Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1995, Side 19

Heima er bezt - 01.07.1995, Side 19
Einar Vilhjálmsson: skfirðingar heyjuðu í Seley fram á fjórða áratuginn. Brimasamt er við Seley og gengur sjór mjög á land í aftökum. Er þá sem hún nötri og skjálfi. Vegna legu eyjarinnar var hún kjörin verstöð og var svo frá ómuna- tíð. Róðrar hófust þar um páska en lauk í ágúst eða september eftir veð- urfari og afla. Lendingar eru slæmar í Seley, hvergi sand- eða malarfjara. Lent var við klappir og þurfti ætíð að setja báta upp á grasbala milli róðra, ef ylgja var. Byggð var aldrei í eynni utan verskálanna. Viti var byggður í Seley árið 1956, en áður var þar hlaðin varða til leiðbeiningar sæförum, nefnd „Bóndavarða,“ tíu álnir um- máls og fjórar álnir á hæð. Árin 1764-1773 segir að fluttar hafi verið út frá Austfjörðum 912 tunnur (136 pottar hver) á fyrri ára- tugnum, en 1189 (120 pottar hver) á þeim síðari og er talið að megnið hafi verið hákarlalýsi frá útveginum í Seley. Hinn 15. september 1781 segir í bréfi frá Jóni Sveinssyni, sýslumanni á Eskifirði, að hákarlaveiði hafi ver- ið góð um vorið í Seley en fiskveiðar Seley er út af mynni Reyðarfjarðar, um 472 km í landsuður frá Krossanesi. Hún er 1 km að lengd frá norðri til suðurs en um 300 m þar sem hún er breiðust og hæð yfir sjó um 10 m. Norðan við eyjuna er svo- nefndur Hólmur, mun minni en eyjan, og skilur mjótt sund á milli. Suður af Seley eru þrjú sker, Eyjarsker, Miðsker og Setusker. Eyjan telst nokkuð há, með bjargi að norðaustan- verðu. Hún er nokkuð grýtt en þó eru þar nokkur graslendi, einnig í Hólm- inum, en skerin gróður- laus. gengið miður þar til fyrir miðjan júlí en aflast vel eftir það. Fiskinum fylgdi mikil síldarganga. í bréfi frá 2. október 1783 segir Jón Sveinsson sýslumaður, að fisk- veiðar hafi brugðist austanlands í nær þrjátíu ár og menn hafi farið lestaferðir suður á land til fiskkaupa. í bréfi frá 1784 segir hann að fisk- veiði hafi verið treg og fiskur haldið sig uppsjávar. Hákarlaveiði í Seley var treg þetta sumar. 1785 var aflahæsti bátur í Seley með 12 háseta. Poltz formaður stundaði veiðar við Seley þetta sum- ar en aflaði lítið þrátt fyrir góða kunnáttu á sjó. (Eskja, II. E.B.Sig.) Ásmundur Helgason segir frá ver- tíð í Seley árið 1897, sem hófst 16. mars og stóð út júlí. Eftir veturnætur fluttu þeir í land og var þá aflinn orðinn 130 hákarlar, 292 flakandi lúður, 156 skötur og 50 skippund af sölufiski. Telur hann þetta mesta afla á einn bát, en vertíðina jafnframt þá lengstu. Árið 1900 hófst vertíð í Seley þriðja dag páska. Hákarlsafli var góður þetta vor en fiskur tregur framan af vori, en glæddist er á leið. Þessa vertíð reru fjórir bátar frá Sel- ey. Seint í ágúst strandaði danska dragnótaskipið m.s. „Dania“ frá Heima er bezt 235

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.