Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.05.1995, Blaðsíða 23
Þegar við, sem nú áttum frívakt, lögðum af stað fram að lúkar, sáum við bát skammt fyrir aftan okkur, sem var á sömu leið og á svipuðum hraða og við. Þó að þetta væri í alla staði venjuleg sjón, hafði einhver okkar orð á þessu. Þegar í lúkarinn kom, fengum við okkur smákaffitár til að væta kverkarnar, en fleygðum okkur síðan út af í kojur okkar. Við sáum hvar þeir tveir, sem útstímið áttu, komu fram í lúkar og settust að kaffidrykkju. Innan stundar hafði taktfast vélarhljóðið og ljúfar hreyfingar bátsins fært okkur á vit léttra drauma. Hve lengi við sváfum veit ég ekki, en þó nokkur stund mun það hafa verið. Skyndilega kvað við svo hátt neyðaróp að ofan, að við sem sváfum, hentumst í einu stökki fram á gólf og í öðru upp á dekk. Ég held að þangað höfum við verið komnir, áður en augnalok okkar náðu að opna sig til fulls, slíkur var hraðinn á okkur. Það má segja að það hafi bjargað miklu, þegar ég tók stökkið upp á dekk, að hér var ég á tíma gömlu, góðu axlabandanna, því að ann- ars hefði ég trúlega staðið buxnalaus, þegar ég tók þar hina glæsilegu lendingu. Þar sem við nú stóðum, vorum við auðvitað kolruglað- ir, sáum engan mann og heyrðum aðeins taktfast vélar- hljóðið. Við reyndum að átta okkur og lituðumst um og þá sáum við okkur til mikillar undrunar, að báturinn, sem siglt hafði á eftir okkur, hafði snúið við og sigldi nú á fullri ferð í átt til lands á ný. Eftir stutta stund sáum við, hvar þeir tveir, sem á vakt- inni voru, stóðu náfölir og skjálfandi aftur við stýrishús, héldu sér með báðum höndum í borðstokkinn og góndu ofan í sjóinn. Við flýttum okkur til þeirra og litum út fyrir, og þar gaf nú heldur á að líta. Við borðstokkinn flaut feiknastórt tundur- dufl, og virtist það skríða rétt við kinn- ung bátsins, og svo virtist sem sjórinn, sem bátsstefnið ýtti frá sér og hin hæga lendingaralda, sem lyfti duflinu ofur- hægt upp og niður, væri það eina, sem kom í veg fyrir að oddar þess næðu að berjast í bátskinn- unginn. Að örlítilli stund liðinni, sem í augum okkar, sem á horfð- um, virtist óralöng, hafði báturinn siglt framhjá duflinu, og við sáum það fjarlægjast hægt en örugglega aftur und- an honum. Þegar allir höfðu náð sér, svo að þeir mættu mæla, skýrðust málin fljótt en þau voru einfaldlega á þann hátt, að þeim tveimur, sem á vakt voru, hafði dvalist lengur en góðu hófi hafði gegnt við kaffidrykkjuna í lúkarnum, og þar sem þetta var fyrir tíð fjarstýringa, höfðu þeir bundið stýrishjólið fast, svo að báturinn héldi réttri stefnu. Þegar þeir komu svo upp á þilfar, var það báturinn, sem á eftir var, sem vakti athygli þeiira á því að eitthvað óeðlilegt væri á seyði, þar sem hann var á land- en ekki útstími. A þeim tíma, sem hér um ræðir, voru yfirleitt engin ör- yggistæki, svo sem þokulúður eða aðrar hljóðpípur í litl- um fiskibátum, svo að báturinn, sem á eftir okkur fór, gat ekki gert viðvart um hættu þá, sem hann sá okkur stefna í. Hann gat aðeins snúið af leið sér til bjargar. Tundurduflinu, sem hér kom við sögu, tókst að ná í land, og þar sem það reyndist virkt var því eytt á giftu- samlegan hátt. Það er nú farið að halla að lokum þessarar frásagnar. Mér hefur oft orðið hugsað til þess, þegar ég hefi farið yfir þennan þátt í huga mér, að hér sem svo oft áður hefur gamla spakmælið, „ekki verður feigum forðað né ófeig- um í hel komið,“ sannað sig. Þó að hér sé aðeins um að ræða frásögn af atburði, sem ég upplifði sjálfur, vona ég að hann megi verða til þess að vekja athygli á því, að öll umferð, hvort sem hún fer um land, loft, vatn eða sjó krefst aðgátar og að heppnastir eru þeir, sem komast heilir á áfangastað sinn. _ Heima er bezt 167

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.