Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1995, Page 45

Heima er bezt - 01.07.1995, Page 45
svarta sandauðnina, og yfir öllu ber hvíta jökla við himinn. Svo er farið að lesa vegabækur og kort. A meðan geng ég að brúnni, þar eru miklar uppfyllingar og hægt um vik að skoða þetta allt, því að vegur er undir brúnni nær landi. Allt er þetta gott og merkilegt. Svo er ferðinni haldið áfram. Ekið er yfir brýrnar, fram hjá smekklegum húsum, sem eru í nánd við rætur jökla og veita ferðafólki þjónustu. Bílnum er lagt á plani við rætur skógarjaðars, sem þekur hér allar brekkur. I fallegu rjóðri er borð með bekkj- um. Þar fáum við okkur sæti, og nesti er tekið fram. Það er komið langt fram á dag og við erum komin í Skaftafell. Úti á planinu eru bílar og fólk. Við sitjum góða stund og njót- um matarins í þessu friðsæla skógar- rjóðri, þar sem grænt laufið myndar þak. Svo vilja þær mæðgur, Anna og Dísa, fara að skoða sig um, en ég kýs að sitja hér lengur og horfa á mann- lífið líða hjá. Mannlífið er stórt og vekur hinar eilífu spurningar nú og ætíð. Til hvers er þetta allt? Bærinn og önnur hús í Skaftafelli standa á hárri brekkubrún. Vingjarn- legur skógur, tún og annar gróður eru hér á afmörkuðu svæði. Olgandi jök- ulvötn byltast fram svarta sanda á haf út, en að baki eru himingnæfandi jöklar. Sá gróður, sem hér má sjá, virðist þroskast vel í skjóli þeirra. Eg stend upp og hef alla mína hentisemi. Vegur er upp að bæjarhús- um í allnokkrum bratta. Bílum má ekki aka hér upp nema kannski með sérstöku leyfi. Hægum skrefum legg ég á brattann. Eg hef ekki lengi farið, þegar kemur bíll, en það er raunar umsjónarmaður staðarins, og mér finnst einhver angurværð í svip hans. Eg kanna ýmsa stíga, sem ferða- fólk hefur troðið, og ég mæti konu og karli, sem leiðast og eru ástfangin. Sólin skín og það er heitt í veðri. Samt þokast för mín áfram með þeim árangri, að brátt er ég kominn heim í tún. Hér mun hafa verið stundaður búskapur frá landnámstíð, en svo er ekki lengur. Hinir gömlu ábúendur hljóta að vera fluttir burt, því að ekki verður séð, að hér sé stundaður hey- skapur af þörf. Víða má sjá óslegna túnbletti og mikið og sölnað gras. Svo er ég kominn í hlað. Hér standa fornlegar byggingar hlið við hlið. A hlaðinu er traustur ferðabíll og nokkrir fransmenn að brasa sér mat og eru glaðir. I hlaðvarpanum eru tvö börn að leik. Ung kona er í sólbaði út undir vegg. Hún býður góðan dag. Eg geng meðfram gömlum skemm- um og öðrum útihúsum. Yfir öllu er hvíldarleg stemmning. Hér má sjá hverfistein, orf, gamlar hrífur og önnur amboð, og í kassa er safn af fallegum steinum. Svo er ekki meira að skoða í bili, og ég fer að þoka mér sömu leið til baka. Þegar ég kem að bílnum, er engan að sjá. Eg legg mig því þarna í skógarrjóðri og er næstum sofnaður, en ekki lengi. Hinar frómu konur eru mættar og bíllinn er knúinn af stað. Þegar komið er móts við Svínafell, blasir við röð mikilla bygginga. „Flosi bjó á Svínafelli og var höfð- ingi mikill. Þegar Flosi hafði fregnað víg Höskuldar Hvítanesgoða mælti hann: - Það hefur nú víst að höndum bor- ið, að ég myndi gefa til mína eigu, að það hefði eigifram komið. “ Eins og við vitum er Njála mikið og sársaukafullt verk. Eg tel að dokt- or Einar Olafur Sveinsson hafi gefið þjóð sinni mikið, þegar hann las Njálu í útvarpið. Allur textinn var lesinn af svo heitum þunga og snilld, að áheyrandinn fann klökkva fyrir brjósti. Það er numið staðar á Fagurhóls- mýri. Hér er veitingaskáli við veginn, og við fáum okkur hressingu. Nú er aðeins kominn þokuslæðingur yfír jöklum og smágustur frá hafi. Við sitjum hér smástund, og lítil minning líður gegnum hugann. Fyrir ótal árum var ég í smábréfa- sambandi við unga stúlku hér. Hún sagði í bréfi, að sér fyndist að í mín- um huga væri of mikið af óraunhæf- um draumórum og benti mér á að gerast prestur. Gott hjá henni. Hinn ötuli bflstjóri heldur svo áfram að leggja kflómetrana að baki. Við rætur Breiðamerkurjökuls er vítt og voldugt náttúru-undur sett á svið. Við stöndum við Breiðalón. Hér fell- ur fram mikill skriðjökull og jakar eru út um allt í köldu jökulvatni. Sér- kennilegur blámi er yfir öllu, þegar fjær dregur. Stórfengleg sjón.... Jökulsárlón er nokkru austar og mun stærra. Breiður og úfinn skrið- jökull er svo langt sem séð verður og engu er líkara en hafísjakar séu strandaðir vítt og breitt um þetta stóra lón. Þarna má sjá litla hraðbáta á glæstum þeytingi, og virðulegt skip er til staðar handa þeim fullhugum, sem vilja taka sér far. Það er mjög áhrifamikið og stór- brotið að horfa á þetta allt, en tíminn nemur ei staðar, þó að maður óski þess stundum. ,,A þjóðveginum líður líf vort skjótt. “ Við erum komin á móts við Hala í Suðursveit. Þar leit Þórbergur Þórð- arson fyrst dagsins ljós. Þar tók hann fyrstu sporin og þarna tók umhverfi og fólk að hafa mótandi áhrif á lítinn dreng. Undir hlíðum háum hafði ég skjól í œsku. Þar sem brekkur blíðar breiða skrúð mót sólu. Þar sem lœkir léttir líða að Ránarfalli og jökultindar tærir teygjast móti sólu. Þ.Þ. Við rætur Steinafjalls stend ég og stari. Mér sýnist þetta fjall ekki fært nokkrum manni, en þama var Þór- bergur samt á sveimi með áttavita sinn og önnur tæki, mælandi veður- far, átök storma, þyngdarlögmál og Heima er bezt 261

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.