Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1995, Side 31

Heima er bezt - 01.07.1995, Side 31
Morgunblaðinu og Tímanum, hversu lengi þeir hafi gegnt viðkomandi embætti og hlotið heiðursmerki að verðugu fyrir langa og dygga þjónustu. Á einum stað segir skáldið Jóhannes úr Kötlum frá því, að líf sitt hafi mestan part lent í villu og svíma, í labbi og áti og svefni og því um líku, eins og hann orðar það. Ætli fleiri geti ekki sagt það? Þegar öllu er á botninn hvolft, sést undralítið eftir okk- ur. Líklega munu listamenn „lifa“ lengst allra í sögunni, svo og einstaka stjórnmálamenn. Við getum tekið sem dæmi hér skáldið Jónas Hallgrímsson og stjórnmála- manninn Jón Sigurðsson. Á minningu þeirra hefur tíminn ekki varpað neinum skugga enn. Var Jónas þetta miklu betra skáld en önnur frá liðinni öld eða jafnvel tveimur öldum? Erfitt er að segja til um það, en eitt er víst, að hann hef- ur náð betur til þjóðar sinnar en önnur skáld. Og ekki virðist ævilengdin hafa alltaf mikið að segja. Jónas varð aðeins 37 ára, en sum skáld náðu áttræðisaldri og eru ekki hótinu frægari eða betri. Þegar við ræðum um ávöxt ævistarfs, er oft lagður á það mælikvarði dugnaðar og afkasta. Skáld, sem sendir frá sér tug ljóðabóka eða ljóðakvera (líklega réttara nafn), gleymist oft undrafljótt, hafi það ekki átt SINN TÓN og haft eitthvað að segja, sem fólk gat fest hugann við. Eg segi fyrir mig, að oft finn ég ekki eina einustu setningu í heilu ljóðakveri, sem fær mig til að lesa frekar eða ígrunda það, sem höfundurinn er að segja. Oft tala skáld- in fremur við sjálf sig en að þau miðli neinu til annarra. Virðist sem það sé ekki ætlan þeirra. Hugsum okkur, að mannlífið á jörðinni eyddist af ein- hverjum orsökum og verur frá öðrum plánetum legðu leið sína til hinnar mannlausu jarðar. Hvað mundu þau reka augun í? Það yrði býsna margt. Aragrúa bóka, sem einhverjir hefðu skrifað til að varðveita minningu sína. Margt af þessum bókum lægi ólesið en snyrtilega fyrir komið í bókahillum og skrásett af kunnáttufólki. Þá væri ekki neitt lítið, sem gefið hefði verið út af tímaritum og blöðum og fyllti mörg stórhýsi. Sannleikurinn er sá, að allt of margir eru að reyna fyrir sér í listum og bókmenntum, sem hafa löngun og mikinn dugnað, en skortir hæfileika, sem gefi af sér listræn og metnaðarfull verk, er hrífi hinn almenna borgara. Eitt sinn vann ég í Landsbókasafninu við bókastúss, sem ég þurfti að sinna vegna náms í bókasafnsfræði. Mér var fengið það verkefni að setja gamla doðranta bak við bækur, sem enn voru einhverjar líkur til að yrðu hreyfðar, en merkja þurfti ég við þessar skruddur með pappa- spjöldum, er vísuðu til þeirra, ef einhver skyldi hafa áhuga á að líta á þær, en það mátti reyndar telja ótrúlegt. Einhvern tíma hafa þessar bækur verið lesnar, en voru nú gleymdar, jafnt og höfundarnir, sem skráðu þær. Þannig vinnur tíminn og gleymskan að því að afmá spor hins liðna. Við munum eftir nýjustu jólabókunum hverju sinni, en hver man eftir flestum þeirra á næstu jólum? Ekki frekar en snjónum sem féll í fyrra. Þegar fyrsta bók mín kom út hjá bókaútgáfunni Skugg- sjá, sagði forstjórinn, Oliver Steinn Jóhannesson, við mig dálítið, sem ég gleymi ekki, hvert sem sannleiksgildi orð- anna kann að vera; hann sagði: „Þú ert að gera þig ódauðlegan.“ Ekki efa ég að hann hafi mælt þessi orð af heilindum, sá góði maður, en síðan vaknar spurningin, hversu hald- bært verk þessi bók kunni að reynast. Víst er raunar, að bókin geymist eitthvað og verður ef til vill viðfangsefni grúskara einhvern tíma í framtíðinni. Mörgum er það mikið í mun að komast í sviðsljósið, að fremja eitthvað, svo að eftir verði tekið. Eitt sinn spurði maður nokkur mann að því, hvað hann ætti að aðhafast til að komast í blöðin, en það var þá eina ráðið til að verða kunnur almenningi, því að þetta var fyrir tíma útvarps og sjónvarps. Maðurinn fékk svarið stutt og laggott: „Bara að drepa mann, bara að drepa mann!“ Sjálfur man ég eftir því, frá því að ég var barn, að mað- ur nokkur var drepinn í Reykjavík. Þetta var mjög óal- gengt þá og vakti þess vegna mikla athygli. Maðurinn, sem morðið framdi, varð landskunnur með sama. Ekki mun hann þó hafa haft fyrst og fremst í huga að öðlast frægð að ódæðinu, heldur mun afbrýðisemi hafa verið undirrót verknaðarins. En hver man þetta lengur eftir hálfan sjöunda áratug? Ég held fáir. Næsta morð var ekki framið fyrr en sextán árum síðar, þegar maður var drepinn í bragga við Reykja- víkurhöfn, og aldrei vitnaðist hver átti hlut að. Nú er þetta árlegur viðburður og þykir engum mikið. Þannig breytast tímarnir. Fáir eru nú eftir af þeim, sem fæddust á liðinni öld. Nú deyja þeir sem óðast, er fæddust á þriðja áratug þessarar aldar og fyrr. Margt af þessu fólki hlaut framhaldsskóla- menntun sína á fimmta áratugnum. Og fjórum, fimm ára- tugum síðar er verið að hola því niður eða brenna. Lífið er miskunnarlaust og heimtar sitt. En sjálfsagt er það rétt- látt. Einhvern tíma sagði ég við konu, að sannarlega væri ekki neitt skemmtilegt, að jafnvel þjóðhöfðingjar þyrftu að deyja eins og lægra settir þegnar þjóðfélagsins. Ekki fannst henni það. Hún taldi, að ekki ætti að mismuna fólki þar. Enda segir Hallgrímur á einum stað: „Fæst ei með fögru gjaldi frestur um augnablik.‘“ Jósep Húnfjörð sagði eitt sinn: Þeir, sem auð ogframafá, fjöldann yfir hafnir, verða dauðans fírmum á aumingjanum jafnir. Fyrst ég er farinn að vitna í skáld, hvað þau segi um Heima er bezt 247

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.