Heima er bezt - 01.01.1997, Side 11
Ur ættfræðinni
Jón Einarsson Hólmfríður Jóhannesdóttir Reykjahlíð Gísli Sigurbjarnason Helga Sigurveig Helgadóttir Presthvammi, Aðaldal
t T
Pétur Jónsson Reynihlíð Kristín Þuríður Gísladóttir
♦
Gísli, Jón Ármann, Hólmfríður, Snæbjörn, Helga Valborg
íKasthvammi 1927 við hús sem Pétur Jónsson byggðiþar. Frá hægri: Pétur
Jónsson, Þuríður Gísladóttir, heldur á Hólmfríði, dóttur þeirra, María
Magnúsdóttir frá Höfða í Þverárhlíð, Hannes Jónsson, bróðir Péturs og
mágur Maríu, Bergsteinn Gunnarsson, Kasthvammi.
Eitt af því, sem var hér við gamla
bæinn, var stór kálgarður og var ná-
kvæmlega sama skipting í honum og
öllu öðru, til helminga og svo einn
sjötti og tveir sjöttu. Þar voru rækt-
aðar rófur og eitthvað fleira. Hér
kom garðyrkjukona, Svava Skapta-
dóttir á árunum milli 1930 og 1940
og leiðbeindi um ræktun matjurta en
í því efni var mamma mín mjög dug-
leg og áhugasöm. Faðir minn hlóð
grjótgarð kringum hitaholu, skammt
frá Stórugjá, og þar voru ræktaðar
gulrætur í fleiri ár. Fyrst þegar ég
man eftir þá voru ræktaðar kartöflur
við Helgavog þar sem nú er dælustöð
Kisiliðjunnar. Þar var hiti í jörðu og
þær spruttu vel en líka arfi og það
var ekkert voðalega gaman að reyta
arfa þar. Síðar var farið að rækta
kartöflur í Bjamarflagi og þá var
gulrótaræktunin flutt þangað. Mér
finnst vanta eitthvað ef ekki er til
heimaræktað grænmeti og svo trúir
maður því náttúrlega að það sé
miklu betra. Það er allt annað að
borða rófú beint utan úr garði heldur en þá sem keypt er í
búð. Þama var einnig rabarbari og í blómagarðinum voru
rifsrunnar í kring og af þeim þó nokkur uppskera af berj-
um til sultugerðar.
Um sjálfsþurftarbúskap fyrri ára
Mikill er sá munur sem orðinn er á lífi og tilveru fólks
nú og því, sem búið var við á mínum uppvaxtarárum. Nú
tala menn um sjálfsþurftarbúskap og þetta var það. Sjálf-
sagt þótti að nýta allt sem hægt var að nýta. Hér voru tínd
fjallgrös og notuð í mat, silungsveiði var stunduð og reynt
að geyma af aflanum til þess tíma er ekkert veiddist.
Eggjatakan var veruleg búbót því það var heilmikið magn
af andareggjum sem hér náðist en ekki kann ég að nefna
þar neinar tölur. Ýmsar aðferðir voru notaðar til að geyma
þau. Þau voru soðin niður sem kallað var, sett í sjóðandi
vatn í ca. 10 sekúndur og vafinn síðan inn í pappír og
geymd á köldum stað. Þannig gátu þau varðveist allt fram
yfir jól. Einnig voru þau geymd í einhverskonar kalkupp-
lausn og fleira var prófað. Þessar aðferðir áttu við glæný
egg en þau sem ekki voru alveg ný, þau voru gerð úldin.
Þá voru þau lögð í ösku, urðu kæst og þannig eru þau
hreint lostæti. Oft var kvöldmatur á sunnudögum heima-
bakað, gott rúgbrauð og úldin egg eins og þau nefndust,
Heima er bezt 7