Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1995, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.07.1995, Qupperneq 4
Ágætu lesendur. Eitt þeirra vandamála sem mannkyn jarðar á við að glíma og búast má við að verði sífellt erfiðara að fást við, er þess eigin tjölgun. Mannfjölgunin á jörðinni er gífurleg og verður, eðli nrálsins samkvæmt, sífellt hraðari og mikilfenglegri með hverju árinu sem líður. Mannfjölgunartölur, sem nefndar eru af yfirvöldum al- þjóðastofnana, eru svo ótrúlegar að það er ekki meira en svo að maður trúi þeim við fyrstu heyrn. Eins og við er að búast er þetta vandamál einna erfið- ast í fjölmennasta ríki heims, Kína. Sagt er að þar fæðist um 130 milljónir, segi og skrifa 130 milljónir, barna á ári hverju, eins og staðan er nú. Telja menn að þar fæðist um 40 börn að meðaltali á hverri mínútu. Ibúafjöldi Kínaveldis mun vera nú um stundir einn milljarður og tvö hundruð milljónir og má bú- ast við að þeim fjölgi um 6-700 milljónir til aldamóta þannig að íbúatala Kína ein og sér verði ná- lægt 2 milljörðum, þegar að þeim tímapunkti kemur. Ef ég man rétt er talið að í heiminum deyi að meðaltali 27 böm á hverri mínútu, svo aukningin er mikil og hröð. Þarna erum við bara að tala um eitt ríki, það stærsta reyndar, en mannfjölgun í öðrum ríkjum er einnig geysi- mikil. Reyndar þurfum við íslendingar ekki að líta út fyrir landsteinana til þess að sjá verulega mannfjölgun, þó kannski svolítið annars konar sé og ekki nándar nærri eins alvarleg. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið vitni að ótrúlegri útþenslu og uppbyggingu nýrra íbúðahverfa þar. Sjálfsagt er verulegur hluti þeirrar þróunar vegna fólks sem flyst til höfuðborgarinnar vegna breyttra lífskjara úti á landi en nefnd hefur líka verið mikil fjölgun fæðinga sem varð hér á landi á tímabilinu 1960-1965, ef ég man rétt, en það fólk sem þá fæddist, streymir nú óðum út á fasteignamarkaðinn. Svona er fjölgunarlögmálið alls staðar í gangi þó í mismiklum og misalvarlegum mæli sé. Stundum hafa stjarnfræðingar, jarðfræðingar og ýmsir áhugamenn á þessum sviðum haft uppi vangaveltur um þá hættu sem jarðarkúlunni stafar af halastjörnum og svífandi loftsteinabjörgum, sem gætu lenl á henni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hafa menn gjarnan vitn- að til slíkra atburða í fortíðarsögu jarðarinnar og meintar stórbreytingar sem slíkt hafi valdið í lífríki hennar. Hafa menn rætt í því sambandi hvarf risaeðlanna af yf- irborði jarðar, risagíga í Bandaríkjunum og gífurlega sprengingu í Síberíu í upphafi núverandi aldar, en miklar líkur eru taldar á að það hafi allt stafað frá árekstrum risaloftsteina á móður jörð. í allri þessari loftsteinaumræðu heyrðist þó fyrir nokkru dálítið merkilegt atriði að mfnu mati frá erlend- um vísindamanni nokkrum og ágætum. Hann var þeirrar skoðunar að þótt það væri sjálfsagt fyrir jarðarbúa að vera vakandi varðandi þessa hugsanlegu hættu utan úr geimnum, sem stafað gæti að jörðinni og íbúum hennar, þá væru líkurnar svo hverfandi litlar á árekstri jarðar við slík fyrirbæri að þær hyrfu í raun í skuggann fyrir þeirri vá sem stafaði að jörðinni frá manninum sjálfum, s.s. innan frá. Nefndi hann í því sambandi mannfjölgunina fyrst og fremst og síðan mengun jarðar. Reyndar má telja þetta nokk- uð einkennandi fyrir okkur mannfólkið. Okkur hættir nokk- uð til að horfa framhjá eigin gerðum og afleiðingum þeirra en einblína frekar á og mikla fyrir okkur aðra þætti, sem hverfandi líkur eru á að valdi skaða, a.m.k. ef horft er til þeirra þátta sem hér greinir frá. Líkja má fjölgun mannkynsins við óstöðvandi upp- sprettu, sem erfitt er að stöðva eða hafa hemil á. Kfn- verjar hafa gert ítrekaðar tilraunir til slíks en með tak- mörkuðum árangri. Og þá kann að vakna sú spurning hvar þetta endar og með hvaða hætti, þ.e.a.s. ef þetta endar. Þrátt fyrir stærð sína og umfang á okkar mælikvarða, hljóta að vera takmörk fyrir því hversu margt fólk jörðin hefur pláss fyrir og getur brauðfætt. Ef litið er á þá stað- reynd eina gætu verið verulegir óvissutímar fram undan hjá mannkyni voru á komandi öldum. Ef litið er til dýraríkisins sjáum við ýmsar afleiðingar offjölgunar á þeim „bæ“ sem enda oftlega með miklu hruni í viðkomandi stofni, annaðhvort vegna fæðuskorts eða múgathafna innan hans, sbr. læmingjana t.d. Erum við þá að horfa til þeirrar framtíðar að maðurinn tapi yfirburðastöðu sinni í jarðríkinu? Ekki skal um slíkt fullyrt hér á þessum síðum en ljóst er þó að ýmsir erfiðleikar eiga eftir að steðja að á kom- andi áratugum og öld, vegna þeirra róttæku breytinga sem hljóta að verða vegna hins mikla mannfjölda í tak- mörkuðu rými og við þverrandi auðlindir. Framhald á hls. 282 220 Heima er bezt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.