Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 26
Guffi var dálítið glysgjam. Við lét- um álplötu í búrið hans og glampaði á hana. Svaf hann oft á henni. Aldrei mátti halda á Guffa en hann vildi oft sitja á hönd okkar eða höfði. Fengi hann það ekki mislíkaði hon- um stórlega. Honum var illa við böð en fjaðrir sínar sleikti hann vandlega hvern dag. Þegar okkur þótti hann van- rækja þrif um of úðuðum við á hann vatni, sem hann sýndist lítt hrifinn af. Húsið hans Guffa (búrið) var opn- að kl. 8 á morgnana. Þá brást ekki að hann fór að krananum yfir eldhús- vaskinum og beið þess að hann yrði opnaður lítið eitt. Þá fékk hann sér morgundrukkinn. Að því loknu var flug upp á skáp við eldhúsdymar, þá fór fram fjaðrasnyrting. Svo gat leið- in legið upp á loft til „ömmu“ eða í bókastofu til „afa“ og þá var oft horft á mannlífið á götunni úr gluggakistunni. Eða þá farið í bað- herbergið og litið í stóra spegilinn oft lengi og spekingslega. Þá sá Guffi nefnilega annan fugl og vildi stund- um kynnast honum nánar. Þegar raftæki var sett í gang í eld- húsi, var Guffi óðara kominn og hlustaði „andaktugur.“ Þegar við fórum að heiman, gætt- um við þess að hafa útvarp opið, svo að Guffi gæti hlustað, sem hann jafn- an gerði, sat þá fyrir framan tækið. Ekki skipti máli hvort mústkin var klassísk, popp eða annað, hljóðið var allt, þó síður tal. Þegar Guffi var fluttur á annað heimili í sumarferðum okkar, kannski mánuð, leiddist honum og hafði varla lyst á mat fyrst í stað. Þá vomm við hreint ekki laus við sam- viskunnar átölur. Guffi gerði sér sitthvað til skemmt- unar. Hann kaus oft að sitja hátt, til að mynda uppi á háum frystiskáp í eldhúsinu. Þar voru í grunnum diski smámyntir. Eitt sinn þegar við kom- um inn, hafði Guffi ekki verið iðju- laus. Smáaurarnir lágu út um gólf, en Guffi sat uppi og velti vöngum, greinilega ánægður með afrek sitt. Við töldum 74 stykki. Svo létum við smákúrantinn á sinn stað og biðum þess að sjá, hvað Guffi hefðist að. Hann tók fyrsta peninginn í munninn, gekk með hann fram á brún skápsins og lét falla. Gaman var að sjá tilburði hans eftir að hann sleppti peningnum. Þá horfði hann niður eins og dálítið hissa, lagði undir flatt, sótti þann næsta og lét gossa. Svona hélt hann áfram uns skálin var tæmd. Þetta var leikur hans öðru hvoru, en svo kom þar að áhugi hans beindist að öðrum uppátækjum. Einn var sá leikur Guffa að ýta léttum smáhlutum út af borði, svo sem eldspýtu- stokkum, og ekki síst hafði hann hug á að láta gler- augu okkar fara sömu leið. Var hann stundum kominn vel af stað með þau, en komið á leið hans í tæka tíð. Þegar húsmóðir hans greip í að leggja púsluspil, brást ekki að Guffi byrjaði að fleygja út af borðinu. Kannski skildi hann ekki, af hverju hann mátti ekki gera svona lít- ið að gamni sínu. Spilum henti hann alltaf niður, ef þau lágu á borði. Oft sat Guffi hjá okkur í sjón- varpsherbergi á kvöldin, en ekki hafði hann áhuga á því, sem sást á skjánum. Lauk því oft svo, að hann sofnaði en inn í húsið sitt fór hann helst ekki seinna en klukkan 22. Þá vildi hann vera í næði. Allur hávaði fór illa í hann, en suð í raftækjum og lágværa tónlist kunni hann vel að meta. Þegar regn buldi á gluggarúðum, var hann fremur órólegur eða hrædd- ur. Guffi var heilsugóður, varð sjaldan misdægurt, en þá er leið á árið 1991 var sem fjöri hans hrakaði og hann lék sér sjaldan, svaf oftar eða sat inni í húsi sínu, var greinilega brugðið. Að kvöldi 27. október 1991 sat hann lengi kvölds hjá okkur. Loks fór hann inn til sín daufur í dálkinn. Eftir miðnætti leit ég til hans. Sat hann þá á priki sínu. Klukkan 2 fór ég aftur að huga að honum. Lá hann þá á gólfinu í húsi sínu og var sofn- aður svefninum langa. 170 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.