Heima er bezt - 01.07.1995, Blaðsíða 57
reika sæfari á timburfleka og reynir
aftur að leita heim þrátt fyrir þoku og
þykkni.
Hjálpsamir leiðsögumenn frá
andaheimi reyna að hjálpa og leið-
beina þeim til hins dásamlega lands,
svo að þeir geti snúið aftur barrna-
fullir af von og birtu til að veita til
hinna þreyttu, stríðandi sálna jarð-
lífsins.
12. kafli.
Líkamninga- eða holdtekjufundir
voru haldnir á tveggja vikna fresti,
og af tölu þeirra reiknaði ég út, að
þrír mánuðir höfðu liðið, þegar
Ahrinzimar sagði mér, að nú yrði ég
að búast við stórbreytingum, sem
ættu sér stað með sjálfum mér og í
umhverfi mínu og myndu þýða fyrir
mig flutning á æðra svið.
Ymsir kennarar í andaheimi hafa
skipt sviðunum á mismunandi hátt,
og það er ekkert meginatriði, hvort
þau eru metin á sama mælikvarða
eða ekki, þar sem mjög lítill munur
er á þeim, af því að takmörk þeirra
eru óveruleg. Ekki er nauðsynlegt að
ákveða takmörk þeirra nákvæmlega,
þar eð breytingar frá einu sviði til
annars og meðal anda, sem þar lifa,
ákvarðast af sjónarmiði hvers og eins
eftir þroska hans og þróun.
Þannig munu ýmsir segja ykkur, að
sjö svið séu til, og það sjöunda sé sá
himinn, sem skrifað er um í heilagri
ritningu. Aðrir staðhæfa, að sviðin
séu tólf og enn aðrir að þau séu
fleiri.
Sérhvert svið er aftur á móti af-
markað af hring, og venjulega eru
tólf hringir í hveru sviði. Þó munu
jafnvel ýmsir andar hér mæla þá
misjafnlega stóra, alveg eins og út-
mælingar ykkar jarðarbúa eru mis-
munandi eftir löndum, en hluturinn,
sem mældur er, mun þó í báðum til-
fellum vera sá sami.
Eg hef aftur á móti vanist því, að
sjö svið séu ofan jarðar og sjö undir,
en þá nota ég hugtakið yfir og undir
til þess að tákna nálægð eða firð frá
hinni miklu sól í sólkerfi okkar.
Æðsta ósk okkar á meðan við
dveljumst innan jarðsviðanna, er sem
mest aðdráttarafl til hennar, en
lægsta sviðið skoðum við sem það
lægsta og aumlegasta. Allir tilheyra
því einhverjum þessara tólf hringa,
sem eru tengdir saman svo náið, að
við flytjum frá einum til annars án
þess að verða þess vör.
Hingað til hafði ég dvalið á því
sviði, sem kallað er jarðsviðið, en
það umlykur jörðina eins og breitt
belti og nær niður í andrúmsloft
þess. Segja má, að þetta jarðsvið
heyri til fyrsta sviði undir jörðinni og
þar hafast einkum við andar, sem eru
jarðbundnir á einhvern hátt, þar eð
þeir geta ekki sokkið niður fyrir áhrif
jarðarinnar eða losnað undan áhrif-
um hennar. Mér var tjáð, að nú hefði
ég losnað svo við aðlögunaráhrif
jarðarinnar og sigrast á hvötum mín-
um til jarðlífs, að nú stæði ég við
þrep æðra sviðs.
Flutningur frá lægra sviði til æðra
gerist venjulega en þó ekki alltaf í
djúpum svefni, eins konar dásvefni,
eins og þegar sálin yfirgefur jarð-
neskan líkama sinn. Því hærra, sem
andinn kemst og verður loftkenndari,
gerist þessi breyting oftast í mismun-
andi djúpu meðvitundarleysi, þar til
tilfærsla frá einu háu sviði til annars
fer blátt áfram fram eins og skipt sé
um flík, í aðra af fínni gerð, þar sem
sálarhjúp er skipt fyrir annan, sem er
loftkenndari.
Þannig þróast sálin og verður
minna efniskennd, þar til hún fer yfir
takmörk jarðsviðanna og hverfur inn
að sviði sólkerfanna.
Þá gerðist það, þegar ég kom aftur
úr einni heimsókn minni til jarðar-
innar, að ég fann að ég yfirbugaðist
af sérstæðum og óvenjulegum
drunga, sem lfktist meira lömun en
svefni.
Ég skundaði til iitla herbergisins
rníns í landi rökkursins og varpaði
mér niður á svefnbeðinn. Ég sofnaði
óðar og svaf löngum draumlausum
svefni. í þessu meðvitundarleysi lá
ég um það bil í tvær vikur miðað við
jarðartíma, en á meðan breyttist sál
mín frá vanskapaðri til nýfædds
barns, klædd í ljósari, hreinni andleg
klæði, en það voru laun baráttu
minnar til þess að sigrast á því illa í
eðli mínu.
Ég fæddist þó ei sem nýfætt bam,
heldur sem fullvaxta maður, þar eð
reynsla sálar minnar og þekking til-
heyrði þroskaðri sál.
Þær dauðlegu verur eru til, sem
hafa kynnst lífinu svo lítið og þróast
þar eftir, að eðlið er svo einfalt og
barnalegt, að þær fæðast til anda-
heima sem börn, hversu mörg ár,
sem þær lifðu á jörðinni.
A meðan á þessu fullkomna með-
vitundarleysi mínu stóð, höfðu anda-
vinir flutt sál mína upp á næsta svið,
en þar hvíldi ég í draumlausum
svefni, þar til tími minn kom til þess
að vakna á ný.
Stjörnu (astral) hulstur það, sem ég
lét eftir, sáu þjónandi andar um að
leystist upp í frumefni jarðsviðsins
með sama hætti og gerðist með jarð-
neska líkamann eftir dauðann, sem
sameinaðist aftur efnasamböndum
moldarinnar, þaðan sem hann var
upprunninn, en hin ódauðlega sál
fluttist upp á við á æðra svið.
Þannig þoldi ég á ný annan dauða
minn og endurvaknaði til upprisu
æðra lífs.
2. kapítuli.
MORGUNROÐINN
13. kafli.
Þegar ég nú vaknaði á ný í annað
sinn úr dauðadái til nýrrar meðvit-
undar í andaheimi, fann ég að um-
hverfi mitt var mjög aðlaðandi.
Loksins sá ég dagsbirtu, þó án sól-
skins, en hvílík dásamleg breyting
var það ekki frá hinu dapra húmi og
dimmu nótt.
Ég var í litlu, þægilegu herbergi,
sem líktist jarðnesku herbergi, og ég
lá í litlu rúmi á dúnbeði.
Heima er bezt 273