Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 32
þar sem við vorum að minnsta kosti úr allri hættu með að verða um- kringdir. Því næst einbeitti ég mér að því að lina þrautir hans með aðferðum, sem ég hafði lært í húsi vonarinnar, og brátt varð aumingja maðurinn fær um að tala og segja frá sjálfum sér og hvemig hann hafnaði í þessu myrka landi. Hann hafði yfirgefið jarðlífið fyrir skömmu, skotinn af manni, sem var afbrýðisamur í hans garð vegna áhuga hans á konu mannsins og það ekki að ástæðulausu. Það eina, sem bætti hag þessa auma anda, var að hann var hvorki reiður né óskaði hefnda yfir morð- ingja sínum. Hann fann aðeins til sorgar og sneypu yfir því sem gerst hafði. Það, sem orkaði sterkast á hann og hafði opnað augu hans fyrir eigin smán, var að hann uppgötvaði að konan, en ást hans til hennar hafði komið þessu öllu af stað, var bæði eigingjöm, tilfinningalaus og gjör- samlega rúin ástartilfinningum til þeirra beggja og hugsaði aðeins um þjóðfélagsstöðu sína meðal hefðar- fólks og hugsaði aðeins með gremju um örlög hins óhamingjusama eigin- manns og fórnarlambs afbrýðisemi hans. Ungi maðurinn, sem ég nefni Ra- oul, sagði: „Þegar ég skildi að ég var dauður og hafði þá möguleika til þess að hverfa aftur til jarðarinnar, var fyrsta hugsun mín að hverfa til hennar og hugga hana og reyna að láta hana skilja, að sá dauði lifir og að ég hefði hugsað til hennar í dauðanum. I hvernig ástandi heldur þú að ég hafi fundið hana, grátandi yfir mér, syrgj- andi eiginmanninn? Nei, hvorugt. Hún hugsaði aðeins um sjálfa sig og óskaði, að hún hefði aldrei séð okkur né kynnst, heldur óskaði hún að hún gæti þurrkað út úr lífi sínu minning- una um okkur báða og byrjað lífið á ný með manni í enn æðri þjóðfélags- stöðii en við höfðum verið í. Þá hvarf blinda augna minna og mér skildist, að henni hafði aldrei þótt hið minnsta vænt um mig. En ég var ríkur aðalsmaður og með minni hjálp hafði hún vonast eftir að stíga enn hærra í þjóðfélagsstiganum og hefði jafnvel lagst svo lágt að drýgja hór, ekki af ást til mín, heldur fyrir vesælan sigur, að skáka konu, sem var keppinautur hennar. Ég var aðeins blindur asni og varð að gjalda heimsku minnar með líf- inu. Fyrir henni var ég aðeins óþægi- leg endurminning um þá bitru sví- virðingu og hneyksli, sem hafði orð- ið hlutskipti hennar. Bitur í skapi flýði ég þá jörðina en hvert skipti mig ekki máli. Ég sagði, að ég mundi ekki framar trúa á neins konar gæði eða sannleika og æstar hugsanir mínar og óskir færðu mig á þetta dimma svið meðal þessara nið- urlægðu drykkjubræðra, en meðal þeirra fann ég anda, sem voru and- lega skyldir sníkjugestum mínum í jarðlífinu, en meðal slíkra hafði ég eytt auðæfum mínum og sál.“ „Og nú, vinur minn,“ sagði ég, „viltu ekki reyna að feta iðrunarstíg- inn, sem mun leiða þig aftur til bjart- ari landa og hjálpa þér á ný til þess að öðlast glataða arfleifð þína, manndóm og sálargöfgi?“ „Nú er það því miður of seint,“ svaraði Raoul. „I undirheimum, og þetta eru örugglega undirheimar, er ei lengur til von fyrir nokkra glataða sál.“ „Ekki von fyrir neinn?“ spurði ég. „Segðu þetta ekki vinur minn. Þessi orð eru oft mælt af munni óham- ingjusamra sálna, en ég get vitnað um að von er til jafnvel í svörtustu örvæntingu. Ég hefi einnig borið sorg og biturð jafn sárt og þú. Ég hafði því alltaf von, því að hún, sem ég elskaði, var sem einn hinna hreinu engla og armar hennar voru alltaf út- réttir til þess að veita mér ást og von, og hennar vegna reyni ég að glæða með öðrum von, sem féll mér í skaut. Komdu og láttu mig leiða þig til betri vistar.“ „Hver ert þú, vinur, sem ávarpar mig svo vingjarnlega og býður mér svo stórkostlega hjálp? Þú ert sann- arlega lífgjafi minn. Var ekki búið að kenna mér, að á þessum stað gæti maður því miður ekki dáið heldur þjáðst dauðakvölum, en dauðinn mætir okkur ekki. Við höfum gengið yfir þröskuld hans og verðum að lifa að því er virðist eilífar kvalir. Seg mér hver þú ert og hvers vegna þú ert staddur hér og mælir svo ákveðið hughreystandi vonarorð. Ég mundi halda að þú værir engill sendur hing- að niður mér til hjálpar, ef þú líktist sjálfum mér ekki svo mikið.“ Því næst sagði ég honum sögu mína og hvemig mér hafði tekist að vinna mig upp á við eins og hann yrði einnig að gera og skýrði honum frá þeirri háleitu von, sem ég hefði ætíð fyrir augum, að ég fengi með tíð og tíma að vera með ástvinu minni í landi, þar sem við yrðum ekki framar aðskilin. „En hún,“ sagði hann, „heldur þú að hún sé ásátt með að bíða eftir þér, að hún muni dveljast allt lífið á jörð- inni einsömul, svo að hún geti sam- einast þér á himnum, þegar þú kemst þangað? Ég er hræddur um að þú verðir fyrir vonbrigðum, að þú látir glepjast af hillingum. Annaðhvort hlýtur hún að vera gömul eða mjög ljót, annars mundi engin kona geta hugsað sér að lifa einsömul að stað- aldri þín vegna. Ég viðurkenni að hún muni geta það stuttan tíma, ef hún er hneigð til rómantíkur, eða ef enginn kemur og biður hennar, nema hún sé engill, og samt mundi hún smám saman láta huggast. Það mátt þú vera viss um. Ef von þín er ekki byggð á sterkari grunni, get ég að- eins vorkennt þér.“ Ég viðurkenni að þessi orð komu heldur illa við mig. Þau endurómuðu efa minn, sem ásótti mig stöðugt og voru líkt og köld gusa yfir þann ást- arfuna, sem hafði haldið mér uppi. Sumpart til þess að róa eigin tilfinn- ingar og hans, svaraði ég æstum rómi: „Ef ég tek þig með mér til jarðar- innar og við finnum hana syrgja að- eins mig og hugsa aðeins til mín. 17 6 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.