Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1997, Side 9

Heima er bezt - 01.01.1997, Side 9
GUÐMUNDUR GUNNARSSON: Víðihlíð, íbúðarhús Hólmfríðar og Sverris. „Það var efefei einu sinni rætt um hvað barnið átti að heita“ Hólmfríður Pétursdóttir. húsfrevia I Víðihlíð í Mvvatnssveit. segir frá. Efalaust mun flestum Islendingum, sem komnir eru til vits og ára, kunnugt um tilveru höfuðbólsins Reykjahlíðar í Mývatnssveit. Fjölmargir hafa átt þar leið um á ferð sinni um hringveginn og þó nokkrir minnast þess að haft erfyrir satt að hún sé stœrst íslenskra jarða að flatarmáli, ámóta og Arnessýsla í heilu lagi. Fyrir rúmum 100 árum, nánar tiltekið vorið 1895,fluttu þangað frá Svartárkoti í Bárðardal, hjónin Einar Friðriks- son og Guðrún Jónsdóttir og 9 börn þeirra. Stórjjölskylda þessi hugði á meira svigrúm til athafna og betri afkomu- möguleika með umskiptum þessum og tjaldaði þar heldur ekki tii einnar nœtur. Enn þann dag í dag er jörðin setin af afkomendum þeirra en miklu fleiri eru þeir nú er atvinnu hafa af ferðaþjónustu hvers konar en hinir sem hefðbund- inn búskap stunda. Eftir þau Einar og Guðrúnu tóku við búi Jjögur börn þeirra, systirin Guðrún Friðrika og bræðurnir Sigurður, Illugi Arinbjörn og Jón Frímann sem var elstur þeirra systkina, fœddur 1871, dáinn 1950. Elstur barna Jóns Frí- manns og Hólmfríðar Jóhannesdóttur, konu hans, fædd 1868, dáin 1932, var Pétur, fæddur 1898, dáinn 1972. Hann byggði nýbýlið Reynihlíð út úr heimajörðinni 1942 og varð landsþekktur maður sem bóndi þar, gestgjafi og vegaverkstjóri og nánast þjóðsagnapersóna þegar í lif- anda lífi. Kona hans var Kristín Þuríður Gísladóttir frá Presthvammi í Aðaldal, fœdd 1895, dáin 1984 og eignuð- ust þau fimm börn: Gísli, var fæddur 1922, dáinn 1950, Jón Ármann, fæddur 1924, Hólmfríður, fœdd 1926, Snœ- björn, fœddur 1928 og Helga Valborg, fædd 1936. Úr þessum barnahópi er það dóttirin, Hólmfríður, sem segir hér á eftir frá þáttum úr œvi sinni, einkum uppvaxtarárum í Reykjahlíð og störfum að félagsmálum. Heima er bezt 5

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.