Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 25
Haraldur Guðnason: Minning Við vorum orðin tvö í kotinu, konan og þáttarhöfundur. Þriðji íbúinn var Guffi, sem kom sem sumarleyfisgestur, en viðdvöl hans varð átta ár. Guffi var páfagaukur, gulur með bláu ívafi. Guffi hafði átt heimili hjá tveimur fjölskyldum, var fenginn sem leikfélagi barn- anna. Svo kom þar að fjöl- skylda nr. 2 fór í mánaðarfrí. Þá var Guffi vistaður hjá of- annefndum „háttvirtum höf- undi“ og konu hans. Þau tóku gestinum vel en án kæti. m uffi var ekki sérlega glaður gestur í fyrstu. Hann át og drakk, settist svo á hönd húsbónda og sníkti mannamat. Þeim sið hélt hann alla tíð og varð nokkuð ágengt, því að ýtinn var hann og lét í ljós vanþóknun væri honum synjað. Guffa þótti til að mynda mjög gott hangiket. Konan sagði að Guffi ætti að fá sinn fuglamat. Guffi kunni fljótt á herbergjaskip- an á Bessastíg 12. Húsið hans (búrið) var opnað að morgni. Þá var Guffi frjáls ferða sinna. Svefnherbergi hjóna var á efri hæð. Þangað var Guffi kominn einn morgun og vakti okkur hjón. Var hann kátur eftir þetta afrek. Best þótti Guffa að raulað væri fyr- ir hann. Sjálfur hafði hann ekki söng- Haraldur og Guffi. Eftir það afrek að finna leið til okkar kom hann flesta morgna. Eitt sinn elti hann okkur niður í kjallara. Þar varð hann dálítið villtur, fann ekki leiðina upp. Eftir það fór hann aldrei niður en beið okkar jafnan í efstu kjallaratröppunni. Þrisvar slapp Guffi út húsmóður sinni til mikillar skelfingar. Hún elti hann út og kallaði á hann gráti nær. Og hvað skeði? Guffi trítlaði inn á eftir henni. Lengstum var Guffi í góðu skapi, en út af því gat brugðið. Þá átti hann til að bíta og garga, t.d. þegar hann mátti ekki éta af diskum okkar. Heimaerbezt 169

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.