Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 6
r fardögum 1928 settust hjónin Sigmundur Sig- urðsson frá Miklholti á Mýrum og Anna Jóhann- esdóttir frá Fremri-Fitjum í Miðfirði að í Syðra- Langholti. Sigmundur hafði árið þar á undan starfað við plægingar vítt um breitt um Suðurland á vegum Búnaðar- sambands Suðurlands og séð þá, að möguleikar til bú- skapar þar voru stórum betri en til dæmis á æskuslóðum hans á Mýrum. Hann einsetti sér því fljótt að hefja bú- skap sunnanlands og fór talsvert um til að leita sér jarð- næðis, en aldrei fann hann réttu jörðina. Veturinn 1927- 1928 var hann vinnumaður á Kirkjubóli í Laugarnesi í Reykjavík samtíða Einari Sigurfinnssyni, föður Sigur- bjarnar Einarssonar biskups, og síðari konu hans, Ragn- heiði Guðmundsdóttur, sem var einmitt frá Syðra-Lang- holti. Þannig fékk Sigmundur veður af því, að jörðin gæti verið föl, og reyndist svo vera. Síðla vetrar 1928 gekk hann frá kaupsamningi við umboðsmann þáverandi eig- enda, Eldeyjar-Hjalta. Nokkrir fjármunir voru greiddir út í hönd við kaupin, en talsvert vantaði þó upp á. Sagði Sigmundur Hjalta, að því miður gæti hann engar trygg- ingar boðið, en tryggingu og það góða sá Hjalti og sagði, að engin betri trygging fyrir skilvísum greiðslum væri til en ungur, drífandi og bjartsýnn maður. Með það voru kaupin handsöluð. Eftir þetta hafa Sigmundur og Anna og síðar afkom- endur þeirra búið í austurbænum í Syðra-Langholti, sem er að allra dómi vildisjörð. Bærinn stendur sunnan undir Langholtsfjalli, og þar sést vel yfir sléttur Suðurlands, sem hafa svo margt ungum drífandi mönnum að bjóða, og í sinni Jóhannesar má finna landnámshug - hann trúir og treystir á landið, Island. Hæstur á landsprófi Jóhannes Sigmundsson er fæddur 18. nóvember 1931. Hann er annar í röð sex systkina, en Alda systir hans lést úr lungnabólgu á öðru ári, einmitt daginn sem Jóhannes fæddist. „Eg er uppalinn hér í Syðra-Langholti, og æska mín hér hefur sjálfsagt ekki verið í neinu frábrugðin því, sem gerðist og gekk. Ég fékk bamaskólagöngu mína í Flúðaskóla, þar sem ég var þrjá vetur,“ segir Jóhannes í upphafi þeirrar venjubundnu yfirheyrslu, sem blaðamenn biðja viðmælendur sína jafnan um. Hann heldur áfram: „Sextán ára gamall, haustið 1948, fór ég í Héraðsskól- ann að Laugarvatni til Bjarna Bjamasonar. Landspróf tók ég vorið 1950 og varð hæstur þeirra sextíu unglinga, sem það þreyttu. Fyrsta bekk í menntaskóla las ég síðan heima - og þá var í félagi með mér Eysteinn Þorvaldsson frá Syðri-Gróf í Villingaholtshreppi, nú dósent í íslensku við Kennaraháskóla íslands. Vorið 1951 fórum við svo saman út að Laugarvatni og tókum próf, sem við náðum. Við hófum svo eðlilegt nám í menntaskólanum um haust- ið, en skólinn hafði hafið starfsemi sína nokkrum misser- um áður, en var þó fyrst í stað rekinn sem útibú frá Hér- Fyrr á árum. Jóhannes og Hrafnhildur með tvo elstu syni sína. Sigmundur er í skímarkjól, en Jóhannes heldur á Hilmari, sem á þessari mynd er tveggja ára gamall. aðsskólanum og í allnokkrum tengslum við Menntaskól- ann í Reykjavík. Hann var í fyrstu nefndur Skálholts- deild, en hugsun Bjarna skólastjóra með því var að skír- skota þannig nokkuð til hins forna Skálholtsskóla. Vorið 1954 útskrifaðist ég svo frá Menntaskólanum að Laugar- vatni og var í hópi 10 fyrstu stúdentanna sem voru út- skrifaðir þaðan.” Þjóðvarnarmaður með skáldagrillur! Ekki er laust við, að nokkurt blik megi greina í augum Jóhannesar, þegar hann rifjar upp hin sælu menntaskólaár. Hann segir samstúdenta sína hafa verið vel skipaðan hóp. „Menn gengu með skáldagrillur á þessum árum, við ortum og höfðum með okkur bókmenntaklúbb. Stjóm- málaskoðanir okkar á þessum tíma voru einnig nokkuð róttækar og drógu sjálfsagt einhvern dám af tíðaranda kalda stríðsins. Ég nefni það síðan hér til gaman, að eftir stúdentspróf lét ég til málamynda skrá mig til náms í lög- fræði við Háskólann. Það gerði ég aðallega til að geta kosið í stúdentaráðskosningum. Þá var ég Þjóðvarnar- 150 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.