Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1995, Side 38

Heima er bezt - 01.07.1995, Side 38
lofts í dvelur vinda, gnœfir hátt mót himinsrönd hœstur meðal tinda. Gróðrarskúr Uðast regnið yfir jörð, akurs lifnar gróður. Það er drottins dásemd gjörð og dýrðar lífsins óður. Ljósbrot Litir blíðir leika sér Ijúft í himinsloga, grænir, bláir, gulir hér glitra regns í boga. Vigdís forseti (65 ára) Þú ert valmœr þokka hlýs, þegninn á þig Ijóðar, skararfagra skógardís, skreytir okkar þjóðar. Og síðustu vísunni lætur Kári fylgja eftirfarandi skýr- ingu: „Fyrir nokkru var í fréttum sagt frá deilum um hryssu nokkra, sem Nótt hét og hafði keppt á síðasta landsmóti hestamanna á Hellu á Rangárvöllum. Vildu sumir menn meina, að Nótt væri ekki Nótt, þ.e. hún væri ekki lengur til og önnur hryssa hefði verið látin keppa með nafni hennar og númeri. Af því tilefni varð eftirfarandi vísa til“: Það er lögmál langt að sótt, líkt og þessi bragur, efað Nótt er ekki Nótt, nálgast hlýtur Dagur. Olafur á Neðrabæ yrkir eftirfarandi: Landstím Ölduseifur upp að grynn- ingum hreyfast kátar. Móti keifa kólgu inn krókaleyfisbátar. Við stjóra Bundinn nökkvi í ólgu áls, sem öldur svekkja og döggva og þrá að sökkva, þær á háls þreytist ekki að höggva. Morgunandakt Morgunyndis geislaglit glóðar lind í halla. Sólin fyndin fjólulit farfar tinda alla. Það sem sólin sá Yfir jól við Arnarfjörð enn skein sól í heiði. Ljóss l kjól hún leit á jörð Laugaból í eyði. Ketildalafjöll Fjöllin lauguð lofts í hver lít ég augum hlýjum. Bera þau á baki sér blakkan haug afskýjum. Næsta ljóð er eftir Bergþóru Pálsdóttur frá Veturhúsum, og nefnir hún það Vorljóð Hve sælt er að vaka og vera til á vorkvöldi blíðu við sólaryl. Þó skuggarnir læðist um laut og gil í lygnunni roðar á fjall í hyl. Er aftanskin leikur wn loftin blá þá láta vötnin oss myndir sjá. Hve náttúran öll vill sig vinur tjá vonir og þakklœti vekur oss hjá. Nú blessum við allt, sem hún bendir oss á, þó birtuskort oft verði á jörðu að sjá í bili, það líður oss fljótlegafrá, effinnum við Ijós okkur sjálfum hjá. Já, njótum þessfagra, er sál okkar sér. Og sjáum það góða, sem drottinn oss lér, Ijómandifegurð, er lítum við hér, efleitum við hennar, hún dýrð sína tér. Efhverfur mér sýn, þegar dagurinn dvín, mér dýrð þína sendu, sem Ijómar og skín, með lífsljós í huga ég leita til þín og Ijós þitt í dauðanum birtist til mín. Er lífinu lýkur ég annaðfæ svið að lifa og starfa við birtu og nið, sem golan í laufinu leikur sér við. Ó, Ijá þú mér, drottinn þinn,m dýrðlega frið. 254 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.