Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1995, Page 10

Heima er bezt - 01.07.1995, Page 10
Námsárin Ég skrifaði skólastjóra Héraðsskólans á Laugarvatni bréf og bað um skólavist en fékk neitun, þar væri orðið fullt. Seinna um sumarið barst mér svo skeyti um borð í Birki, sem þá beið eftir löndun á Raufar- höfn. Það var frá Bjama skólastjóra þar sem hann bauð mér skólavist. Ég varð alveg himinlifandi. I raun var þetta stór stund í lífi mínu. Ég hafði ákveðið að gera sjómennsku að ævistarfi mínu og fara í Sjómannaskól- ann. Skýringuna á skólavistinni fékk ég svo um haustið þegar ég kom til Laugarvatns. Það var þannig að Svavar Stefánsson, sem var síðar mjólkurbússtjóri á Egilsstöðum, hafði sagt Bjarna að það hefði nú ekki verið rétt að neita þessum strák að austan því hann spilaði á harmoníku og gæti spilað á öllum skólaböllum. Nokkrum árum eftir orgelnámið á Eskifirði fór ég nefnilega að spila á harmoníku og þannig varð hún til þess að ég fékk skólavist. Svo var ég þarna um veturinn í fyrsta bekk og um sumarið í byggingarvinnu, las annan bekk með vinn- unni og fékk að fara upp í fyrstu landsprófsdeildina sem starfaði þar og var í raun undanfari menntaskólans. Fyrsta landsprófið var tekið vorið 1946. Því miður lauk ég því ekki vegna veikinda en umsögn kennara minna nægði til inngöngu í Kennaraskólann. Ég hóf svo nám í þriðja bekk og útskrifaðist svo sem kennari 1948 eftir tveggja ára nám. Til gamans má segja frá því að við vor- um nokkrir í landsprófsdeildinni, sem áttum að læra al- gebru, en höfðum engan kennara í þeirri grein. Þá vildi það okkur til happs að Karl Guðmundsson verkfræðing- ur, faðir Hófíar og sonur Guðmundar Olafssonar kennara á Laugarvatni, kom heim í jólafrí. Hann tók okkur strák- ana að sér og fór yfir allt námsefni vetrarins í jólafríinu og kenndi okkur algebruna alveg eins og við þurftum til að fara í prófið. Við unnum frá átta á morgnana til átta á kvöldin og þetta var alveg óskaplega skemmtilegt. Ég þurfti auðvitað að kosta nám mitt sjálfur og það gekk nú ekki alltaf vel, og ég get sagt þér eina sögu af því. Arið 1947 kom gífurleg síld í Hvalfjörðinn, svoköll- uð Hvalfjarðarsíld, og fjármálin stóðu ekkert alltof vel hjá mér. Ég fékk leyfi hjá skólastjóranum, Freysteini Gunnarssyni, til að fara á bát nokkra túra í Hvalfjörðinn. Frœðsluskrifstofa Austurlands á Reyðarfirði. Húsið heitir Hermes og var lengi bústaður Þorsteins Jónssonar, kaupfélagsstjóra og fjölskyldu. Húsið var endurbyggt 1928 eftir bruna fyrra hússins, sem var sömu gerðar. Frœðsluskrifstofan keypti húsið 1983. A Oddsskarði 1984. Séð í mynni Eskifjarðar og inn Reyðarfjörð. En sjaldan er ein báran stök, því við fórum þrisvar út og sprengdum nótina í öll skiptin. Ég kom því alveg slyppur og snauður til baka úr öllum ferðunum og fékk ekki einu sinni tryggingu svo ég var verr settur en áður. Þetta bjarg- aðist þó, því ég fékk góða menn til að skrifa upp á víxil sem því ég gat selt í Landsbankanum. Ég hef farið margar kynnis- og námsferðir í gegnum árin. Eftirminnilegust er orlofsdvöl í Bandaríkjunum 1963-64. Þar voru Fullbright-styrkhafar frá 90 þjóðlönd- um alls staðar úr heiminum og eftirminnilegasti dagurinn var í nóvember 1963 þegar Kennedy var myrtur. Ég var 226 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.