Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1995, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.07.1995, Blaðsíða 19
Einar Vilhjálmsson: skfirðingar heyjuðu í Seley fram á fjórða áratuginn. Brimasamt er við Seley og gengur sjór mjög á land í aftökum. Er þá sem hún nötri og skjálfi. Vegna legu eyjarinnar var hún kjörin verstöð og var svo frá ómuna- tíð. Róðrar hófust þar um páska en lauk í ágúst eða september eftir veð- urfari og afla. Lendingar eru slæmar í Seley, hvergi sand- eða malarfjara. Lent var við klappir og þurfti ætíð að setja báta upp á grasbala milli róðra, ef ylgja var. Byggð var aldrei í eynni utan verskálanna. Viti var byggður í Seley árið 1956, en áður var þar hlaðin varða til leiðbeiningar sæförum, nefnd „Bóndavarða,“ tíu álnir um- máls og fjórar álnir á hæð. Árin 1764-1773 segir að fluttar hafi verið út frá Austfjörðum 912 tunnur (136 pottar hver) á fyrri ára- tugnum, en 1189 (120 pottar hver) á þeim síðari og er talið að megnið hafi verið hákarlalýsi frá útveginum í Seley. Hinn 15. september 1781 segir í bréfi frá Jóni Sveinssyni, sýslumanni á Eskifirði, að hákarlaveiði hafi ver- ið góð um vorið í Seley en fiskveiðar Seley er út af mynni Reyðarfjarðar, um 472 km í landsuður frá Krossanesi. Hún er 1 km að lengd frá norðri til suðurs en um 300 m þar sem hún er breiðust og hæð yfir sjó um 10 m. Norðan við eyjuna er svo- nefndur Hólmur, mun minni en eyjan, og skilur mjótt sund á milli. Suður af Seley eru þrjú sker, Eyjarsker, Miðsker og Setusker. Eyjan telst nokkuð há, með bjargi að norðaustan- verðu. Hún er nokkuð grýtt en þó eru þar nokkur graslendi, einnig í Hólm- inum, en skerin gróður- laus. gengið miður þar til fyrir miðjan júlí en aflast vel eftir það. Fiskinum fylgdi mikil síldarganga. í bréfi frá 2. október 1783 segir Jón Sveinsson sýslumaður, að fisk- veiðar hafi brugðist austanlands í nær þrjátíu ár og menn hafi farið lestaferðir suður á land til fiskkaupa. í bréfi frá 1784 segir hann að fisk- veiði hafi verið treg og fiskur haldið sig uppsjávar. Hákarlaveiði í Seley var treg þetta sumar. 1785 var aflahæsti bátur í Seley með 12 háseta. Poltz formaður stundaði veiðar við Seley þetta sum- ar en aflaði lítið þrátt fyrir góða kunnáttu á sjó. (Eskja, II. E.B.Sig.) Ásmundur Helgason segir frá ver- tíð í Seley árið 1897, sem hófst 16. mars og stóð út júlí. Eftir veturnætur fluttu þeir í land og var þá aflinn orðinn 130 hákarlar, 292 flakandi lúður, 156 skötur og 50 skippund af sölufiski. Telur hann þetta mesta afla á einn bát, en vertíðina jafnframt þá lengstu. Árið 1900 hófst vertíð í Seley þriðja dag páska. Hákarlsafli var góður þetta vor en fiskur tregur framan af vori, en glæddist er á leið. Þessa vertíð reru fjórir bátar frá Sel- ey. Seint í ágúst strandaði danska dragnótaskipið m.s. „Dania“ frá Heima er bezt 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.