Heima er bezt - 01.07.1995, Page 54
Hann var elstur og athugull og
taldi sig sjálfkjörinn foringja í hópn-
um.
„Jú, ég held það sé bara stór
spýta,“ sagði Bangsi og var ekkert að
velta málinu sérstaklega fyrir sér.
„Mig grunar að þetta sé eitthvað
skrítið,“ sagði ég íbygginn, tók tafar-
laust á sprett og ætlaði að verða
fyrstur til að athuga fyrirbærið.
En það er erfitt að hlaupa langan
sprett í sandi, því að til þess þarf
mikið þrek. Auðvitað gátu strákarnir
ekki hugsað sér að ég, sem var
yngstur, yrði fyrstur til að upplýsa
leyndarmálið. Þeir hlupu því strax á
eftir mér og Daddi, sem var elstur og
þolnastur, varð að sjálfsögðu fyrstur
að þessu flykki. Við hinir komum
lafmóðir rétt á eftir.
Það er skemmst frá því að segja,
að við urðum allir orðlausir um
stund, góndum aðeins hver á annan,
því að undrun okkar var svo mikil.
Við stóðum þarna frammi fyrir stóru
dýri, sem við höfðum aldrei heyrt
talað um né séð, dýri sem hlaut þó að
vera hvalur, af því að það var svo
stórt og með sporð og bægsli. En
það, sem okkur fannst furðulegast af
öllu, var heljarstór og snúin tönn,
sem stóð út úr efra skolti dýrsins.
Við höfðum aldrei heyrt talað um að
nokkur venjulegur hvalur hefði slíka
tönn. Þetta hlaut að vera eitthvert
hvalskrímsli, sem enginn hafði
nokkru sinni séð fyrr.
Við urðum strax sammála um, að
nú skipti öllu máli að flýta sér heim
og segja hin miklu tíðindi, að við
hefðum fundið á rekanum sæskrímsli
eitt mikið, sem líktist helst hval, en
væri með ógurlega langa tönn úr efra
skolti.
Það voru móðir strákar og rjóðir,
sem komu brátt heim, miklu fyrr en
búist hafði verið við. Þeir höfðu
hlaupið nær stanslaust alla leiðina.
Þegar mesta mæðin var liðin hjá, var
ekki dregið að segja fréttirnar. Mun-
um við allir hafa lýst dýrinu nokkuð,
ef ég man rétt, og borið allvel saman.
Móðir mín, sem var ein af þeim,
sem á okkur hlýddi, glögg kona og
víðlesin, áttaði sig fljótt á lýsingu
okkar og kvað þetta vera mundu ná-
hval, sérkennilega tegund í flokki
tannhvala, sem eingöngu lifði í
Norður-Ishafinu.
Innan skamms fór svo faðir minn
ásamt tveimur vinnumönnum með
hest og kerru út á reka til að rann-
saka dýrið, og fengum við strákarnir
að fara með þeim.
Kom þá brátt í ljós, að tilgáta móð-
ur minnar var rétt. Þetta var náhval-
ur, sem hafði legið lengi dauður í sjó
og var því orðinn úldinn og kjöt og
spik óætt með öllu. Tönnin var það
eina, sem hægt var að hirða. Hún var
nokkru síðar send til Reykjavíkur og
seld þar fyrir hátt
verð.
Hef ég fyrir satt,
að bein úr náhvals-
tönn sé metið til
jafns við fílabein.
Náhvalur þessi
hafði hlotið bana-
mein sitt af því, að
brotnað hafði fram-
an af tönn hans, en
það þolir dýrið ekki,
þar sem tönnin er
hol að innan.
Skal ég nú ljúka
frásögn minni með
því að lýsa þessari
sérkennilegu hvala-
tegund fyrir ykkur með nokkrum
orðum.
Náhvalurinn er fremur lítill tann-
hvalur, eins og fyrr segir, getur í
mesta lagi orðið sex metra langur.
Hann er ljós á litinn en flestir hvalir
eru annaðhvort alsvartir eða aðeins
ljósir að neðan.
En það, sem gerir hann sérstæðast-
an meðal allra hvala, er stór tönn,
sem vex út úr efra skolti karldýrsins
og stendur bein fram. A fullvöxnum
hval verður tönn þessi tveir til tveir
og hálfur metri, eða nálega helming-
ur dýrsins á lengd, auk 30 sentímetra
langrar rótar, sem stendur í skolt-
beininu. Tönnin er gildust við rótina,
smágrennist svo fram og endar í
mjóum oddi. Að utan eru á henni
hryggir og skorur, þannig að hún lík-
ist linsnúnum streng. Hún er hol
langt fram og rótopin, eins og til
dæmis í músum og rottum.
Náhvalurinn lifir eingöngu í Norð-
ur-íshafinu og heldur sig við ísinn og
innan um jaka, meðan nokkur vök er
opin. Hann lifir á ýmsum tegundum
fiska.
Menn héldu fyrr, að náhvalurinn
notaði tönnina til að stinga fisk eða
sem stjaka til að ýta frá sér ísjökum,
en nú munu vísindamenn almennt
telja, að karldýrið hafi hana til prýði
og þó einkum sem vopn í baráttu
sinni um kvendýrin. Þannig ljúkum
við þætti okkar í þetta sinn.
270 Heimaerbezt
Brynjar Páll Rögnvaldsson:
Hún amma mín
það sagði mér
Sagan afhonum
Togga Högnasyni
Hann Toggi átti heima á bæ á Suð-
urlandi. Toggi var blágrár högni eða
fressköttur, eins og sagt er þar í sveit.
Það voru fleiri kettir á bænum, en
þeir koma ekki við sögu.
Einu sinni að vori voru stúlkurnar
á bænum og móðir þeirra að þvo ull
við stöðuvatn. Þetta var á þeim tíma
vors, þegar fuglar voru flestir búnir
að verpa.
Á leið frá bænum að vatninu var
gengið um móa, þar sem grátittlingur
hafði gert sér hreiður í þúfu, og nú
voru ungar komnir úr eggjunum og
gaman var að skoða þá.
Stúlkumar töfðu um stund hjá
hreiðrinu, og gáfu ungunum soðin
hrísgrjón, sem þeir átu með góðri
lyst, opnuðu goggana hver sem betur
gat. Með í ferðinni var kötturinn
Toggi, og dáðist hann sýnilega að
ungunum, eins og vel siðaður rosk-
inn köttur átti að gera. Svo var hon-
um sagt með nokkrum vel völdum
orðum, að þessir þúfnabúar væru
ekki ætlaðir í kattarmaga, og virtist
hann skilja þetta, eins og til var ætl-
ast, og treystu stúlkurnar á heiðarleik
kattarins.
Svo var þá haldið til vinnunnar við
ullarþvottinn, ullin þvegin, skoluð og
breidd til þerris á þúfur, og Toggi
fylgdist með þessu verki og undi vel
félagsskap stúlknanna.
Svo var það í kaffitímanum, að
stúlkur gengu heim og þá var Toggi
horfinn. Það var kallað á hann en
ekki gaf hann sig í ljós. Þá var geng-
ið framhjá hreiðrinu og gægst inn.
Hreiðrið var tómt.
Þá var að leita að sökudólgnum,
sem var vitanlega Toggi. Fannst
hann þar rétt hjá á milli þúfna liggj-
andi á bakinu, steinsofandi, hrjótandi
og belgurinn á honum eins og upp-
blásin blaðra.
Toggi vaknaði harkalega af værum
draumi við skammir og flengingu
eiganda síns, og var honum sagt að
hypja sig heim og láta ekki sjá sig í
nánd eða í félagsskap stúlknanna eft-
ir þessar aðgerðir.
Ekki varð vart við, að Toggi nærð-
ist á smáfuglum eftir þetta, en önnur
saga er af Togga á fuglaveiðum, og
verður hún að fylgja þessari sögu.
Forsagan er sú, að gæsir voru
skotnar á bænum, og fékk Toggi þá
að finna „smjörþefinn“ og vel það af
gæsakjöti. Hann fylgdist vel með,
þegar fiðrið var reitt af fuglunum, en
það var notað í sængur og kodda.
Svo var það einn daginn, að mikið
garg heyrðist frá tjörn, sem var fyrir
austan bæinn og jafnframt buslu-
gangur mikill. Sef og annar gróður
óx í tjöminni, svo að ekki var auð-
velt að sjá, hvað olli þessum látum.
Svo kom Toggi með stokkandarstegg
í land, og blautur og slæptur dró
hann stegginn á eftir sér, dröslaði
honum upp brekku heim að bænum
og heim stéttina og framhjá undrandi
áhorfendum án þess að skeyta um þá
og heim að eldhúsglugga. Þar
mjálmaði hann upp í gluggann, líkt
og hann vildi tala við húsmóðurina
sjálfa, en hún var þá við gluggann.
Þama mjálmaði Toggi, eins og
hann vildi segja:
„Viltu nú ekki matreiða þennan
fugl fyrir mig, húsmóðir góð, úr því
ég er nú búinn að hafa fyrir því að
synda eftir honum og kála honum
líka, alveg vopnlaus, og dragast svo
með þetta líka litla stykki til þín?
Gætirðu ekki gert þetta fyrir mig, því
að mér finnst þeir betri steiktir, þess-
ir fuglar, síðan ég komst á bragðið.
Svo skulum við ekki minnast á smá-
unga framvegis. Eg fékk nóg af svo-
leiðis hrámeti, að ég nefni nú ekki
refsinguna, sem ég fékk af því til-
efni.“
Auðvitað var bráðin matreidd fyrir
Togga, það er nú annað hvort.
Sagan af
Hjartadrottningu
Hjartadrottningin var nú reyndar
svört gimbur, sem enga átti móður-
ina. Fljót var hún að læra, hvað hún
gat leyft sér að gera og dyntótt var
hún. Hún gegndi varla neinum á
bænum, ef kaupamaðurinn var ná-
lægur, enda mælti hann allt upp í
henni. Það var hann, sem gaf henni
nafnið, og ekki þurfti „kaupi“ að
kalla oft á eftirlætið sitt, því að fljót
var hún að gegna honum.
Á bænum var talsvert stórt kúabú,
og Hjartadrottningin var fljót að átta
sig á, hvaðan mjólkin kom, því að
mjólkað var á pela handa henni.
Einhver mjaltastúlkan kom henni
til að sjúga eina kúna, sem nefnd var
Gæfa, en hún var lágvaxin og góð-
lynd og tók því vel, að lambið væri
að sjúga.
Hjartadrottingin elti kúna á haga
og fylgdi Gæfu eftir. Ókunnuguir
horfðu í forundran á lambið elta kúa-
hópinn og þá ekki síst, þegar þeir sáu
lambið sjúga kúna, eins og hún væri
móðir þessarar litlu svörtu, hrokkin-
hærðu gimbrar.
Ævisaga Hjartadrottningarinnar
varð aðeins eitt sumar. Þó gleymdist
hún ekki þeim, sem voru henni sam-
tíða.
Heima er bezt 271