Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1995, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.07.1995, Qupperneq 25
að, en það fór á annan veg. Einkennileg og flókin at- burðarás sundraði þeim ásetningi, svo að við náðum ekki saman fyrr en eftir fimmtíu ár, en það er önnur saga. A þessum bæ var nokkuð rætt um drauga, enda átti þar að vera viðloðandi draugur, sem kallaður var Bakkamóri. Þegar ég var nýkominn að Bakka, var ég látinn sofa hjá dreng, sem var fimm árum eldri en ég. Við sváfum í bað- stofu ásamt öðru vinnufólki. Eitt sinn bar svo til seint um kvöld, að húsbóndinn sparkaði einhverju út úr hjónaher- berginu. Félagi minn sagði, að nú hefði hann verið að sparka Bakkamóra út, en það þyrfti hann að gera á hverju kvöldi. Mér fannst nú líklegra, að þetta hefði verið kött- urinn en þorði ekkert að segja við mér svo miklu vitrari mann. Eg var lengi nokkuð myrkfælinn, enda mikið gert til að svo gæti orðið. Við M vorum það bæði, en auðvitað lét ég aldrei á því bera, ef við vorum saman í myrkri þóttist þá fær í flestan sjó. Stundum fékk ég þó martröð um næt- ur og dreymdi þá einhvern óhugnað í lambhúshlöðunni og gekk svo lengi, eftir að ég var farinn frá Bakka. Hjásetutíminn var reyndar skemmtilegur, en fólk var oft að spyrja mig, hvort mér leiddist ekki einveran. En það var síður en svo, því að ég naut þess að geta glímt við að setja saman sögur og stundum bjástraði ég við að fella efni í stuðla. Ég vildi ekki láta á mig halla í viðskiptum okkar M, hvað sögur og ljóð snerti, en hún var skarpgreind og haf- sjór af vísum og því eins gott að geta skotið einhverju inn frá eigin brjósti, ef mikið lá við. Það bar því stundum við, að ég gleymdi mér og skuggarnir af Hrafnaklettunum voru orðnir fulllangir, þegar ég hélt heimleiðis, en það var sú viðmiðun sem ég átti að hafa, þegar ég legði af stað úr Bakkahvilft. Þ.e.a.s. ef sólfar var, annars varð ég að áætla tímann. Nokkrum dögum eftir að ég hætti að sitja hjá sumarið 1919, bar svo til einn morguninn, að mig vantaði fjórar ær í kvíar. Ég hafði farið að smala klukkan sex um morg- uninn og kom í seinna lagi á kvíabólið, hafði tafist við að huga að ánum sem vantaði, en það voru tvævetlur, allar hvítar og kollóttar. Þær höfðu alltaf haldið hópinn síðan um fráfærur, líklega haldið saman sem lömb á fjalli og reynt að bæta sér upp móðurmissinn með félagsskap. Ef til vill höfðu þær nú skyndilega fundið hvöt hjá sér til að leita á bernskuslóðir, saknað frjálsræðisins, þegar þær gátu ráðið ferðum sínum, elt nýgræðinginn fram allar Háubrúnir, fram undir Kistufell og Miðfell, jafnvel snap- að upp gómsætt smjörlauf og mosajafnara upp undir Hnífunum, sem dalurinn ber nafn af. Ég átti auðvelt með að skilja frelsisþrá þeirra, enda átti ég oft bágt, þegar verið var að stía lömbunum frá ánum. Sár lambajarmurinn gekk mér svo til hjarta, að ég fór af- síðis og grét, enda sjálfum mér í fersku minni, þegar ég var slitinn úr móðurfaðmi. Þessar og þvílíkar hugsanir fylltu huga minn fram fyrir Bakkaskriðu. Klukkan hafði verið orðin átta, þegar ég hafði snætt ár- bít og loks komist af stað í leitina. Um morguninn hafði engin kind verið fyrir framan Miðhúsagil, flestar í Smjör- teigunum. Ég ákvað að athuga hvilftirnar fyrst, gekk upp í Bakka- hvilft, uppi og niðri. Gáði í Þórólfshnjúk, síðan um Mið- hvilft, Litlahnjúk og Fremstuhvilft. Tíkin mín, hún Bella, var með mér, og ég lét hana gelta öðru hvoru. Hvergi varð ég kinda var. Fór alla leið á Háubrúnir en lengra taldi ég útilokað að kindurnar hefðu farið yfir nóttina. Nú var ekki um annað að ræða en halda hlíðarnar til baka, þó að sjaldan kæmi fyrir að kindur frá mér (sjálfum sér eignar smalinn féð) héldu sig í Fremra-Hnífsdals- landi. Mér var nú satt að segja ekki farið að lítast á blikuna. Á leiðinni til baka fór ég aftur upp í Miðhvilft, því að þar voru leiti, hæðir og hólar, en hvergi sáust ærnar. Ég hélt áfram hlíðina fyrir ofan Fremri-Hnífsdalsbæinn og aftur niður á Bakkaskriðu. Ekkert kvikt, utan nokkrar heiðlóur, vellandi spói og hrossagaukur hinum megin í hlíðinni í norðri. Kannski vissi það á vætu. Nú datt mér í hug að kindumar hefðu aldrei þessu vant farið yfir ána og óð því yfir hjá Augnavöllum, þar sem snjóflóð hafði orðið mörgu fólki að bana skömmu fyrir aldamótin. í hlíðinni fram af var nokkuð af fé frá Hrauni og Brekkubændum. Annarra fé þekkti ég nokkum veginn úr af fjárbragðinu. Svo var þá Bakkamarkið auðþekkt, heil- rifað hægra og biti framan vinstra. Þegar ég kom fram fyrir Einarshrygg, fór ég með ánni fram undir fossa, þar yfir ána og í hlíðina neðan í Háu- brúnum. Ég sá af sólinni, að klukkan myndi um fjögur. Ég var farinn að finna til svengdar og bótin á öðrum leð- urskónum mínum var farin veg allrar veraldar og hinn skórinn varpslitinn. Þar að auki var ég farinn að þreytast, en ekki kom til mála að gefast upp. Mér hafði verið trúað fyrir þessu verki strax og ég kom hingað átta ára, og gæti ég ekki fundið fjórar kindur í þessum afmarkaða dal, ja, þá var ég hreint og beint aumingi. Ég drattaðist út að Bakkaskriðu aftur og velti þessu heldur leiðinlega ástandi fyrir mér. Jú, það var svo sem stutt heim og ég var sárfættur og þreyttur og ég gæti farið að leita á nýjum skóm á morgun. En svo komu efasemdir. Myndi ég frekar finna þær á morgun en í dag og svo myndi mjólkin detta úr þeim og það væri slóðaskap mín- um að kenna. Mér datt huldufólkið í hug, og ég horfði með ímugust á Bakkasteinana. Gæti það verið að glettast við mig? Ann- ar steinanna var sannarlega líkur burstabæ. Ætti ég ef til Heitna er bezt 241
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.