Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 30
sjálfselskunnar fjötrar þá ekki lengur. Hinum megin við þennan dal kom ég til víðáttumikils eyðimerkursvæð- is, þar sem örfáar jurtir uxu og íbú- arnir höfðu hafið á nokkrum stöðum smátilraunir með garðrækt við heim- ili sín. Sums staðar voru húsaþyrp- ingar, sem mynduðu þorp eða smá- bæi. Alls staðar vottaði fyrir þessu eyðilega umhverfi, sem stafaði af andlegri fátækt íbúanna. Þetta var einnig land eigingirni og græðgi en þó ekki jafn gegnsýrt kæruleysi fyrir tilfinningum annarra og í gráa daln- um, því að hér var leitað á vissan hátt eftir samfélagi við aðra. Margir höfðu flutst hingað frá gráa dalnum en flestir beint frá jarðlífinu, og þessar aumu sálir leituðust nú við að komast ögn áfram. Þar sem það gerðist og áhersla var lögð á að sigr- ast á eigingiminni, byrjuðu grasstrá og lágir rannar að skjóta rótum í þurram jarðveginum kringum heim- ili þeirra. Hvílíkir kofar vora ekki þar og fólk, tötrum klætt, afskræmt og ljótt, svipað flækingum og betlurum. Þó voru þar margar sálir, sem höfðu í jarðlífinu verið meðal þeirra ríkustu og fínustu, sem höfðu notið þar alls sem munaður gat veitt þeim. Þar sem þeir höfðu notað auðæfi sín til eigin munaðar og aðeins veitt meðbræðrum og systram brauðmola af eigin borði, sem þeir vissu ekki um að hafa gefið, voru þeir í þessu rökkurlandi fátækir sem betlarar í hinu sanna rikidæmi sálarinnar, sem unnt er að uppskera í jarðlífinu jafnt af konungum sem götusópurum, en allir verða þeir að koma hingað, sem era jafn fátækir í anda, og skiptir þá ekki máli, hver var aðstaða þeirra á jörðinni. Á þessum stað var algengt að and- ar þráttuðu, rifust eða aumkvuðu sig, sumir vegna þess að þeir álitu sig ekki rétt meðhöndlaða vegna stöðu sinnar í jarðlífinu. Þeir voru vanir að álasa hver öðr- um, leggja ábyrgðina á þá og færa fram ótal afsakanir og jafnmargar kærur og kröfur fyrir þá, sem voru fúsir að hlýða á þá og raus þeirra um það, sem þeir kölluðu ósanngjarna meðferð. Aðrir, aftur á móti, héldu áfram jarðneskum áformum sínum og reyndu að telja hlustendum trú um, að þeir hefðu fundið leiðir (á kostnað annarra) til að ljúka þessu auma lífi og voru tilbúnir að hampa hugmynd- um sínum og reyna að koma þeim í framkvæmd og spilla fyrir öðrum, sem hugsanlega berðust gegn hug- myndum þeirra. Þannig var lífinu lifað í þessu landi sorgar og óróa. Allir, sem vildu hlýða á mig, fengu nokkur vonarorð eða uppörvandi hugmyndir og hjálp til þess að finna hina einu leið burt frá þessu sviði. Því næst hélt ég þaðan inn í land maurapúkanna, sem þeir einir dvelja í. Mjög fáir hafa samúð með maura- púkum, nema þeir, sem hafa ánægju af því að safna fjármunum aðeins vegna ánægjunnar af því að safna. I þessu landi voru dökkar, loðnar verur með langa fingur líkt og arnar- klær. Þær klóruðu í svartan sandinn eins og ránfuglar í leit að gullkorn- um, sem fyndust hugsanlega þar, og það kom fyrir að erfiði þeirra bar ár- angur. Þegar þeir höfðu heppnina með sér og fundu einhver verðmæti, voru þeir vanir að safna þeim í smápoka, sem þeir báru innan klæða, svo að þau lægju næst hjarta þeirra eins og þeir hlutir, sem voru þeim hjartfólgn- astir. Venjulega voru þetta einmana ver- ur, sem af eðlishvöt umgengust ekki aðra, til þess að engir rændu þá þeim verðmætu fjármunum, sem þeir áttu. Hér var ekkert, sem ég gat aðhafst. Aðeins einn maður hlustaði á mig andartak, áður en hann hóf á ný leit sína í jörðinni að fjársjóðum og skotraði augunum lymskulega til mín, áður en ég hvarf á braut til þess að ég fengi ekki vitneskju um, hvað hann hafði fundið. Allir hinir voru svo uppteknir af fjársjóðaleit, að þeim var ekki einu sinni ljós nærvera mín, og ég hvarf brátt á braut frá þessu svarta landi. Frá landi maurapúkanna fór ég niður á dimmt svið, sem var í vissum skilningi undir jörðinni, þar eð það var enn neðar jarðsviðinu með tilliti til íbúanna. Það var einna líkast óróalandi. Þó voru andar þeir, sem þar dveljast, verri viðureignar og ófrýnilegri. Þar var engin stund lögð á gras- rækt og upphiminninn var dimmur sem nótt. Þó var aðeins ratljóst og andamir gátu greint hver annan og nálæga hluti. í landi óróans var stöðugt þjark, óánægja og öfund og tíðar illdeilur og slagsmál. Hér voru fjárhættuspil- arar og drykkjumenn, menn sem veðjuðu, höfðu rangt við í spilum, svikahrappar í viðskiptum, klækja- refir og alls kyns þjófar, allt frá þeim auðvirðilegustu til hinna fáguðu í æðri stöðum þjóðlífsins. Hér dvöldu allir, sem voru þræl- menni og svallarar, eigingjarnar og fyrirlitlegar sálir ásamt mörgum, sem hefðu verið í æðri stöðum, ef félagar þeirra á jörðinni hefðu ekki niður- lægt þá og dregið til sviðs þeirra. Ég var sendur til þessa hóps anda, því að á meðal þeirra var von um að tilfinningin fyrir manngæsku og rétt- læti hefði ekki slokknað með öllu og að raust þess, sem hrópaði til þeirra í eyðimörk örvæntingarinnar, yrði eitt- hvað ágengt og mundi leiða þá til betri vistarveru. Hin hrörlegu hús og hreysi í þessu eymdarlandi höfðu oft rúmgóðar stofur en öllum var þeim sameigin- legt óhugnanlegt útlit, óhreinindi, rotnun og niðumíðsla. Þau líktust stórum húsum fátækra- hverfa, sem eitt sinn höfðu verið fall- eg, jafnvel í hallarstíl, bústaðir allsnægta, en voru nú heimkynni ódyggðugra borgara og glæpamanna. Víða voru landsvæði með fáum dreifðum húsum og ömurlegum kof- um, annars staðar voru húsaþyrping- ar, aumlegar eftirlíkingar stórborga jarðarinnar. 174 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.