Heima er bezt - 01.07.1995, Side 22
messu þann daginn. Hann þakkaði
sínum sæla að komast í húsaskjól.
Óróleg nóí'f
- fcröasögubrol'
Það, sem hér er frá sagt, gerðist á
fyrsta tug tuttugustu aldar.
Eins og kunnugt er, voru lestaferð-
ir algengar á þeim árum og nokkuð
fram á öldina.
Hér segir frá mönnum, sem voru í
lestarferð, eða öllu heldur reynslu
þeirra.
Þeir, sem hér um ræðir, voru þrír
Eyfellingar. Þeir voru staddir í
Reykjavík og höfðu lagt inn ull sína,
tekið út vörur og bundið varninginn í
klif. Sem sagt gengið frá öllu fyrir
næsta dag, en þá var ætlunin að
leggja af stað heimleiðis.
Hestar þeirra voru geymdir í girð-
ingu frá bænum Bústöðum, sem var
drjúgan spöl fyrir innan Reykjavík,
þó að nú sé byggðin komin marga
kílómetra austur fyrir Bústaði.
Dagur var að kvöldi kominn, og
þeir félagar hugðust nú fá sér gist-
ingu í Herkastalanum, sem var gisti-
staður fyrir ferðamenn og sjómenn.
Þangað var stutt að fara.
Þeir gengu nú þangað, en þar var
þá margt um manninn. Þó fór svo, að
þeir fengu herbergi og hugsuðu nú
gott til að leggjast til hvíldar og sofa
til morguns eftir langan og erilsaman
dag.
En Adam var ekki lengi í Paradís.
Ekki höfðu þeir félagar náð að festa
blund, þó að syfjaðir og þreyttir
væru, þegar að eyrum þeirra barst
einhver ærandi hávaði, öskur og
óhljóð. Ekki heyrðu þeir betur en að
þessu fylgdu áflog og stympingar
með tilheyrandi orðfæri. Var á tíma-
bili líkast því, að jarðskjálfti væri,
því að allt lék á reiðiskjálfi.
Þeim félögum leist nú ekkert á
blikuna, og á þessu gekk, því að
alltaf voru að gjósa upp sams konar
óhljóð og hávaði einhvers staðar í
húsinu. Það var helst að heyra, að
Skrítlur
Maður nokkur í Vestmanna-
eyjum keypti sér hitabrúsa og
lét í hann kaffi að kveldi en
næsta morgun, þegar hann ætl-
aði að drekka kaffið, sem hann
hélt að væri orðið heitt, varð
hann öskuvondur og hljóp með
brúsann í búðina aftur og
kastaði honum í afgreiðslu-
manninn og sagði:
„Þetta er handónýtur fjandi,
þið getið selt hann öðrum en
mér. Eg lét í hann kaffí í gær-
kvöldi og andskotinn hafi að
það var ekki úr því kaldasti kul-
urinn í morgun!“
Roskin ekkja sagði frá því,
hvernig það hefði atvikast, að
hún giftist aftur. Hún sagði, að
hann Olafur hefði gengið si
svona inn baðstofugólfið og
heilsað öllu fólkinu á bænum
með handabandi, og „um leið og
hann heilsaði mér, steig hann á
tána á mér. Það þurfti ekki
meira, þá logaði elskan hérna og
þarna og bara alls staðar,“ sagði
kerling og benti á brjóstin og
annan stað til á líkamanum.
Gamall bóndi kom í rétt til
nábúa síns. Þar átti hann falleg-
an lambhrút, sem hann sagðist
ætla að hafa til ánna um vetur-
inn. Hann bað nábúann að rétta
sér hrútinn á bak, en hrúturinn
var sprækur og karlinn missti
hann hvað eftir annað.
Hann var nú alveg ráðalaus,
hvernig hann ætti að koma hon-
um heim. Eftir stundarkorn
hafði hann hugsað ráð sitt og
sagði:
„Nú sé ég ráð. Mér er bara
best að skera hann og binda
hann svo fyrir aftan mig.“
þarna léki lausum hala einhver
ærsladólgur, sem æddi inn í herberg-
in og gerði allt brjálað.
Ekki gátu þeir félagar lokað sig af,
því að enginn lykill var í hurðinni.
Þeir máttu því við öllu búast úr
þessu.
Það var nú alveg komið að þeim
félögum að klæða sig aftur og ganga
austur að hestagirðingu og leggjast
þar milli þúfna. Þar væri áreiðanlega
hljóðari staður og öruggari en þar
sem þeir voru nú.
Sem þeir voru að bollaleggja þetta
með sér, barst enn að eyrum þeirra
háreysti mikil, fótaspark og söngur
(ef söng skyldi kalla) og skipti eng-
um togum, að hurðinni á herbergi
þeirra var hrundið upp og inn ruddist
draugfullur og ófrýnilegur náungi
með öskrandi hávaða og bægsla-
gangi.
Þeir félagar sáu nú sitt óvænna og
tóku að tína á sig spjarirnar, því að
ekki var að vita upp á hverju náungi
þessi kynni að taka. Þeim sýndist
hann til alls búinn, og þá væri betra
að vera í fötum, hvað sem upp á
kæmi.
Drjóli þessi reyndi mikið að fá þá
til að drekka með sér, en þeir sögðust
vera templarar. Drjólinn gerði nú lít-
ið úr þeim félagsskap og varð enn
æstari að koma ofan í þá úr flösk-
unni, sem hann var með. Svo var
hann með alls konar óviðurkvæmi-
lega tilburði og klám af grófasta tagi.
Vildi hann nú endilega fara að leggj-
ast upp í rúmin þeirra, en þeim sýnd-
ist hann ekkert fýsilegur hvílunautur.
Ekki sáu þeir félagar nein ráð til að
losna við drjóla þennan og allar líkur
til, að þeir yrðu að sitja uppi með
hann það sem eftir var nætur.
Ekkert vissu þeir félagar, hvað ná-
ungi þessi hafði fyrir stafni eða
hvemig á honum stóð, því að hann
sagði alltaf sitthvað og sneri út úr
öllu, sem þeir spurðu hann. Þeir
borguðu fyrir sig með því að ljúga
hann fullan, þegar hann fór að spyrja
þá. Þeir sögðust vera togarasjómenn
í smáfríi. Þá varð hann óður og ær að
fara með þeim á sjóinn og sagðist
238 Heimaerbezt