Heima er bezt - 01.07.1995, Blaðsíða 2
jSkjaldborg
8>
ARMULA 23
SÍMI 588-2400
AX 588-8994
AFGREIÐSLA A AKUflEYRI:
FURUVELLIR 13 • SIMI 462-4024
eftir Kjartan Olafsson
Sól í fullu suðri
í þessari bók segir höfundur frá heimsókn sinni til fimm
landa í Asíu: Iran, Afganistan, Pakistan, Nepal og Ceylon
(Sri Lanka). Hann tekur lesandann í ferð um lönd, sem
fáir Islendingar hafa heimsótt, lýsir staðháttum og atburðum
með þeim hætti að hugur lesandans fer með honum til
þessara fjarlægu landa. Það sem gerir bækur Kjartans
sérstaklega skemmtilegar til lesturs er snilld hans í máli
og stfl, eins og áður segir.
Bókin á erindi til fólks á öllum aldri og ekki síst til þeirra
sem fræðast vilja um fjarlægar slóðir og fá betri þekkingu
á þeim heimi sem við
Sérstakur
pöntunarseðili
fylgir blaðini
Flakkað um 5 lönd
lifum í.
kr 700.*
Höfundurinn er meðal viðförlustu íslendinga fyrr og síðar.
Hann dvaldi í öllum heimsálfum meðal hinna fjarlægustu
þjóða og kynntist menningu þeirra og lífsvenjum. Hann
hafði auk þess næmt auga fyrir náttúrufegurð og dýralífi,
sem gerir þessa bók ennþá skemmtilegri aflestrar.
Barði Friðriksson, hæstaréttarlögmaður, segir um bókina:
„Sól í fullu suðri er miklu meira en venjuleg ferðabók,
hún er bókmenntaafrek. Hún höfðar jafnt til yngri sem
eldri, enda spennandi sem æsilegasti reyfari, en jafnframt
skrifuð af slíkri snilld í máli og stíl (auk feykilegs fróðleiks
um ævintýraheim Suður Ameríku) að hún fellur í smekk
hinna vandfýsnustu.