ég kom til hans nokkru síðar. Maður þessi var einhver hinn gestrisnasti, er ég hef fyrir hitt. Hann átti 3 sonu og 2 dætur. Hjá honum skrifaði ég upp allt Grettis- kvæði og nokkur kvæði nam ég af honum. Tíminn rann áfram, án þess ég tæki eftir var hann bráðum kominn á enda, og tími kominn til að fara að halda út og fiska. Kapteinninn var kominn að semja um að fá fólk þaðan úr þorpinu, líka þóttist hann ganga að mér vísum. Kaupmaður sagði sér þætti vænt um, ef ég vildi gjöra það fyrir sig að vera á skipinu þetta næstkom- andi sumar, en ekki sagðist hann vilja þrengja mér til þess, ef mér væri það þvernauöugt, en ég sagðist mundi gjöra það fyrir hann, því illt var að fá fólk til fiskiveiða með þessum kapteini, fyrir illt orð, er hann hafði á sér, og hann þótli haröur og ódæll við fólk. Nú varð ég viljug- ur, nauðugur, að kveðja fólkið í þorpinu, en mörgum kunningja mínum þótti miður, og vildu flestir að ég færi hvergi. Við fiskuðum lengi um vorið við eyjarnar, svo nokkuð var áliðið þá við sigldum til Islands. Við fórum heldur ekki að vesturlandinu því það var úr tíma orðið fyrir okkur, en kalt var veður allan þann tíma, sem við vorum á leiðinni til Islands, allir voru meir og minna vesælir, og gátu ekki verið uppá þiljum fyrir kulda, en þó ég væri nokkuð lasinn, var ég upp á þilfari 9 tíma í einu, sem skylda mín var ekki, því vaktin er ei nema 4 tímar í einu. Ég stóð allan þennan tíma við stýrið, en þeir sem með mér áttu að vaka, sváfu og komu ei upp, svo ég var lengst af einn á þilfari uppi, og varð að gjöra margt, bæði að stýra og hagræða seglum, þegar þess þurfti, því skipstjóri var sáraumur og allir meir og minna, en flest gekk þó vel. Við komum undir land, þar sem við höfðum ætlað okkur, en rétt þegar undir land var komið, rak á norð- austan storm mikinn með sjógangi, svo nálega ætlaði allt úr lagi að keyra, svo að nauöbeita varð til að geta náð inn á Norðfjörð, en skipið sætti áföllum, en ég sá, að alltaf þurfti að vera að laga seglin og spurði skipstjóra, hvert ekki væri betra að slaka undan, og halda inn á Reyðarfjörð, en hann kvað það gott. Eftir það breytti ég stjórn og stýrði til Reyðarfjarðar. En eftir að við vor- um nýlagztir inn á höfn, lægði storminn. Það sumar var fiskirí hið besta austanlands og við lágum á Reyðarfirði allt það sumar. Eftir nokkurn tíma liðinn hlóðum við skipið, og vorum ferðbúnir að sigla aftur til Færeyja. Þá var fólkinu skipt á skipinu, 6 voru eftir í landi, en hinir 6 voru á skipinu. Þeir sem á landi voru eftir skildir, áttu að halda áfram fiskiróðri, á meðan hinir færu með skipið til að afferma það og kæmu aftur. Fleiri vildu fara en vera eftir, en skipstjóri hlaut að ráða. Það kom fyrir mig að fara með skipinu. Við létum í haf og fengum góðan byr og náðum Færeyjum með heilu og höldnu. I þeirri ferð gjörðist ekkert sagnavert, fiskurinn var látinn á land í Þórshöfn. og höfðum við hraðan á öllu, við sigldum til Miðvogs til að taka þar kost, og ýmsar nauðsynjar, og sá ég marga kunningja mína, og þar á meðal vin minn Joen Nattestað, en það var ekki nema í svip, því hvergi mátti ég vera að heilsa né kveðja þá, svo rak stýrimaður hart eftir, því innan Vi tíma átti allt að vera til reiðu, svo siglt yrði á stað. Kaupmaður var ekki heima, hann hafði siglt til Orkneyja á vöruskipi sínu, í húsi hans gat ég aðeins heilsað og kvatt, þar var okkur öllum gefið kaffi strax og við komum, en í því ég ætlaði að fara á stað kom kaupmannskonan með rauðvínsflösku og bað mig drekka úr henni, ég kvaddi hana svo í mesta flýti, en hún óskaði rr.ér til góðs, og bað mig heilan aftur koma. Gamli Símon og Joen fylgdu mér ofan á bryggju, þá voru hinir komnir út í bátinn með allt, sem þeir þurftu að hafa. En skipstjóri varð reiður við mig, að ég skyldi ekki hafa hjálpað til og flýtt fyrir, svo ég mátti sæta þungum átölum. Símon og Joen þótti slæmt að þurfa að skilja við mig svo fljótt, og vita af mér í höndum á slíkum þorpara sem stýrimaður var og kvað það aldrei að sínu ráði verið hafa, að ég skyldi nokkurn tíma með honum farið hafa í annað sinn. Þá við komum til Islands aftur voru hinir, sem eftir höfðu verið, búnir að fiska talsvert, og var fiskur sá fluttur undireins í skipið, og allir byrjuðu að fiska sem fyrr var venja til. Endir. Heima er bezt 301

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.