Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 13
ull lambsins og nudda það kröftug- lega til að reyna að fá í það hita. Þó að lambið væri orði mjög kalt, fannst honum að enn mundi leynast með því líf. Hann reif sig úr peysunni og vafði henni utan um lambið, tók aftur til fótanna, nú upp á móti brekkunni og gerði sem hann gat með blóðbragð í munninum. Ærin hljóp á eftir eða í kringum hann, því að hún vissi sig eiga það, sem hann var með í fanginu. Hitt lambið átti fullt í fangi með að fylgja þeim eftir, jarmaði ráðvillt öðru hvoru en gafst ekki upp. Þegar heim að bænum kom og strákurinn opnaði útidyrnar, ætlaði ærin með honum inn, því að hún vildi vita hvað hann ætlaðist fyrir með lambið. Það fékk hún ekki, heldur varð að bíða úti á hlaðinu með hitt lambið, sem varð því fegið að geta svalað þorstanum eftir öll hlaupin. Drengnum var farið að renna reið- in til ærinnar, þegar hann fann um- hyggju hennar fyrir lambinu. Inni í eldhúsi var eldur í gömlu miðstöðvareldavélinni og því ylur í bakaraofninum. Hann fékk aðstoð við að búa um lambið á strigapoka og hlýjum ullarfötum í ofninum, en sat sjálfur á gólfinu framan við hann og strauk búk lambsins og ískalda fætur, reyndi að vekja með því lífslöngun þess. Loks fór lambið að skjálfa. „Þá er það hólpið,“ sagði amma hans. „Ef hægt er að fá skjálfta í menn eða dýr, sem verður svona kalt, verður dauðinn að víkja.“ Gamla konan vissi hvað hún söng. Lambið fór að hreyfa sig og opnaði fljótlega augun. Nokkru seinna var það farið að stjákla um eldhúsgólfið óstöðugt á fótunum í fyrstu en náði sér fljótlega á strik og fór að sálda litlum, svört- um spörðum á gólfið, bleytti jafnvel í þeim líka! Þá fór strákurinn með það út til móður þess, sem tók því fagnandi. Hann horfði brosandi á það troða hausnum inn undir ullarfeld ærinnar, og þegar dindill þess fór að sveiflast með miklum hraða vissi hann, að það hafði fundið spenann og væri farið að teyga til sín lífsorkuna. Strákurinn varð léttur í skapi og þakklátur fyrir, hvað allt hafði farið vel að þessu sinni, en var jafnframt orðinn órólegur vegna þessarar löngu tafar frá því að líta eftir hinum kindunum. Trítla, tjárhundur hans og vinur, var farin að snúast í kringum hann, því að henni fannst töfin vera orðin nógu löng og leiddist aðgerðar- leysið. Trítla var lítil og falleg, gulbrún að lit, vinaleg og geðgóð, með skýr, greindarleg augu. Þrátt fyrir mein- leysi hennar og góðlyndi blundaði í henni veiðieðli, sem losnaði úr læð- ingi, ef hún kom auga á mús eða rottu. A þær stökk hún hvenær sem hún komst í færi, molaði haus þeirra með leiftursnöggu biti, en henti síð- an hræjunum frá sér með viðbjóði, skalf jafnvel af hryllingi nokkra stund á eftir. Hún sá að strákurinn tók stefnuna niður að sjó og hljóp á undan. Hún fór ýmsa útúrkróka í von um að sjá eitthvað athyglisvert. Utundan sér fylgdist strákurinn með ferðum hennar. Hún tók oft eftir ýmsu, sem annars hefði farið framhjá honum. Hann fór niður með læknum allt til sjávars, gáði niður í fjöruna og hóaði á ærnar, sem þangað voru komnar. Það var best að fara að stugga þeim heim á túnið. Hann kallaði á Trítlu til að láta hana hjálpa sér, en hún var hvergi sjáanleg. Hann kallaði aftur og hærra. Hvað var orðið af tíkinni? Varla hafði hún farið sér að voða! Hann rölti af stað heimleiðis yfir stórþýfðan móann. Þá sá hann Trítlu. Hún sat á rassinum utan í stórri þúfu og mændi yfir skorninginn á eitthvað sem hún sá í þúfunni á móti. Strákur- inn horfði undrandi á hana, lagði við hlustir, sá ekki betur en hún væri skellihlæjandi, heyrði þó ekki hlátur- inn. Hún leit til hans með geislandi glettni í brúnum augunum, munnvik- in sveigð upp í bros sem honum fannst að gæti breyst í dillandi hlátur á hverri stundu. Hann færði sig til hennar, svo að hann gæti séð, hvað henni þætti svona skemmtilegt. Þá sá hann vegsummerkin í þúf- unni á móti. Trítla hafði fundið þar músalykt, sem vakti veiðieðli henn- ar. Hún hafði lagt til atlögu við þúf- una og rifið frá músarholunni, uns Heima er bezt 157

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.