Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 33
muntu þá trúa að ég viti hvað ég er að tala um og lifi ekki í neinni tál- von? Viltu þá viðurkenna, að lífs- reynsla þín og kynni af konum eru ekki án undantekninga og að það er ýmislegt, sem þú getur lært um þessa hluti og aðra?“ „Kæri vinur, trúðu mér þegar ég bið þig fyrirgefningar af öllu hjarta, ef tortryggni mín hefir sært þig. Ég dáist að trú þinni og óska að ég ætti þó ekki væri nema örlítinn hluta hennar. Við skulum fara og sjá hana.“ Ég tók í hönd hans og með sterk- um viljamætti óskaði ég að við fær- um til hennar. Við hófumst á loft og þutum gegnum geiminn með hraða hugans, þar til við komum til jarðar- innar og stóðum skyndilega í her- bergi hennar. Ég sá vemdarandann vaka yfir henni og muni þess sá ég óljóst, en Raoul sá aðeins ástvinu mína, sem sat í stól og leit út eins og heilög vera vegna þeirrar miklu birtu, sem geislaði frá henni og bjartri sál henn- ar. Slík birta er ósýnileg ykkur jarð- arbúum en fyrir okkur á andasviðinu greinileg þeim, sem lifa hreinu og fögru mannlífi, en dökk þoka er kringum þá, sem eru ekki góðir. „Guð minn góður!“ hrópaði Raoul og féll á kné við fætur hennar. „Þetta er engill, helg vera, sem þú hefir sýnt mér, ekki kona. Hún er ekki jarð- nesk!“ Því næst talaði ég til hennar, nefndi nafn hennar og hún heyrði rödd mína. Það birti yfir andliti hennar og hryggðarsvipurinn hvarf af því og hún mælti mildum rómi: „Ert þú þarna, minn ástfólgni? Ég óskaði svo innilega að þú kæmir brátt. Ég get ekki hugsað eða dreymt um nokkuð annað en þig. Getur þú snert mig núna?“ Hún rétti fram hönd sína og stutta stund tók ég í hana, en þetta stutta augnablik var sem hún fengi kulda- hroll, eins og napur næðingur hefði leikið um hana. „Sjáðu ástvina mín, ég hefi tekið með mér ógæfusaman bróður, sem biður þig að biðja fyrir sér. Ég vildi að honum skildist, að á jörðinni er til trygglynd kona, sönn ást til blessun- ar ef við getum aðeins notið hennar.“ Hún heyrði greinilega ekki allt, sem ég sagði en sál hennar skildi meininguna og hún brosti svo blítt um leið og hún sagði: „Vissulega er ég þér ætíð trygg, ástvinur minn, eins og þú ert gagn- vart mér, og einhvern tíma munum við verða mjög glöð og hamingju- söm saman.“ Raoul, sem kraup við fætur hennar, rétti þá fram höndina og reyndi að snerta hana en gat það ekki vegna þess ósýnilega múrs, sem hafði hindrað mig áður. Hann reis á fætur og hrópaði: „Ef hjarta yðar er svo þrungið ást og meðaumkvun, veitið mér þá örlít- ið af henni, því að ég er vissulega ógæfusamur og þarfnast bæna yðar. Biðjið um að mér verði einnig hjálp- að og að ég megi finna að bænir yðar eru heyrðar, þar sem bænir mínar eru ekki þess virði, og ég mun þá vona að fyrirgefning sé einnig möguleg fyrir mig.“ Astvina mín heyrði orð hins ógæfusama manns, kraup á kné við stólinn og bað stutta, einfalda bæn um hjálp og huggun fyrir okkur. Raoul var svo hrærður, að hann féll alveg saman, og ég varð að taka í hönd hans og leiða hann aftur til andalandsins, sem nú var ekki land án vonar. Frá þeirri stundu unnum við Raoul saman í þessu myrka landi, sem hann bjó ekki lengur í, og von hans styrktist með hverjum degi. Hann var að eðlisfari fjörugur og glaðlyndur, ósvikinn Frakki, fullur þessa sérkennilega léttleika hjartans, sem jafnvel dvöl hans á þessum dapra stað hafði ekki getað hamið. Við urðum góðir vinir, og samstarf okkar var þægilegt. Félagsskapur okkar átti þó ekki að vara lengi að þessu sinni, en síðar höfum við hist og unnið saman mörgum sinnum eins og hermenn úr ólíkum herdeildum, sem stríðsduttl- ungar geta leitt saman eða aðskilið um skeið. 8. kafli. Ég fékk á ný boð um að fara í sendiför til jarðarinnar til hjálpar nauðstöddum, og varð því um skeið að fresta ferðum mínum í andaheimi. Þá var það, að ég varð fyrir stærstu freistingu lífs míns og þeirri hræði- legustu. í starfi mínu hafði ég rekist á sál, sem enn var í jarðneska líkamanum en áhrif hans í jarðneska lífi mínu höfðu meira en nokkuð annað spillt því, og þó langt væri frá því að líf mitt hafði verið aðfinnslulaust, þá gat ég ekki varist að finna til mikillar biturðar og hefndarþorsta, þegar ég hugsaði til þessa manns og þeirra skaprauna, sem ég hafði orðið að þola af honum, skaprauna, sem ég hafði búið yfir, svo að stundum fannst mér sem tilfinningar mínar myndu bera mig ofurliði og fá útrás í heiftarlegri reiði. A vegferð minni um jarðsviðið hafði ég kynnst ýmsum leiðum, sem andi getur angrað þá með, sem lifir og sem andinn hatar. Við höfum miklu meira vald en ykkur dreymir um, og ef ég áliti ekki skynsamlegra að láta hulu hvfla enn um skeið yfir þeim leiðum, sem sálir hafa, jafnvel eftir dauðann, til þess að koma fram hefndum, þá gæti ég rakið mörg hryllileg dæmi um atburði, sem ég þekki til og hafa raunverulega átt sér stað, leynileg morð og hroðaleg afbrot, sem enginn veit hvernig og hvers vegna voru framin. En þau voru framin af sálum, sem voru svo truflaðar að þær vissu ekki hvað þær gerðu og voru aðeins verkfæri í höndum anda, sem höfðu náð tökum á þeim. Um slíkt og þvflíkt er okkur kunn- ugt í andaheimi, en þar líta hlutimir allt öðruvísi út en fyrir ykkur. Gamla trúin, „að vera haldinn ill- um anda“ er ekki svo fráleit, þegar öllu er á botninn hvolft. Þar má að- eins bæta því við að þessir djöflar eða illu andar, hafa áður verið lifandi vemr. Því skeði það að þegar leiðir Heimaerbezt 177

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.