Heima er bezt - 01.07.1995, Qupperneq 59
prýddir gulum lit. Hetta í gulum lit,
fóðruð hvítu klæði, hékk niður með
herðunum, og á ermi var ísaumað
tákn reglu vonarinnar.
Að baki þessum anda komu um
100 unglingar, allir klæddir hvítum
eða bláum kuflum, og báru lárviðar-
sveiga. Við salarendann var fagurt
hásæti, skreytt hvítum blómum og
gulu yfirtjaldi.
Þegar hann hafði heilsað okkur öll-
um, settist stórmeistarinn í hásætið,
en unglingarnir skipuðu sér í hálf-
hring bak við hann.
Eftir stutta þakkarbæn til almáttugs
Guðs sneri hann sér að okkur með
eftirfarandi orðum:
„Bræður mínir, þið sem hingað
hafið komið til þess að bjóða vel-
komna þessa vegfarendur, sem munu
um stund njóta hvíldar, friðar og
kærleika í þessu húsi vonarinnar, og
þið vegfarandi bræður, sem við allir
viðstaddir bjóðum velkomna og
heiðrum vegna hinnar miklu baráttu
við eigingirni og synd, yður heilsa ég
sérstaklega og bið yður að veita mót-
töku, sem félagar í hinni stóru reglu
vorri, þessu tákni virðingar okkar og
heiðurs þess, sem yður hlotnast nú
og hafið verðskuldað.
Vegna aukinnar hamingju yðar,
vegna sigursællar baráttu, biðjum við
yður að breiða út armana í bróður-
kærleik til þeirra ástvina yðar, sem
þið hafið yfirgefið á jörðinni og enn
þreyta þar baráttu í dimmum skugga-
dölum jarðarinnar.
Þar sem þið munuð héðan í frá
vinna stærri sigra, háleitari sigra, þá
reynið að gefa öðrum stöðugt meira
af hinum fullkomna kærleika
bræðrafélags vors, en háleitustu og
göfugustu meistarar þess eru á himn-
um en auðmjúkir félagar þess heyja
ennþá baráttu gegn synd hins dimma
jarðsviðs.
I langri, óslitinni keðju mun hið
stóra bærðralag vort ná frá himnum
til jarðar á meðan líf þróast þar.
Sérhver yðar verður að hugleiða,
að þér eruð hlekkir í þessari stóru
keðju, samstarfsmenn engla og hinna
þjáðu. Eg hvet yður að taka við og
varðveita sem tákn þess heiðurs, sem
yður hlotnast nú, sígræna lárviðar-
sveigana, sem settir eru á höfuð sig-
urvegara.
I nafni Alheimsguðs, allra engla og
bræðrafélags okkar krýni ég sér-
hvern yðar og vígi til málefna ljóss-
ins, vonar og sannleika.“
Við nýliðar gengum nú fram einn
af öðrum, en sumir voru mjög hrærð-
ir vegna þessara vingjarnlegu orða
og heiðurs.
Við knékrupum hinum mikla
meistara, sem setti á höfuð okkar lár-
viðarsveigana, sem unglingarnir
réttu honum, en með því krýndi hann
sérhvern okkar með eigin höndum.
Þegar sá síðasti okkar hafði verið
krýndur, brutust út áköf fagnaðarlæti
og húrrahróp frá hinum bræðrunum,
sem hófu því næst undurfagran fagn-
aðarsöng með slíkum hljóðstefjum
og skáldskap, að ég vildi óska, að ég
gæti endurtekið hann fyrir ykkur.
Að athöfninni lokinni vorum við
allir leiddir til borðs af þjónandi
bræðrum, og hátíðarmálsverður var
fram reiddur.
Það mun furða ykkur, hvernig slík
veisla fer fram í andaheimi. Ef þið
haldið að slíkar veislur, þar sem
krásir eru fram bornar líkt og á jörð-
inni, eigi ekki við í andaheimi, þar
sem andi þurfi ekki næringu, þá
skjöplast ykkur.
Við þurfum næringu og við neyt-
um fæðu, þó að hún sé ekki eins efn-
iskennd og ykkar.
Engin fæða úr dýraríkinu er fram
reidd, ekki heldur neitt sem líkist
henni - nema á lægri andasviðum,
þar sem þeir geta ekki notið
krásanna gegnum lifandi verur og
þannig satt líkami sína jarðneskri
fæðu. En á þessu sviði eru framborn-
ir ljúffengir ávextir, næstum gegnsæ-
ir, sem bráðna á tungunni, þegar
þeirra er neytt. Einnig er framborið
vín, eins og ódáinsveigar, óáfengar,
sem eru svalandi og slökkva þorsta.
Ekkert af þessari næringu mundi
seðja hina matglöðu, en þarna voru
einnig á borðum ljúffengar kökur og
ljósleitt brauð.
í þessari veislu voru slík föng
framborin, að ég viðurkenni í eitt
skipti fyrir öll, að ég hef aldrei notið
bragðbetri næringar en þessara góm-
sætu ávaxta, sem voru þeir fyrstu,
sem ég hafði bragðað í andaheimi,
og mér var sagt, að væru hinir raun-
verulegu ávextir af eigin erfiði, en
þeir höfðu vaxið og þroskast í anda-
heimi í hlutfalli við tilraunir okkar til
þess að hjálpa öðrum sálum.
Að hátíðarverðinum loknum flutti
stór þakkarkór aðra ræðu, en undir
hana tókum við allir.
Því næst skildumst við að, sumir
til þess að heimsækja vini á jörðinni
og reyna að gera þeim ljóst, að okkur
hafði hlotnast mikil hamingja. Yftr
mörgum okkar var því miður grátið
eins og yfir glötuðum sálum, sem
létust í synd, og það var okkur mikið
áhyggju- og sorgarefni, að ekki var
unnt að gera þessum jarðarbúum
ljóst, hve mikla von við höfðum
hlotið.
Aðrir bræður hófu samræður við
nýja andavini. Eg stefndi hins vegar
beint til jarðar til þess að segja ást-
vinu minni frá hinum góðu fréttum.
Eg fann hana undirbúna undir að
fara á fund, sem fékkst við líkamn-
ingarannsóknir. Ég titraði af gleði og
eftirvæntingu og fylgdi henni þang-
að, því að nú vissi ég, að engin
ástæða væri lengur til þess að sýna
henni ekki andlit mitt.
Hún hafði verið svo trygg og þol-
inmóð í bið sinni eftir mér, og ekki
mundi mynd mín framar valda henni
hryggð og kvöl.
Hvílík hamingjunótt. Ég stóð allan
tímann við hlið henni. Ég snerti hana
aftur og aftur. Ég stóð þarna ekki
lengur sem hin dulda, dökka vera,
sem þurfti að skýla andliti sínu fyrir
allra augum. Nú var ég þarna í nýj-
um klæðum með nýjar vonir, og upp-
risinn lrkami minn og aska fortíðar-
innar var nú ekki lengur til angurs og
trega.
Hvílík gleði beið mín þama á þess-
um gleðinnar degi. Ég birtist undr-
andi augum hennar, sem störðu inn í
mín. Hún þekkti mig þó ekki strax.
Heima er bezt 275