Heima er bezt - 01.01.1997, Blaðsíða 13
Foreldrar Hólmfríðar, Þuríður
Gísladóttir og Pétur Jónsson.
Myndin tekin 1921.
1 sextugsafmæli Péturs Jónssonar 1958. Hann og Þuríður með börnum,
tengdabörnum og barnabörnum.
Aftasta röð, talið frá vinstri: Sverrir Tryggvason, Jón Armann Pétursson,
Snœbjörn Pétursson, Arnþór Björnsson.
Önnur röð: Hólmfríður Pétursdóttir, Guðný Halldórsdóttir, eiginkona Snæ-
bjarnar, Heiga Valborg Pétursdóttir.
Börnin fremst á myndinni: Auður Armannsdóttir, Sigrún Sverrisdóttir, Héðinn
Sverrisson, Anna Sigríður Arnþórsdóttir, Þórunn Snæbjörnsdóttir og Þuríður
Snæbjörnsdóttir.
Vildi ekki láta leiða mig
Ferming mín er mér ekki sérstaklega eftirminnileg. Eg
hygg að fermst hafi 12 börn í allt hér í sveitinni, þar af
vorum við 5 í Reykjahlíðarkirkju, fjórar telpur og einn
piltur.
Til er mynd af okkur tekin í blómagarðinum og þætti
víst ekki merkileg hvað myndgæði snertir en gaman hefi
ég af að skoða hana núna. Maður var náttúrlega orðinn
mjög merkilegur og stór þegar eftir fermingu því að þá
mátti ganga í ungmennafélagið og gerði ég það þegar í
stað, það var sjálfsagður hlutur. Þegar ég fór á einn fyrsta
fund minn þá fór ég á skautum suður yfir vatn. Þá kom
frændi minn, Jón Pétur Þorsteinsson, sem mér fannst vera
karl, þá kominn fáein ár yfir þrítugt, og bauðst til að leiða
mig. Ég var nú ekkert á því, sagði ég mundi aldrei vilja
láta leiða mig, mér þætti miklu betra að skauta bara sjálf.
Þá sagði hann: „Þú átt einhverntíma eftir að verða fegin
að láta einhvern leiða þig.“ En ég komst aldrei upp á það
á skautum að láta leiða mig. Þá var mjög líflegt starf í
ungmennafélaginu. Fundir voru haldnir, þrír eða tjórir á
vetri og starfað að ýmsu öðru. Upp úr 1940 fór félagið að
fá íþróttakennara í stuttan tíma í einu. Kennd var leikfimi,
glíma, handbolti og fótbolti að ógleymdri skíðaíþróttinni.
Hér kom Björgvin Júníusson frá Akureyri til að kenna
svig, en þá átti enginn svigskíði hér. Það var leyst með því
að negla stóran nagla aftarlega á skíðin, síðan var klipptur
hringur úr bílslöngu sem settur var á naglann og fram fyrir
fótinn. Þetta var býsna gott. Hitt var verra að svo mikil
hláka kom að allur snjórinn fór, en þá var drifið í því að
srníða kylfur og farið á skauta á vatninu og Björgvin
kenndi íshokkí. Leiklist var ekki á döfinni hjá félaginu
þessi ár, áður en ég fór að heiman, öðruvísi en að smá
stykki voru færð upp á félagsfundum.
Skólalok í skugga Heklugoss
Þegar ég var 17 ára fór ég að heiman í skóla. A þessum
árum var Handíða- og myndlistarskólinn stofnaður í
Reykjavík og ég hafði mikinn áhuga á að komast í mynd-
listamám. Vinkona mín fór þangað í nám og ýtti mjög
undir mig í þessu efni. En þetta var á stríðsárunum og
þeim leist nú ekkert á það foreldrum mínum að sleppa
mér einni suður í Reykjavík. Reyndar var upphaf frekari
skólagöngu að ég var á unglingaskóla á Skútustöðum lík-
leg, í þrjá mánuði og var það skemmtilegur tími. Þar var
kennari Þorgerður Benediktsdóttir, nú húsfreyja á Græna-
vatni. Síðan lá leiðin í Laugaskóla þar sem ég var einn
vetur, 1943 - 44 í yngri deild. Skólinn var þá í tvo vetur,
Heima er bezt 9