Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1995, Qupperneq 44

Heima er bezt - 01.07.1995, Qupperneq 44
Svo sameinast þessi litli ferðahóp- ur á ný, og fararstjórinn ekur bílnum af stað. Brátt erum við aftur á þjóð- vegi eitt og höldum til austurs. Sól er í hádegisstað. Nú er Kirkjubæjar- klaustur á vinstri hönd, vafið birtu sólar. Það er tilkomumikið að horfa þangað heim. A hægri hönd er Eld- hraunið, og víða má sjá djúpar skál- ar, sem hafa myndast þegar hraunið rann. Þær virðast nú vaxnar grasi og vera eftirsóttar sem tjaldstæði. Það er heitt í veðri og fjallasýnin tignarleg. Hvergi er ský að sjá. Mað- ur verður gripinn þeirri kennd, að í dag hafi allt umhverfið tekið sér hvíld og geisli frá sér helgum áhrif- um og að sá, sem hér er á ferð, eigi að nema staðar og hugsa. En fararstjórinn er í mikilli stemmningu og ekur bílnum greitt. Þetta er góður ferðabíll, Subaru skut- bíll. Hann slær aldrei feilnótu, og bílstjórinn ekur af miklu öryggi hlað- inn orku og úthaldi, sem engin orð fá lýst. En komi það fyrir, að lesa eigi á vegakort, án þess að stöðva bílinn, umturnast faðirinn af ómælanlegri skelfingu. Svo erum við komin að Fossi á Síðu. Við örkum upp að þessum vin- gjamlega fossi. Hér ríkir ljúf helgar- og hádegisstemmning, eins og maður fann svo oft í gamla daga í sambandi við sunnudaga. Á leið okkar upp að fossinum sjá- um við hóp anda vera að baða sig af mikilli innlifun við góðar aðstæður. Einnig er þama hópur hænsna að störfum, og þær eru ekki með neina geðvonsku eða brellur. Halla bara undir flatt, gefa okkur auga og em hljóðar. Við erum smástund upp við fossinn, því að fegurð þessa staðar nýtur sín vel á þessum sólbjarta degi. Frá veginum er mjög „staðarlegt“ að horfa hingað heim. Næsti áfangi er við Dverghamra. Þar eru sérkennilega fallegir stuðla- bergshamrar. Kannski búa dvergar á þessum stað. Það vekur kannski spurningar, hvers vegna þessir klettar standa þarna einir og sér. Þeir eru nú frið- I Kerlingadal. lýst náttúruvætti. Samtímis okkur er hér mættur fjölmennur hópur ferða- fólks, og allir storma inn á þetta af- girta svæði. Gamall maður er þarna eins og aðeins utan við takt hinna ungu. Eg tek hann tali. Þetta er gam- all bóndi með langa sögu að baki. Við fáum okkur sæti. Hann segir mér nöfn á bæjum og kennileitum, sem duga mér þó ekki nógu vel nú, því að ég skrifaði ekki neitt hjá mér. En svo beinist tal okkar inn á aðrar leiðir, til búnaðahátta hér frá löngu liðnum tíma. Þegar engir voru vegir eða brýr og handaflið það eina, sem treysta varð á. Jú, oft var vinnudagur langur, og útsjónarsemi og aðhald gat ráðið úrslitum. Flest aðföng þurfti að sækja um langar og torfarn- ar leiðir. Þá var hesturinn sú líftaug, sem leysti oftast alla þraut. Oft á dimmum haustkvöldum í regni og stormi var kvatt dyra, og úti stóð hópur hesta og fólks, sem átti þá ósk heitasta að komast í húsaskjól. Þá eins og nú er fátt betra á lífsins göngu en að hitta fyrir fólk, sem tamið hefur sér hugsunargang mis- kunnsama Samverjans. Svo er fólkið farið að hópast að rútunni. „Við erum héðan úr sveit- inni,“ segir viðmælandi minn. „Við erum á leið austur í Skaftafell.“ Hann kveður, og kannski hittumst við aftur þar. Það góða við að sitja í bíl, þegar annar ekur, er að manni er frjálst að horfa á umhverfið. Á vinstri hönd er Fljótshérað, Núpur, Kálfafell og Núpsstaður, blómleg býli að sjá. Hrikalega hamra og tinda ber við loft og Lómagnúpur, eitt hæsta standberg landsins, gnæfir öllu ofar og gerir mann gagntekinn af undrun. Jón Helgason segir: „Jötunninn stendur með járnstaf í hendi jafnan við Lómagnúp. Kallar hann mig og kallar hann þig... kuldaleg rödd og djúp. “ Jökulvötnin á Suðurlandi og ekki síst á Skeiðarársandi hafa gegnum aldir verið mestu farartálmar og for- öð, sem um getur á heimskringlunni. Nú eru komnar hér brýr og miklir varnargarðar. Við nemum aðeins staðar á vegi, sem liggur eftir löng- um varnargarði. Við horfum á vatns- flauminn byltast fram og dreifast um 260 Heima er bezt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.