Heima er bezt - 01.07.1995, Side 14
Kór Laugar-
vatnsskólans
1944-45.
Stjórnandi
Þórður
Kristleifsson.
Guðmundur
lengst til
vinstri.
1974 og um hana gilda sérstök lagaákvæði sem falla
bráðum úr gildi. I fyrsta lagi átti og á fræðsluskrifstofan
að sjá um ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu eftir því sem
hún hefur tök á. í annan stað annast hún eftirlit með starf-
semi grunnskólanna, sér m.a. um áætlanagerð og úthlut-
un stunda til kennslu. Hún hefur séð um allar vinnskýrsl-
ur kennara o.m.fl. Þá ber fræðslustjóra að kveða upp úr-
skurði í alls konar málum sem upp kunna að koma í skól-
um. Við reynum eftir föngum að vera með náms- og
kennsluráðgjöf og greiða fyrir fólki, sem þarf á sérstakri
þjónustu að halda fyrir börn sín. Stundum þarf að leita í
aðra landshluta í því sambandi. Það hefur verið erfitt að
fá sérfræðinga til búsetu hér og við höfum því oft þurft
að kaupa þessa þjónustu að. A Hornafirði höfum við ver-
ið með svolítið útibú frá fræðsluskrifstofunni. Þar er
Ragnhildur Jónsdóttir sérkennsluráðgjafi og svo höfum
við keypt sálfræðiþjónustu frá Reykjavík í samvinnu við
aðrar stofnanir, svo sem Svæðisskrifstofu um málefni
fatlaðra, leikskóla, Hornafjarðarbæ og heilsugæsluna.
Þessir aðilar hafa unnið saman að því að fá sálfræðing til
Hafnar á vissum tímum og hann hefur þjónað þessum
stofnunum eftir því sem hann hefur getað. Með nýjum
lögum breytist þetta allt. Þá verður sveitarfélögum ætlað
að sjá um þetta þannig að það kemur til þeirra kasta að
skipuleggja allt upp á nýtt. Sveitarfélög verða þá að gera
það á sínum eigin fjárhagslegu forsendum. Fræðsluskrif-
stofan getur þess vegna starfað áfram í svipaðri mynd ef
menn vilja. Það eru hins vegar engin ákvæði um hana
sem stofnun í nýjum grunnskólalögum. Þar er aðeins tek-
ið fram að sveitarstjórnum sé skylt að veita þá þjónustu
sem fræðsluskrifstofumar hafa verið með og efla hana
eftir föngum.
Flutningur grunnskólans
til sveitarfélaga
Ég veit svo sem ekki hvernig það leggst í mig. Það er
hægt að færa rök fyrir þessum sjónarmiðum báðum, bæði
að það sé á sinn hátt skynsamlegt að heimamenn hafi sem
mest um sín mál að segja en á hinn bóginn eru mörg
sveitarfélög mjög smá og hafa því eðlilega áhyggjur af
framkvæmd mála, einkum er varðar fjármálin. Þá telja
margir æskilegt að hafa einn aðila sem getur komið inn í
mál þegar vanda ber að höndum. Stofnun eins og fræðslu-
skrifstofa er þá kannski betur í stakk búin til að sinna
slíku. Eins og þetta er hugsað í nýju lögunum eiga skóla-
nefndir og skólastjórar að axla enn meiri ábyrgð en áður.
Skólanefndir fá aukið hlutverk, aukna ábyrgð og gert er
ráð fyrir þriggja manna foreldraráði við hvem skóla. Þetta
er hugsað sem innra eftirlit, heimaeftirlit með starfinu, og
á að skapa metnað hjá sveitarstjórnum að gera sem best
við sinn skóla. Við skulum vona að svo verði.
Kennari, skólastjóri og fræðslustjóri
Þetta er allt dálítið líkt, skylt skeggið hökunni. Mér
fannst gaman að kenna, ekki síst þegar allt gekk upp,
vera í kennslustund með duglegum krökkum þegar allt
230 Heima er bezt